28. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
28. janúar er 28. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 337 dagar (338 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1521 - Þingið í Worms var sett.
- 1573 - Bændauppreisn braust út í Króatíu og Slóveníu. Hún var kæfð niður af hörku og leiðtoginn, Matija Gubec, hálshöggvinn í Zagreb.
- 1724 - Háskólinn í Sankti Pétursborg var stofnaður.
- 1789 - Gamanleikurinn Narfi eftir Sigurð Pétursson var frumfluttur í Hólavallarskóla.
- 1825 - Hið Konunglega norræna fornfræðafélag var stofnað í Kaupmannahöfn.
- 1855 - Fyrsta járnbrautarlestin fór frá Atlantshafi til Kyrrahafs á Panamajárnbrautinni.
- 1878 - The Yale News var fyrsta háskóladagblaðið sem kom út í Bandaríkjunum.
- 1887 - Mikil snjókoma var við Fort Keogh í Montana-fylki í Bandaríkjunum. Þar féllu til jarðar stærstu snjókorn sem nokkurn tíma hafa sést á jörðinni, 38 cm breið og 20 cm þykk.
- 1907 - Sláturfélag Suðurlands, SS, var stofnað.
- 1912 - Tólf íþróttafélög stofnuðu Íþróttasamband Íslands í Bárubúð.
- 1932 - Seinni heimsstyrjöld: Japan hertók Sjanghæ.
- 1935 - Ísland varð fyrsta land í heimi til þess að lögleiða fóstureyðingar.
- 1938 - Fyrsta skíðalyfta í Bandaríkjunum var tekin í notkun í Vermont.
- 1969 - Olíulekinn í Santa Barbara 1969: 80-100.000 tunnur af olíu runnu út í sjó við Santa Barbara í Kaliforníu. Atvikið varð öldungadeildarþingmanninum Gaylord Nelson innblástur að fyrsta Degi jarðar árið 1970.
- 1978 - Bandaríski raðmorðinginn Richard Chase var handtekinn.
- 1982 - Ítalskir sérsveitarmenn handtóku fimm meðlimi Rauðu herdeildanna í Padúu og frelsuðu bandaríska herforingjann James Lee Dozier sem samtökin héldu sem gísl.
- 1984 - Samtök um friðaruppeldi voru stofnuð í Norræna húsinu
- 1985 - Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns var stofnað.
- 1985 - Lagið „We Are the World“ var tekið upp í Hollywood af samtökunum USA for Africa.
- 1986 - Bandaríska geimskutlan Challenger sprakk skömmu eftir flugtak og fórust allir geimfararnir, 7 að tölu.
- 1995 - Hundruð þúsunda flúðu heimili sín þegar árnar Rínarfljót, Móselá, Main-fljót, Sieg, Meuse, Waal og Signa flæddu yfir bakka sína.
- 1998 - Byssumenn héldu 400 börnum í gíslingu í skóla í Manila á Filippseyjum.
- 1998 - Leikvangurinn Stade de France var opnaður í París.
- 1999 - Ford Motor Company keypti sænska bílaframleiðandann Volvo cars.
- 2003 - Nigergate-hneykslið: George W. Bush sagði frá því að CIA hefði undir höndum skjöl um meint kaup Saddam Hussein á rýrðu úrani frá Níger. Skjölin reyndust síðar vera fölsuð.
- 2011 - Arabíska vorið: Stjórn Egyptalands lokaði fyrir sendingar smáskilaboða og aðgang að Interneti um allt land.
- 2013 - EFTA-dómstóllinn felldi úrskurð sinn í máli ESA gegn Íslandi út af Icesave og sýknaði Ísland af öllum liðum ákærunnar og hafnaði öllum kröfum sem gerðar voru á hendur þjóðinni.
- 2016 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir zikaveirufaraldri.
- 2018 - Forsetakosningar voru haldnar í Finnlandi. Sauli Niinistö, sitjandi forseti, vann endurkjör í fyrstu umferð með rúm sextíu prósent atkvæða.
- 2019 – Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði kínverska tæknirisann Huawei fyrir svik.
Fædd
breyta- 1312 - Jóhanna 2. Navarradrottning (d. 1349).
