Íþróttamaður ársins
Árleg verðlaun Samtaka íþróttafréttamanna
Íþróttamaður ársins eru verðlaun sem Samtök íþróttafréttamanna veita árlega þeim íþróttamanni, sem keppir innan vébanda ÍSÍ, sem er talinn hafa skarað framúr.
Meðlimir samtakanna kjósa verðlaunahafann. Verðlaunin voru fyrst veitt 1956. Bikar sem verðlaunahafi hefur fengið til varðveislu í ár hvert sinn frá upphafi verður afhentur Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu um ókomna tíð árið 2007 í tilefni af 50 ára afmæli bikarsins. Nýr verðlaunagripur var því afhentur verðlaunahafa ársins 2006.
Verðlaunahafar
breyta- 1956 – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir
- 1957 – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir (2)
- 1958 – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir (3)
- 1959 – Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir
- 1960 – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir (4)
- 1961 – Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir (5)
- 1962 – Guðmundur Gíslason, sund
- 1963 – Jón Þ. Ólafsson, frjálsíþróttir
- 1964 – Sigríður Sigurðardóttir, handknattleikur
- 1965 – Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir (2)
- 1966 – Kolbeinn Pálsson, körfuknattleikur
- 1967 – Guðmundur Hermannsson, frjálsíþróttir
- 1968 – Geir Hallsteinsson, handknattleikur
- 1969 – Guðmundur Gíslason, sund (2)
- 1970 – Erlendur Valdimarsson, frjálsíþróttir
- 1971 – Hjalti Einarsson, handknattleikur
- 1972 – Guðjón Guðmundsson, sund
- 1973 – Guðni Kjartansson, knattspyrna
- 1974 – Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna
- 1975 – Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrna
- 1976 – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir
- 1977 – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir (2)
- 1978 – Skúli Óskarsson, kraftlyftingar
- 1979 – Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir (3)
- 1980 – Skúli Óskarsson, kraftlyftingar (2)
- 1981 – Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingar
- 1982 – Óskar Jakobsson, frjálsíþróttir
- 1983 – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir
- 1984 – Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna (2)
- 1985 – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir (2)
- 1986 – Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund
- 1987 – Arnór Guðjohnsen, knattspyrna
- 1988 – Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir (3)
- 1989 – Alfreð Gíslason, handknattleikur
- 1990 – Bjarni Friðriksson, júdó
- 1991 – Ragnheiður Runólfsdóttir, sund
- 1992 – Sigurður Einarsson, frjálsíþróttir
- 1993 – Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir
- 1994 – Magnús Scheving, fimleikar
- 1995 – Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir
- 1996 – Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir (2)
- 1997 – Geir Sveinsson, handknattleikur
- 1998 – Örn Arnarson, sund
- 1999 – Örn Arnarson, sund (2)
- 2000 – Vala Flosadóttir, frjálsíþróttir
- 2001 – Örn Arnarson, sund (3)
- 2002 – Ólafur Stefánsson, handknattleikur
- 2003 – Ólafur Stefánsson, handknattleikur (2)
- 2004 – Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna
- 2005 – Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna (2)
- 2006 – Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
- 2007 – Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna
- 2008 – Ólafur Stefánsson, handknattleikur (3)
- 2009 – Ólafur Stefánsson, handknattleikur (4)
- 2010 – Alexander Petersson, handknattleikur
- 2011 – Heiðar Helguson, knattspyrna
- 2012 – Aron Pálmarsson, handknattleikur
- 2013 – Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
- 2014 – Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
- 2015 – Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
- 2016 – Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna (2)
- 2017 – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
- 2018 – Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
- 2019 – Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar
- 2020 – Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna (2)
- 2021 – Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur
- 2022 – Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur (2)
- 2023 – Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur
Heimild
breyta- . „Styttan góða afhent í síðasta sinn“. Morgunblaðið. 94 (2) (2006): B2.