Fimleikar eru íþrótt sem felur í sér æfingar sem þarfnast styrks, liðleika, lipurðar, samhæfingar og jafnvægis. Á Íslandi eru fimleikar í gríðarlegri sókn og er nú svo komið að íþróttin er sú fjórða mest stundaða á Íslandi á eftir, knattspyrnu, golfi og hestaíþróttum. Fimleikar eru jafnframt næst mest stundaða íþrótt 16 ára og yngri og næst mest stundaða kvennaíþróttin.[1].

Fimleikum er stýrt af Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) og í Evrópu af Evrópska fimleikasambandinu (UEG).

Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Í Evrópu skiptast fimleikar í 7 aðalgreinar: Áhaldafimleika, Hópfimleika, Nútímafimleika, Trampolín, Þolfimi, Sýningarfimleika og Almenningsfimleika. Á Íslandi eru í dag stundaðar þrjár af þessum aðalgreinum: Áhaldafimleikar, Hópfimleikar og Almenningsfimleikar.

Í áhaldafimleikum er æfingar gerðar á mismunandi áhöldum. Þau eru gólf, stökk, kvennatvíslá, slá, karlatvíslá (samsíða), bogahestur, hringir og svifrá. Markmiðið er að gera eins flóknar æfingar og hægt er. Ekki má þó gera of flóknar æfingar því að maður verður að geta ráðið við þær til að geta gert fallegra. Fimleikar reyna því mikið á kraft, jafnvægi, fimi og að geta hugsað um margt í einu.

Þegar maður er að keppa er dómari sem gefur einkunn, sá vinnur sem fær hæstu einkunn. Gefið er einkunn fyrir erfiðaleikastig atriðsins og framkvæmd þess.

 
Íþróttaforkólfurinn Friedrich Ludwig Jahn.

Fimleikar byrjuðu sem æfing í forn Grikklandi, Spörtu og Aþenu. F.L. Jahn er talin vera faðir fimleikanna. Hann opnaði íþróttasvæði fyrir fimleika í Þýskalandi árið 1811 og það er talað um að saga fimleikanna hafi hafist þá. 5 árum seinna gaf hann út bókina Die deutsche Turnkunst (Þýska fimleikalistin). Jahn samdi hana með nemenda sínum E. Eiselen. Rétt fyrir 1900 breiddust fimleikar út til annarra landa í Evrópu. Fyrsta íþróttafélagið á Íslandi sem hægt var að æfa fimleika var Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) Sem var stofnað árið 1907. Fyrsta fimleikamót Íslands var haldið árið 1924 og það var hópfimleikamót og þar hlaut ÍR sigur. Fyrsta einstaklingsfimleikamótið var haldið 1927. Þá voru einungis karlar í fimleikum. Mót var haldið árlega þangað til 1938. Aftur var byrjað að halda mót árið 1968 og voru konur þá meðal þátttakenda.

Greinar

breyta

Almennir fimleikar

breyta

Þegar fólk byrjar að æfa fimleika byrjar það í almennum fimleikum og velur svo hvort það ætli í áhaldafimleika, hópfimleika eða þolfimi.

Áhaldafimleikar

breyta

Áhaldafimleikar skiptast eftir kyni í Áhaldafimleika Karla og Áhaldafimleika Kvenna. Karlar keppa á sex áhöldum: gólfi, bogahesti, hringjum, stökki, karlatvíslá (samsíða) og svifrá, á meðan konur keppa á fjórum áhöldum: stökki, kvennatvíslá, jafnvægisslá og á gólfi.

Á Íslandi er keppt eftir Íslenska fimleikastiganum sem getur tekið breytingum á milli ára.

