Jarðskjálfti er titringur eða hristingur í skorpu jarðar. Upptök jarðskjálfta verða oftast á flekamótum eða flekaskilum. Við jarðskjálfta losnar spenna sem myndast vegna núnings milli jarðskorpufleka. Þessi spenna getur hafa verið að safnast upp í hundruð ára en losnar á einu augnabliki með fyrrgreindum afleiðingum.

Kort af skjálftamiðjum allra jarðskjálfta sem mældust á árunum 1963–1998


Einkenni

breyta

Á jörðu verða jarðskjálftar á hverjum degi, þó svo að við tökum ekkert eftir þeim. Þetta er mjög eðlilegt vegna jarðskorpuhreyfinga, einkum á mótum tveggja jarðskorpufleka. Meirihluti allra jarðskjálfta eru litlir og valda engu tjóni en aðrir eru stærri og í kjölfar þeirra geta fylgt margir smærri skjálftar, svokallaðir eftirskjálftar. Jarðskjálftum fylgir hinn kunnuglegi titringur auk þess sem sprungur geta komið í jörðina og mannvirki geta skemmst eða jafnvel hrunið, flóðbylgjur geta farið af stað og skriðuföll bæði í sjó og á landi geta farið af stað.

Flestum stórum skjálftum fylgja fyrirskjálftar og eftirskjálftar. Þetta er vegna spennunar sem byggist upp í skorpuflekanum og sú spenna hefur einmitt tilhneigingu til að hrinda af stað skjálftahrinu sem byggist upp af fyrir- og eftirskjálftum. Þar sem allir flekar tengjast saman utan um jörðina geta jarðskjálftar á einum stað hrundið af stað keðjuverkun sem hægt er að sjá um allan hnöttinn.

Manngerðir skjálftar

breyta

Jarðskjálftar geta orðið af manna völdum vegna sprenginga eða vökvabrots.

Sjá einnig

breyta

Nokkrir af jarðskjálftum 21. aldarinnar

breyta

Tenglar

breyta

Almennir tenglar

breyta

Vísindavefurinn

breyta
  • „Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?“. Vísindavefurinn.
  • „Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?“. Vísindavefurinn.
  • „Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?“. Vísindavefurinn.

Greinar úr blöðum

breyta
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.