Nusantara
Nusantara (indónesíska: Ibu Kota Nusantara) er fyrirhuguð höfuðborg Indónesíu sem verður stofnuð 17. ágúst árið 2024. Hún tekur við af Jakarta sem var höfuðborgin 1945-2024.
Borgin er á austurströnd Borneó við Austur-Kalimantan-hérað. Nálægar borgir eru Balikpapan og Samarinda.
Meðal ástæðna flutningsins er að færa valdajafnvægið frá fjölmennustu eyjunni Jövu og hafa höfuðstaðinn í miðju landsins og fjarri jarðskjálfta- og eldgosasvæði. Tæp 96% íbúa voru andsnúin flutningi á höfuðborginni í könnun. [1]
Tengill
breytaTilvísanir
breyta- ↑ KedaiKOPI: 95,7 % Responden Jakarta Tak Setuju Ibu Kota Pindah Nasional, sótt 6/3 2023