Jórdanía
Jórdanía (opinbert heiti: Jórdanía konungsríki Hasemíta; arabíska: أردنّ; umritun: ʼUrdunn) er land í Miðausturlöndum með landamæri að Sýrlandi í norðri, Írak í norðaustri, Sádí-Arabíu í austri og suðri og Ísrael og Vesturbakkanum í vestri. Það deilir strandlengju með Ísrael við Akabaflóa og Dauðahaf.
المملكة الأردنّيّة الهاشميّة Al Mamlakah al Urduniyah al Hashimiyah | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: „Guð, ríki, konungur“[1] الله، الوطن، الملك Al-Lāh, Al-Waṭan, Al-Malik | |
Þjóðsöngur: As-salam al-malaki al-urdoni | |
![]() | |
Höfuðborg | Amman |
Opinbert tungumál | arabíska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Konungur | Abdúlla 2. |
Forsætisráðherra | Bisher Al-Khasawneh |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
112. sæti 89.342 km² 0,8 |
Mannfjöldi - Samtals (2012) - Þéttleiki byggðar |
106. sæti 6.508.887 68,4/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2011 |
- Samtals | 39,29 millj. dala (98. sæti) |
- Á mann | 6.100 dalir (117. sæti) |
Gjaldmiðill | jórdanskur dínar (JOD) |
Tímabelti | UTC+2 |
Þjóðarlén | .jo |
Landsnúmer | 962 |
Konungsríkið varð til þegar Bretar og Frakkar skiptu Vestur-Asíu upp í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Landið varð sjálfstætt ríki sem Transjórdanía. Þegar landið lagði Vesturbakkann undir sig í Fyrsta stríði Araba og Ísrael 1948 tók Abdúlla 1. upp titilinn konungur Jórdaníu.
Í Jórdaníu er þingbundin konungsstjórn en konungurinn hefur samt sem áður mikil völd. Alþjóðabankinn skilgreinir Jórdaníu sem nývaxtarland. Efnahagslíf landsins er fjölbreytt en auðlindir fáar og iðnaður lítt þróaður. Jórdanía er auðug af fosfatnámum og er einn stærsti framleiðandi fosfats í heimi.
StjórnsýsluskiptingBreyta
Jórdanía skiptist í tólf héruð (landstjóraumdæmi) sem aftur skiptast í 54 umdæmi (nawahi).
TenglarBreyta
TilvísanirBreyta
- ↑ Temperman, Jeroen (2010). State-Religion Relationships and Human Rights Law: Towards a Right to Religiously Neutral Governance. Brill. bls. 87. ISBN 978-90-04-18148-9. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2017. Sótt 12. júní 2018.