Matthías Johannessen
Matthías Johannessen (f. 3. janúar 1930, d. 11. mars 2024) var íslenskt ljóðskáld og rithöfundur.
Matthías fæddist í Reykjavík og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Hann stundaði síðan nám við Háskóla Íslands og lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum árið 1955 með bókmenntir sem aðalgrein. Hann hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði framhaldsnám í bókmenntum veturinn 1956-1957.
Fyrsta ljóðabók Matthíasar Borgin hló kom út árið 1958 og vakti töluverða athygli.[1] Síðan hefur hann gefið út tugi ljóðabóka, auk fræðibóka, skáldsagna, smásagnasafna, leikrita og viðtalsbóka.[2][3] Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu meðfram háskólanámi og síðar ritstjóri þess á árunum 1959-2000.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ BÓKAÞÁTTUR – Borgin hló, Morgunblaðið, 27. mars 1958, bls. 6
- ↑ Matthías Johannessen skáld, DV, 24. febrúar 2003, bls. 50
- ↑ Matthías Johannessen, DV, 3. janúar 1990, bls. 27
- ↑ Matthías Johannessen lætur af starfi ritstjóra Morgunblaðsins, Morgunblaðið, 31. desember 2000, bls. 1