11. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
11. júlí er 192. dagur ársins (193. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 173 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 138 - Antonínus Píus var krýndur keisari Rómar.
- 472 - Anþemíus keisari Vestrómverska ríkisins var tekinn af lífi í Rómaborg eftir að hafa beðið lægri hlut gegn Ricimer.
- 911 - Karl einfaldi gerði samning við víkingaforingjann Hrólf um að hann fengi leyfi til að setjast að í Nevstrasíu þar sem Normandí varð síðar til.
- 1276 - Hadríanus 5. (Ottobuono de' Fieschi) var kjörinn páfi.
- 1302 - Flæmingjar unnu sigur á Frökkum í Gullsporaorrustunni.
- 1346 - Hundrað ára stríðið: Játvarður 3. Englandskonungur gerði innrás í Frakkland.
- 1673 - Holland og Danmörk gerðu með sér varnarsamning.
- 1789 - Loðvík 16. gerði Jacques Necker, ráðgjafa sinn, útlægan sem leiddi til uppþota í París.
- 1800 - Alþingi var afnumið með konunglegri tilskipun og þess í stað stofnaður Landsyfirréttur.
- 1809 - Önnur auglýsing Jörundar hundadagakonungs birtist þar sem hann tilkynnti að hann hefði tekið að sér stjórn landsins.
- 1863 - Fjórir menn úr Þingeyjarsýslu sigldu frá Akureyri til Kaupmannahafnar með skonnortunni Jóhönnu, en þeir hugðust nema land í Brasilíu. Þangað komu þeir eftir þriggja mánaða ferð.
- 1890 - Samþykkt voru lög um stofnun sjóða í sérhverju sveitarfélagi með það að markmiði að styrkja heilsubilað og ellihrumt alþýðufólk.
- 1897 - Svíinn S.A. Andrée lagði af stað ásamt tveimur öðrum mönnum í leiðangur í loftbelg sem átti að fljúga yfir Norðurheimskautið.
- 1911 - Samþykkt voru lög um sjúkrasamlög á frjálsum grundvelli með styrk úr landssjóði.
- 1911 - Konungur staðfesti lög um jafnan rétt kvenna á við karla til menntunar og embætta. Frumvarpið flutti Hannes Hafstein.
- 1923 - Í Reykjavík urðu fjöldaslagsmál á milli sjómanna og útgerðarmanna vegna launadeilu. Þessi átök hafa verið nefnd Blöndahlsslagurinn.
- 1937 - Bein Miklabæjar-Solveigar voru flutt frá Miklabæ og jarðsett í kirkjugarðinum í Glaumbæ.
- 1970 - Fyrstu göngin undir Pýreneafjöll, milli franska bæjarins Aragnouet og spænska bæjarins Bielsa, voru vígð.
- 1971 - Beint útvarp úr Matthildi undir stjórn Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárns hóf göngu sína og náði fljótt miklum vinsældum.
- 1972 - Skákeinvígi á milli Boris Spasskí, þáverandi heimsmeistara í skák og Roberts (Bobby) Fischers, áskoranda, hófst í Reykjavík. Það hefur verið nefnt Einvígi aldarinnar og lauk með sigri Fischers.
- 1973 - Farþegaþota frá Varig fórst við Orly í Frakklandi. 123 létust.
- 1978 - Yfir 200 ferðamenn létust þegar tankbíll sprakk á tjaldstæði í Costa Daurada á Spáni.
- 1979 - Skylab, fyrsta geimstöð NASA, hóf að falla til jarðar eftir 6 ár og 2 mánuði á braut um jörðu.
- 1980 - Evrópukeppnin í knattspyrnu hófst á Ítalíu, í fyrsta sinn með átta liðum í stað fjögurra.
- 1982 - Ítalía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-1 sigri á Vestur-Þýskalandi.
- 1987 - Einar Vilhjálmsson setti Norðurlandamet í spjótkasti, 82,96 metra á landsmóti UMFÍ á Húsavík. Keppt var með nýrri gerð af spjóti.
- 1987 - Fjöldi manna er talinn hafa náð 5 milljörðum þennan dag.
- 1988 - Dómur féll vegna blóðbaðsins í Bologna. Fjórir hægriöfgamenn hlutu lífstíðardóma.
- 1990 - Armenskir hryðjuverkamenn sprengdu áætlunarbifreið milli Kalbajar og Tartar í Aserbaídjan. 14 létust og 35 slösuðust.
- 1993 - Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans er hún kom út, en Björk varð með þessu fyrst íslenskra listamanna til að komast inn á topp tíu.
