30. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
30. nóvember er 334. dagur ársins (335. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 31 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1016 - Knútur mikli varð konungur Englands við lát Játmundar járnsíðu.
- 1406 - Gregoríus 12. (Angelo Correr) var kjörinn páfi.
- 1450 - Torfi Arason fékk riddarabréf hjá Kristjáni 1. Danakonungi.
- 1495 - Sænska setuliðið í kastalanum í Viborg sprengdi púðurtunnur svo rússneskir umsátursmenn hörfuðu.
- 1609 - Galileo Galilei gerði kort af Tunglinu með aðstoð sjónauka.
- 1612 - Sigur Breska Austur-Indíafélagsins yfir Portúgölum í orrustunni við Suvali við strendur Indlands markaði upphafið að endalokum einokunar Portúgala á verslum í Austur-Indíum.
- 1872 - Englendingar og Skotar gera markalaust jafntefli í fyrsta knattspyrnulandsleik sögunnar.
- 1878 - Þjóðsöngur Ástralíu, Advance Australia Fair, var fyrst fluttur í Sydney.
- 1886 - Tvö skip frá Reykjavík fórust í ofsaveðri og þrettán drukknuðu.
- 1916 - Goðafossstrandið 1916: Goðafoss strandaði í hríðarveðri við Straumnes fyrir norðan Aðalvík á Hornströndum. Skipið náðist ekki aftur á flot en mannbjörg varð. Skipið var ekki orðið tveggja ára er það strandaði.
- 1918 - Ásgeirsverslun á Ísafirði hætti starfsemi.
- 1939 - Vetrarstríðið hófst með því að Sovétríkin gerðu innrás í Finnland.
- 1943 - Hitaveita kom til Reykjavíkur frá Reykjum í Mosfellssveit og var fyrst tengt í Listasafn Einars Jónssonar.
- 1960 - Ungmennafélagið Stjarnan var stofnað í Garðabæ.
- 1965 - Íslenskir bankar keyptu Skarðsbók á uppboði í London, en hún var þá eina forníslenska handritið í heiminum í einkaeigu.
- 1966 - Ríkissjónvarpið frumsýndi skákskýringarþáttinn Í uppnámi en þátturinn var einn fyrsti sjónvarpsþátturinn sem framleiddur var á Íslandi.
- 1981 - Fulltrúar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hófu afvopnunarviðræður í Genf.
- 1982 - Metsöluplata Michael Jackson, Thriller, kom út.
- 1984 - Tamíltígrar hófu að myrða fólk af sinhalískum ættum á Srí Lanka.
- 1994 - Eldur kom upp í skemmtiferðaskipinu Achille Lauro sem sökk í kjölfarið við Horn Afríku. Tveir farþegar fórust en 980 var bjargað.
- 1995 - Javier Solana var skipaður yfirmaður NATO.
- 1999 - Samruna ExxonMobil lauk.
- 1999 - Mótmælin í Seattle 1999 gegn Alþjóðaviðskiptastofnuninni hófust.
- 1999 - Sænsku dagblöðin Aftonbladet, Dagens Nyheter, Expressen og Svenska Dagbladet tóku sig saman um að birta nöfn og myndir af 62 nýnasistum og vélhjólaklíkuforingjum.
- 1999 - Kjarnorkuverinu í Barsebäck í Svíþjóð var lokað.
- 2001 - Bandaríski raðmorðinginn Gary Ridgway var handtekinn.
- 2006 - Fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar.
- 2007 - Kárahnjúkavirkjun var gangsett við formlega athöfn.
- 2008 - 300 létust í átökum kristinna og múslima í Nígeríu.
- 2010 - Tilkynnt var hverjir hlutu kosningu til Stjórnlagaþings 2011
- 2013 - Tilkynnt var um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána, svokölluð skuldaleiðrétting verðtryggðra húsnæðislána almennings sem krafa hafði verið uppi um að eitthvað yrði gert í allt frá bankahruninu 2008.
