25. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
25. október er 298. dagur ársins (299. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 67 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1154 - Plantagenetættin komst til valda í Englandi þegar Hinrik 2. varð konungur Englands.
- 1187 - Alberto di Mora varð Gregoríus 8. páfi.
- 1241 - Selestínus 4. (Goffredo da Castiglione) var kjörinn páfi. Hann dó rúmum tveimur vikum síðar og það tók hálft annað ár að kjósa arftaka hans.
- 1415 - Englendingar sigruðu Frakka í orrustunni við Agincourt.
- 1495 - Manúel 1. tók við ríki í Portúgal.
- 1608 - Rúdolf 2. lét Matthíasi bróður sínum eftir ungversku krúnuna vegna þrýstings frá stéttaþinginu.
- 1852 - Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn og er hann elsti starfandi barnaskóli á Íslandi.
- 1854 - Krímstríðið: Orrustan við Balaclava fór fram.
- 1875 - Fyrsta borgaralega hjónavígslan á Íslandi fór fram í Vestmannaeyjum er sýslumaður þar fékk leyfi konungs til að gefa saman nokkra mormóna.
- 1914 - Fyrsta verkakvennafélag á Íslandi var stofnað þegar Kvenréttindafélag Íslands stóð að stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík.
- 1947 - Austurbæjarbíó var formlega opnað.
- 1959 - Seinni Alþingiskosningarnar voru haldnar þetta ár; þær fyrstu samkvæmt nýrri kjördæmaskipan.
- 1973 - Siglingasamband Íslands var stofnað af siglingafélögum í Reykjavík, Akureyri og Kópavogi.
- 1976 - Tónlistarfélagið Vísnavinir var stofnað í Reykjavík.
- 1983 - Urgent Fury-aðgerðin: Bandaríkjamenn hernámu Grenada.
- 1983 - Microsoft gaf út fyrstu útgáfu Word fyrir MS-DOS.
- 1994 - Andrew Wiles gaf út tvær stærðfræðilegar ritgerðir, sem endanlega sönnuðu síðustu reglu Fermats.
- 1996 - Gro Harlem Brundtland sagði af sér embætti forsætisráðherra í Noregi og Torbjørn Jagland tók við.
- 2001 - Microsoft sendi frá sér stýrikerfið Windows XP.
- 2007 - Fyrsta farþegaflug Airbus 380-farþegaþotunnar var flogið á milli Singapúr og Ástralíu.
- 2009 - 155 létust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Bagdad.
- 2010 - Yfir 400 fórust í jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir vesturströnd Súmötru.
- 2021 – Herinn í Súdan framdi valdarán gegn borgaralegri bráðabirgðastjórn landsins og handtók Abdalla Hamdok forsætisráðherra.
Fædd
breyta- 1759 - William Grenville, breskur stjórnmálamaður (d. 1834).
- 1825 - Johann Strauss II, austurrískt tónskáld (d. 1899).
- 1838 - Georges Bizet, franskt tónskáld (d. 1875).
- 1879 - Fritz Haarmann, þýskur raðmorðingi (d. 1925).
- 1881 - Pablo Picasso, spænskur listamaður (d. 1973).
- 1895 - Levi Eshkol, ísraelskur stjórnmálamaður (d. 1969).
- 1921 - Mikael Rúmeníukonungur (d. 2017).
- 1927 - Jorge Batlle, forseti Úrúgvæ.
- 1927 - Lawrence Kohlberg, bandarískur sálfræðingur, heimspekingur og menntunarfræðingur (d. 1987).
- 1927 - Ingibjörg Þorbergs, íslenskt tónskáld (d. 2019).
- 1928 - Peter Naur, danskur tölvunarfræðingur (d. 2016).
- 1932 - Oddur Björnsson, íslenskt leikskáld (d. 2011).
- 1942 - Egill Egilsson, íslenskur eðlisfræðingur (d. 2009).
- 1959 - Skúli Gautason, íslenskur leikari.
- 1965 - Þorsteinn Bachmann, íslenskur leikari.
- 1965 - Valdir Benedito, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1972 - Esther Duflo, fransk-bandarískur hagfræðingur.
- 1984 - Katy Perry, bandarísk söngkona.
- 1984 - María Lvova-Belova, rússnesk stjórnmálakona.
Dáin
breyta- 625 - Bonifasíus 5. páfi.
- 1047 - Magnús góði, Noregskonungur (f. 1024).
- 1154 - Stefán Englandskonungur (f. um 1096).
- 1359 – Beatrice af Kastilíu, drottning Portúgals (f. 1293).
- 1400 - Geoffrey Chaucer, enskt skáld og heimspekingur (f. um 1343).
- 1495 - Jóhann 2. Portúgalskonungur (f. 1455).
- 1647 - Evangelista Torricelli, ítalskur stærðfræðingur (f. 1608).
- 1733 - Giovanni Girolamo Saccheri, ítalskur jesúítaprestur og stærðfræðingur (f. 1667).
- 1908 - Lewis Campbell, breskur fornfræðingur (f. 1830).
- 1920 - Alexander Grikkjakonungur, dó úr blóðeitrun eftir að tveir apar bitu hann (f. 1893).
- 1936 - Kristján Níels Jónsson, Káinn, vesturíslenskt skáld (f. 1860).
- 1946 - Sveinbjörn Ásgeir Egilson, íslenskur sjómaður og rithöfundur (f. 1863).
- 1963 - Björn Þórðarson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1879).
- 1983 - Málfríður Einarsdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1899).
- 2013 - Marcia Wallace, bandarísk leikkona (f. 1942).