26. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
26. janúar er 26. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 339 dagar (340 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1340 - Játvarður 3. Englandskonungur var lýstur konungur Frakklands.
- 1531 - Jarðskjálfti skók Lissabon, þúsundir fórust.
- 1569 - Eiríkur 14. Svíakonungur var formlega settur af og Jóhann 3. útnefndur konungur Svíþjóðar.
- 1644 - Þingherinn sigraði konungssinna í orrustunni við Nantwich.
- 1666 - Frakkland sagði Englandi stríð á hendur til stuðnings Hollandi.
- 1679 - Svíar sömdu um frið við Heilaga rómverska ríkið í Nijmegen.
- 1699 - Pólsk-litháíska samveldið, Feneyjar og Austurríki gerðu Karlowitz-sáttmálann við Tyrkjaveldi þar sem Tyrkir létu eftir stóran hluta af löndum sínum í Austur-Evrópu og á Balkanskaga.
- 1736 - Stanislás 1. Póllandskonungur sagði af sér.
- 1785 - Benjamin Franklin skrifaði bréf til dóttur sinnar og lýsti vonbrigðum sínum með að skallaörninn skyldi vera valinn sem þjóðartákn Bandaríkjanna. Sjálfur vildi hann sjá villta kalkúninn.
- 1788 - Fyrsta nýlenda Evrópumanna í Ástralíu var stofnuð, fanganýlendan sem síðar hlaut nafnið Sydney.
- 1837 - Michigan var tekið inn sem 26. sambandsríki Bandaríkjanna.
- 1866 - Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi. Þá bjuggu þar 220 manns.
- 1894 - Hið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík.
- 1904 - Kvenfélagið Hringurinn var stofnað í Reykjavík.
- 1906 - Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík var stofnað.
- 1924 - Petrograd (Sankti Pétursborg) fékk nafnið Leníngrad.
- 1953 - Neytendasamtökin voru stofnuð á Íslandi.
- 1955 - Aftakaveður grandaði tveimur breskum togurum út af Vestfjörðum og fórust 40 menn af þeim. Togarinn Egill rauði strandaði undir Grænuhlíð og fórust 5 menn en 29 var bjargað.[1]
- 1956 - Guðrún Pálsdóttir, ekkja Héðins Valdimarssonar, gaf Dagsbrún bókasafn eiginmanns síns.
- 1965 - Hindí varð opinbert tungumál Indlands.
- 1970 - Handknattleiksfélag Kópavogs var stofnað.
- 1970 - Simon & Garfunkel sendu frá sér breiðskífuna Bridge Over Troubled Water.
- 1979 - Sjónvarpsþáttaröðin The Dukes of Hazzard hóf göngu sína á CBS.
- 1980 - Ísrael og Egyptaland tóku upp stjórnmálasamband.
- 1982 - Mauno Koivisto var kjörinn forseti Finnlands.
- 1983 - Lotus 1-2-3 kom út fyrir IBM PC-samhæfðar tölvur.
- 1988 - Söngleikurinn Óperudraugurinn hóf göngu sína á Broadway.
- 1991 - Borgarastyrjöldin í Sómalíu: Stjórn Siad Barre hrökklaðist frá völdum.
- 1992 - Boris Jeltsín tilkynnti að Rússland myndi hætta að beina kjarnavopnum á bandarískar borgir.
- 1993 - Václav Havel var kosinn fyrsti forseti Tékklands.
- 1998 - Lewinsky-hneykslið: Bill Clinton neitaði að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky.
- 1998 - Compaq keypti Digital Equipment Corporation.
- 2000 - World Wide Web Consortium (W3C) mælti með XHTML 1.0-staðlinum.
- 2001 - Þúsundir fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Gujarat á Indlandi.
- 2009 - Geir Haarde baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt.
- 2009 - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Hag réttaði yfir kongóska skæruliðaleiðtoganum Thomas Lubanga.
- 2010 - Bílasprengja sprakk við innanríkisráðuneytið í Bagdad með þeim afleiðingum að 17 létust.
- 2021 - Kaja Kallas varð forsætisráðherra Eistlands.
Fædd
breyta- 1592 - Shah Jahan, Mógúlkeisari (d. 1666).
- 1795 - Policarpa Salavarrieta, nýgrenadísk saumakona (d. 1817).
- 1811 - Robert Scott, textafræðingur (d. 1887).
- 1852 - Pierre Savorgnan de Brazza, ítalsk-franskur landkönnuður (d. 1905).
- 1862 - Ólafur Davíðsson, íslenskur þjóðfræðingur (d. 1903).
- 1867 - Þorsteinn Gíslason, íslenskt skáld (d. 1938).
- 1880 - Douglas MacArthur, bandarískur hershöfðingi (d. 1964).
- 1893 - Valtýr Stefánsson, íslenskur ritstjóri (d. 1963).
- 1904 - Seán MacBride, írskur stjórnmálamaður (d. 1988).
- 1918 - Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu (d. 1989).
- 1925 - Joan Leslie, bandarísk leikkona (d. 2015).
- 1925 - Paul Newman, bandarískur leikari (d. 2008).
- 1935 - Friðrik Ólafsson, íslenskur stórmeistari í skák.
- 1945 - Jeremy Rifkin, bandarískur félagsfræðingur.
- 1953 - Anders Fogh Rasmussen, danskur stjórnmálamaður.
- 1955 - Eddie Van Halen, hollenskur tónlistarmaður (d. 2020).
- 1958 - Ellen DeGeneres, bandarísk leikkona og uppistandari.
- 1961 - Wayne Gretzky, kanadískur íshokkíleikari.
- 1963 - José Mourinho, portúgalskur knattspyrnustjóri.
- 1963 - Andrew Ridgeley, breskur tónlistarmaður.
- 1965 - Kevin McCarthy, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1970 - Bjarni Benediktsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1971 - Aygun Kazimova, asersk söngkona.
- 1973 - Sólveig Arnarsdóttir, íslensk leikkona.
- 1973 - Brendan Rodgers, norðurírskur knattspyrnustjóri.
- 1987 - Gojko Kačar, serbneskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1188 - Eysteinn Erlendsson erkibiskup í Niðarósi.
- 1630 - Henry Briggs, enskur stærðfræðingur (f. 1556).
- 1697 - Georg Mohr, danskur stærðfræðingur (f. 1640).
- 1795 - Johann Christoph Friedrich Bach, þýskur tónsmíðandi (f. 1732).
- 1823 - Edward Jenner, enskur læknir (f. 1749).
- 1947 - Gústaf Adólf erfðaprins (f. 1906).
- 1979 - Nelson Rockefeller, ríkisstjóri New York og varaforseti Bandaríkjanna (f. 1908).
- 1979 - Bart McGhee, bandarískur knattspyrnumaður (f. 1899).
- 2009 - Sigurður Samúelsson, íslenskur hjartalæknir (f. 1911).
Hátíðis- og tyllidagar
breyta- Þjóðhátíðardagur Ástralíu