Samfélagsmiðill á við vefsíður og forrit sem gera notendum kleift að búa til og deila á milli sín rafrænu efni.

Sem dæmi má nefna Facebook, samfélagsmiðilinn X, LinkedIn, Instagram, Snapchat, Reddit, Discord, Pinterest, Tumblr eða Bland.is.

Einnig eru það samfélagsmiðlar hannaðir fyrir að deila myndskeiðum eins og TikTok, YouTube, Vimeo, Video Dailymotion og Twitch.

Svo eru það samfélagsmiðlar sérstaklega hannaðir fyrir spjall eins og Messenger, WhatsApp og Telegram.

Sumir samfélagsmiðlar greiða notendum fyrir efni sem nýtur mikilla vinsælda á miðlunum, til dæmis með hlutdeild í auglýsingatekjum miðilsins. Áhrifavaldur er manneskja sem nýtir sér fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum til að kynna vörur og þjónustu, stundum gegn greiðslu eða gjöfum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.