- 2013 - Tölvuhakkari braust inn í tölvukerfi Vodafone Ísland og sótti þangað trúnaðargögn viðskiptavina Vodafone, þar með talin SMS-skilaboð, og setti á netið.
- 2015 - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015 hófst í París, Frakklandi.
- 2019 – Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, sagði af sér í kjölfar mannskæðra mótmæla í landinu.
- 2021 – Eyríkið Barbados lýsti yfir stofnun lýðveldis. Landstjórinn Sandra Mason varð fyrsti forseti landsins og tók við embætti þjóðhöfðingja af Elísabetu 2. Bretadrottningu.
- 2021 – Magdalena Andersson tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrst kvenna.
- 2024 - Alþingiskosningar fóru fram.
Fædd
breyta- 1427 - Kasimír 4. Jagiellon, konungur Póllands (d. 1492).
- 1466 - Andrea Doria, ítalskur herforingi (d. 1560).
- 1508 - Andrea Palladio, ítalskur arkitekt (d. 1580).
- 1667 - Jonathan Swift, írskur rithöfundur (d. 1745).
- 1699 - Kristján 6. Danakonungur (d. 1746).
- 1817 - Theodor Mommsen, þýskur fornfræðingur (d. 1903).
- 1835 - Mark Twain, bandarískur rithöfundur (d. 1910).
- 1868 - Haraldur Níelsson, íslenskur guðfræðingur (d. 1928).
- 1874 - Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands (d. 1965).
- 1876 - Ásgeir Jónsson frá Gottorp, íslenskur rithöfundur (d. 1963).
- 1881 - Hugh Marwick, orkneyskur málfræðingur (d. 1965).
- 1897 - José Pérez, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1920).
- 1911 - Shoichi Nishimura, japanskur knattspyrnumaður (d. 1998).
- 1937 - Ridley Scott, breskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1950 - Friðrik G. Olgeirsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 1952 - Henry Selick, bandarískur leikstjóri.
- 1960 - Gary Lineker, enskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Ben Stiller, bandarískur leikari.
- 1967 - Styrmir Sigurðsson, íslenskur leikstjóri.
- 1982 - Lauren Cohan, bandarísk leikkona.
- 1982 - Elisha Cuthbert, kanadísk leikkona.
- 1990 - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1990 - Magnus Carlsen, norskur stórmeistari í skák.
Dáin
breyta- 1016 - Játmundur járnsíða, Englandskonungur (f. 989).
- 1603 - William Gilbert, enskur vísindamaður (f. 1544).
- 1705 - Katrín af Braganza, Englandsdrottning, kona Karls 2. (f. 1638).
- 1718 - Karl 12. Svíakonungur (f. 1682).
- 1761 - John Dollond, enskur sjóntækjafræðingur (f. 1706).
- 1897 - Carl Richard Unger, norskur málfræðingur (f. 1817).
- 1900 - Oscar Wilde, írskt skáld (f. 1854).
- 1935 - Fernando Pessoa, portúgalskt ljóðskáld (f. 1888).
- 1957 - Beniamino Gigli, ítalskur tenórsöngvari (f. 1890).
- 1959 - Gísli Sveinsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1880).
- 1959 - Cayetano Saporiti, úrúgvæskur knattspyrnumarkvörður (f. 1887).
- 1984 - Jiro Miyake, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Emil Jónsson, forsætisráðherra Íslands (f. 1902).
- 2007 - J.L. Ackrill, enskur fornfræðingur (f. 1921).
- 2013 - Paul Walker, bandarískur leikari (f. 1973).
- 2018 - George H. W. Bush, Bandarikjaforseti (f. 1924).
- 2021 - Jón Sigurbjörnsson, íslenskur leikari (f. 1922).
- 2022 - Jiang Zemin, forseti Alþýðulýðveldisins Kína (f. 1926).