- 1995 - Fjöldamorðin í Srebrenica: Hersveitir Bosníuserba undir stjórn Ratko Mladić, hertóku Srebrenica myrtu þúsundir karla og drengja og nauðguðu konum.
- 1996 - Russell-dómurinn gaf út handtökutilskipanir á hendur Radovan Karadžić og Ratko Mladić fyrir stríðsglæpi.
- 1997 - Yfir 90 létust þegar eldur kom upp á hóteli á Pattaya í Taílandi.
- 1998 - Hvalfjarðargöngin voru opnuð.
- 1999 - Indlandsher náði Kargilhéraði í Kasmír á sitt vald.
- 2006 - 209 manns létust og yfir 700 slösuðust í sjö sprengingum í hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestirnar í Mumbai á Indlandi.
- 2008 - iPhone kom á markað í 22 löndum.
- 2010 - Spánverjar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 1:0 sigur á Hollendingum í úrslitaleik keppninnar. Andrés Iniesta skoraði sigurmark Spánverja.
- 2010 - 60 létust í sprengjutilræðum í Kampala, Úganda. Hryðjuverkasamtökin Al-Shabaab lýstu ábyrgð á hendur sér.
- 2021 - Ítalía sigraði Evrópukeppni í knattspyrnu 2021 með 4-3 sigri á Englandi eftir vítaspyrnukeppni.
- 2022 - Fyrsta ljósmyndin frá James Webb-geimsjónaukanum birtist almenningi.
Fædd
breyta- 1274 - Róbert 1. Skotakonungur (d. 1329).
- 1366 - Anna af Bæheimi, Englandsdrottning, kona Ríkharðs 2. (d. 1394).
- 1628 - Tokugawa Mitsukuni, herstjóri í Japan (d. 1701).
- 1657 - Friðrik 1. Prússakonungur (d. 1713).
- 1662 - Maximilían 2. Emmanúel, kjörfursti í Bæjaralandi (d. 1726).
- 1767 - John Quincy Adams, Bandarikjaforseti (d. 1848).
- 1857 - Alfred Binet, franskur sálfræðingur (d. 1911).
- 1896 - Ludwik Fleck, pólsk-ísraelskur læknir (d. 1961).
- 1934 - Giorgio Armani, ítalskur tískuhönnuður.
- 1945 - Junji Kawano, japanskur knattspyrnumaður.
- 1949 - Émerson Leão, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1950 - Bruce McGill, bandarískur leikari.
- 1956 - Sela Ward, bandarísk leikkona.
- 1958 - Hugo Sánchez, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 1958 - Barry Nalebuff, bandarískur leikjafræðingur.
- 1959 - Richie Sambora, bandarískur gítarleikari (Bon Jovi) .
- 1959 - Suzanne Vega, bandarísk söngkona.
- 1959 - Grétar Örvarsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1960 - Tomoyuki Kajino, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Jafar Panahi, íranskur kvikmyndagerðarmaður.
- 1966 - Greg Grunberg, bandarískur leikari.
- 1974 - Hermann Hreiðarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Lil' Kim, bandarískur rappari.
- 1975 - Jon Wellner, bandarískur leikari.
- 1977 - Ryan Dunn, bandarískur áhættuleikari (d. 2011).
- 1977 - Edward Moss, bandarískur leikari.
- 1977 - Anna S. Þorvaldsdóttir, íslenskt tónskáld.
- 1984 - Rachael Taylor, áströlsk leikkona.
Dáin
breyta- 472 - Anþemíus, Rómarkeisari (f. um 420).
- 969 - Olga, drottning í Kænugarði (f. u. þ. b. 890–925).
- 1362 - Anna von Schweidnitz, þriðja kona Karls 4. keisara (f. 1339).
- 1581 - Peder Skram, danskur sjóliðsforðingi (f. 1500).
- 1766 - Elísabet Farnese Spánardrottning, kona Filippusar 5. (f. 1692).
- 1916 - Jón Ólafsson, ritstjóri (f. 1850).
- 1920 - Evgenía, fyrrum keisaradrottning Frakklands (f. 1826).
- 1974 - Pär Lagerkvist, sænskur rithöfundur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels (f. 1891).
- 1989 - Laurence Olivier, enskur leikari (f. 1907).
- 2016 - Elaine Fantham, kanadískur fornfræðingur (f. 1933).
- 2023 - Milan Kundera, tékkneskur rithöfundur (f. 1929).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:11 July.