- 1457 - Hinrik 7. Englandskonungur (d. 1509).
- 1600 - Klemens 9. páfi (d. 1669).
- 1608 - Giovanni Alfonso Borelli, ítalskur lífeðlisfræðingur (d. 1679).
- 1611 - Johannes Hevelius, pólskur borgarstjóri Gdańsk og kortagerðarmaður (d. 1687).
- 1768 - Friðrik 6. Danakonungur (d. 1839).
- 1784 - George Hamilton-Gordon, jarl af Aberdeen, breskur stjórnmálamaður (d. 1860).
- 1851 - Ólafur Briem, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1925).
- 1852 - Sigurður Jónsson í Ystafelli, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1926).
- 1865 - Kaarlo Juho Ståhlberg, fyrsti forseti Finnlands (d. 1952).
- 1912 - Jackson Pollock, bandarískur málari (d. 1956).
- 1915 - Nanna Ólafsdóttir, íslenskur sagnfræðingur (d. 1992).
- 1918 - Bob Hilliard, bandarískur textahöfundur (d. 1971).
- 1924 - Karl Guðmundsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari (d. 2012).
- 1930 - Þóra Hallgrímsson, íslensk athafnakona (d. 2020).
- 1935 - David Lodge, breskur rithöfundur.
- 1936 - Alan Alda, bandarískur rithöfundur, leikari og leikstjóri.
- 1955 - Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti.
- 1958 - Haraldur Gíslason, útvarpsmaður.
- 1961 - Arnaldur Indriðason, rithöfundur.
- 1962 - Guðmundur Haraldsson, íslenskur leikari.
- 1968 - DJ Muggs, bandarískur tónlistarmaður (Cypress Hill).
- 1972 - Bragi Guðmundsson, útvarpsmaður.
- 1972 - Amy Coney Barrett, bandarískur alríkisdómari.
- 1973 - Tomislav Marić, króatískur knattspyrnumaður.
- 1974 - Ty Olsson, kanadískur leikari.
- 1977 - Joey Fatone, bandarískur söngvari (*NSYNC).
- 1977 - Telma Ágústsdóttir, íslensk söngkona.
- 1978 - Gianluigi Buffon, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Jamie Carragher, enskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Papa Bouba Diop, senegalskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Nick Carter, bandarískur söngvari (Backstreet Boys).
- 1980 - Yasuhito Endo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Elijah Wood, bandarískur leikari.
- 1982 - Michael Guigou, franskur handknattleiksmaður.
- 1985 - Eduardo Aranda, paragvæskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Wan Zack Haikal, malasískur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 814 - Karlamagnús Frankakonungur (f. 747).
- 1271 - Ísabella af Aragóníu, Frakklandsdrottning (f. 1247).
- 1322 - Auðunn rauði, Hólabiskup (f. um 1250).
- 1547 - Hinrik 8. Englandskonungur (f. 1491).
- 1596 - Francis Drake lést úr blóðkreppusótt (f. 1540).
- 1613 - Thomas Bodley, enskur diplómat (f. 1545).
- 1621 - Páll 5. páfi (f. 1552).
- 1687 - Johannes Hevelius, pólskur borgarstjóri í Gdansk og kortagerðarmaður (f. 1611).
- 1859 - F. J. Robinson, vísigreifi af Goderich, breskur stjórnmálamaður (f. 1782).
- 1910 - Einar Baldvin Guðmundsson frá Hraunum, hreppstjóri, alþingismaður og dannebrogsmaður (f. 1841).
- 1939 - William Butler Yeats, írskt skáld (f. 1865).
- 1949 - Helgi Pjeturss, íslenskur jarðfræðingur (f. 1872).
- 1955 - Ernesto García, mexíkóskur stjórnmálamaður (f. 1884).
- 1996 - Joseph Brodsky, rússneskt skáld (f. 1940).
- 2002 - Astrid Lindgren, sænskur rithöfundur (f. 1907).
- 2018 - Þorsteinn frá Hamri, íslenskt skáld (f. 1938).
- 2020 - Sigurbergur Sigsteinsson, íslenskur íþróttamaður og -þjálfari (f. 1948).