Greinar í Áhaldafimleikum kvenna

breyta
Stökk
Í stökki hleypur keppandi eftir 25m hlaupabraut, stekkur á fjaðurbretti, setur hendurnar í hestinn og fer 1-2 heljarstökk með snúningum.
Kvennatvíslá
Keppandi gerir æfingar á tveim slám sem eru í ójafnri hæð frá gólfi.
Jafnvægisslá
Æfingin má taka allt að 90 sekúndur. Sláin er 125 cm frá gólfi, 500 cm að lengd og 10 cm breið.
Gólfæfingar
Æfingarnar eru framkvæmdar á gólfi sem er 12m x 12m. Gólfið er yfirleitt samansett þannig að efsta lag þess er fínofið teppi sem er lagt ofaná krossviðslag, þar undir eru svo harðir svampkubbar sem gera það að verkum að gólfið fjaðrar. Hver keppandi keppir í allt að 90 sekúndur eftir tónlist.á milli gerir keppandin seríur sem gilda mismikið

Greinar í Áhaldafimleikum karla

breyta
Gólfæfingar
Bogahestur
Hringir
Stökk
Karlatvíslá
Svifrá

Hópfimleikar

breyta

Í Hópfimleikum er keppt í Gólfæfingu, Trampolínstökki og á Fíberdýnu. Keppt er ýmist eftir Landsreglum eða Team gym reglum. Landsreglur eru reglur sem einungis eru notaðar hér á landi og meira svigrúm er fyrir keppendur að taka þátt í fleiri umferðum. Team gym reglur eru sam-evrópskar reglur UEG sem notaðar eru þegar lið eru að keppast um að komast á norðurlanda- og/eða evrópumót. Reglurnar þar eru örlítið strangari hvað varðar fjölda keppenda og val æfinga. Einnig er keppt eftir Team-gym reglum á evrópu- og norðurlandamótum. Í hópfimleikum er keppt í þrem flokkum: Kvennalið Karlalið og svo Mix-lið sem samanstendur af jafnmörgum keppendum af báðum kynjum. Árið 2006 kepptu fyrstu íslensku mix-liðin á Íslandi (Stjarnan/Björk og Ármann/Grótta)og fyrstu karlaliðin árið þar á eftir (Stjarnan og Ármann). Gerpla var unglingameistari árin 2005, 2006 og 2007.

Gólfæfing
Í dansi dansar allur hópurinn saman (6-20 keppendur í Landsreglum en 12 í Team gym reglum)og mikilvægt er að allir séu samtaka. Reglur eru um munstur, val æfinga, samsetningu og tónlist.
Trampolínstökk
Þar er stokkið af litlu trampolíni og gerðar eru kúnstir í loftinu, svo sem skrúfur eða heljarstökk. Í trampolíni er keppt í þremur umferðum, ein umferð án hests og ein á hesti og svo ein umferð annaðhvort á hesti eða ekki. Hámark keppenda er tíu og lágmark sex í hverri umferð í landsreglunum. Í Team-gym eru einungis sex keppendur í hverri umferð. Alltaf eru framkvæmdar þrjár umferðir. Í fyrstu umferð framkvæma allir sömu æfinguna en í annarri og þriðju umferð má skipta út keppendum og æfingarnar mega vera mismunandi en þó verða þær allar að vera úr sama flokki og með stíganda. Sama keppnisfyrirkomulag er á fíberdýnu og trampolín.
Fíberdýna
Á fíberdýnu er hámark keppenda tíu og lágmark sex eins er það á stökki. Á dýnu er hámark keppenda tíu og lágmark sex í hverri umferð í landsreglunum. Í Team-gym eru einungis sex keppendur í hverri umferð. Alltaf eru framkvæmdar þrjár umferðir. Í fyrstu umferð framkvæma allir keppendur sömu æfinguna. Í annarri og þriðju umferð má skipta út keppendum og æfingarnar meiga mismunandi en þó verða þær allar að vera úr sama flokki og með stíganda. En Það þarf að vera að minnsta kosti ein umferð fram og ein umferð afturábak, þriðja umferðin fram eða afturábak.

Allir keppendur þurfa að vera í eins göllum og snyrtilega greiddir. Dómarar geta dregið frá ef reglur um búninga eru brotnar.

Þolfimi

breyta

Magnús Scheving er frægasti þolfimimaður Íslendinga.

Heimildir

breyta
  • „Safnasvæðið á Akranesi - Saga keppnisgreinar“. Sótt 14. febrúar 2007.
  • ÍSÍ (2010). Tölfræðihefti.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. ÍSÍ 2010, bls. 1