Olukemi Olufunto Adegoke Badenoch, betur þekkt sem Kemi Badenoch, (f. 2. janúar 1980 í Wimbledon í London) er breskur kerfisfræðingur og stjórnmálamaður og núverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hún tók við leiðtogaembætti flokksins þann 2. nóvember 2024 eftir sigur sinn í leiðtogakjöri flokksins. Forveri hennar, Rishi Sunak, sagði af sér leiðtogi flokksins sumarið 2024, þegar flokkur hans tapaði þingkosningum í landinu.[1]

Kemi Badenoch leiðtogi breska Íhaldsflokksins
Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins

Kemi Badenoch fæddist í London þann 2. janúar 1980 en fluttist þaðan til Nígeríu, þar sem hún bjó fram á unglingsár, en um tíma bjó hún líka í Bandaríkjunum. Hún sneri aftur til Bretlands þegar hún var 16 ára gömul. Kemi er með tvöfalt ríkisfang, nígerískt og breskt.

Kemi fékk lögfræðigráðu árið 2009 og árið 2017 tók hún sæti á breska þinginu. Á árunum 2019 til 2022 gegndi hún ýmsum ráðherrastöðum í ríkisstjórn Bretlands, meðal annars ráðherra jafnréttismála.

Hún sagði af sér ráðherraembætti í ríkisstjórn Boris Johnson árið 2022 vegna hneykslismáls sem snerist um ákæru á hendur Chris Pincher, sem var einn af æðstu þingmönnum Íhaldsflokksins, en hann var ákærður fyrir kynferðisbrot.

Tilvísanir

breyta
  1. „Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins“. mbl.is. 2. nóvember 2024. Sótt 4. nóvember 2024.