1940
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1940 (MCMXL í rómverskum tölum)





Á Íslandi
breyta- 27. janúar - Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum var vígður við útför Einars Benediktssonar. Hann er enn sá eini sem fullvíst er að sé grafinn þar.
- 10. apríl - Alþingi fól ríkisstjórninni konungsvald eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Danmörku.
- 10. maí - Bretar hernámu Ísland.
- 17. júní - Aðalbygging Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík var vígð.
- 19. júní - Nýtt kvennablað kom fyrst út.
- 16. september - Tvö íslensk skip, Arinbjörn hersir og Snorri goði, björguðu um 400 manns af franska flutningaskipinu Asca, en það sökk á Írlandshafi eftir árás þýskrar flugvélar.
- 15. október - Strandferðaskipið Esja kom heim úr Petsamoförinni með 258 Íslendinga sem sóttir höfðu verið til Petsamo í Norður-Finnlandi en þeir höfðu orðið innlyksa í Danmörku við hernám Þjóðverja.
- 25. desember - Ungmennafélagið Leiknir stofnað á Fáskrúðsfirði.
- Akureyrarkirkja var vígð.
- Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson kom út.
- Lokabindi Heimsljóss eftir Halldór Laxness kom út.
- Eldey var friðuð.
- Raftækjaeinkasala ríkisins hætti starfsemi.
- Skátafélagið Víkingur var stofnað á Húsavík.
Fædd
breyta- 11. janúar - Örn Steinsen, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 2022)
- 5. febrúar - Jónas Kristjánsson, íslenskur blaðamaður og ritstjóri (d. 2018)
- 11. febrúar - Kári Jónasson, blaðamaður og ritstjóri.
- 20. mars - Valgarður Egilsson, íslenskur læknir og skáld (d. 2018)
- 22. ágúst - Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal.
- 31. ágúst - Jóhannes Jónsson, athafnamaður, kenndur við Bónus. (d. 2013)
- 16. september - Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður.
- 31. október - Pétur Einarsson, leikari.
- 31. október - Róska, listakona (d. 1996).
- 11. desember - Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur (d. 2010).
Dáin
breyta- 21. janúar - Einar Benediktsson, skáld (f. 1864).
- 16. mars - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri og kvenréttindafrömuður (f. 1856).
- 26. nóvember - Pétur Halldórsson, borgarstjóri Reykjavíkur (f. 1887).
Erlendis
breyta- 7. febrúar - Teiknimyndin Gosi var frumsýnd.
- 22. febrúar - 5 ára drengur, Tenzin Gyatso, var skipaður sem trúarleiðtogi Tíbeta; Dalaí Lama.
- 12. mars - Finnska vetrarstríðinu lauk með friðarsamningum í Moskvu.
- 9. apríl - Þjóðverjar hernámu Danmörku og gerðu innrás í Noreg. Vidkun Quisling lýsti því yfir að ríkisstjórn Noregs hefði flúið og hann tæki sjálfur við sem forsætisráðherra. Norðmenn sökktu þýska herskipinu Blücher við Oslóarfjörð sem gaf stjórn landsins meiri tíma til flótta.
- Apríl-maí - Katyn-fjöldamorðin: Sovétmenn myrtu 22.000 Pólverja í Katyn-skógi í Póllandi, skammt frá Smolensk..
- 12. apríl - Bretar hernámu Færeyjar.
- 10. maí - Þjóðverjar réðust inn í Holland, Belgíu og Frakkland. (Sjá Orrustan um Frakkland)
- 13. maí - Winston Churchill hélt ræðu í breska þinginu og sagði þar: „Ég hef ekkert að bjóða ykkur nema blóð, svita og tár.“
- 15. maí - Hollendingar gáfust upp.
- 15. maí - Fyrsti McDonald's-veitingastaðurinn var opnaður í San Bernardino í Kaliforníu.
- 17. maí - Brussel féll í hendur Þjóðverja.
- 20. maí - Auschwitz-útrýmingarbúðirnar voru opnaðar.
- 26. maí – 4. júní - Orrustan um Dunkerque milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar.
- 28. maí - Belgar gáfust upp.
- 7. júní - Hákon 7. Noregskonungur, Ólafur krónprins og norska ríkisstjórnin fóru frá Tromsø og dvöldust í útlegð í London til stríðsloka.
- 10. júní - Ítalir sögðu Frökkum og Bretum stríð á hendur.
- 10. júní - Norðmenn gáfust upp.
- 17. júní - Sovéski herinn réðist inn í Eistland, Lettland og Litáen.
- 21. júní - Frakkar gáfust upp fyrir Þjóðverjum.
- 1. júlí - Tacoma Narrows-brúin ein stærsta hengibrú heims opnaði. Hún hrundi í nóvember sama ár.
- 3. júlí - Bretar sökktu frönskum herskipum við Marokkó til að au myndu ekki falla í hendur Þjóðverja.
- 10. júlí -
- Orrustan um Bretland hófst. Loftárásir og stríð í lofti fóru fram.
- Þriðja franska lýðveldið leið undir lok og Vichy-stjórnin tók við.
- 3. ágúst til 6. ágúst - Eistland, Lettland og Litáen innlimuð í Sovétríkin.
- 25. ágúst - Breski flugherinn gerði loftárásir á Berlín.
- 7. september - Þýskar sprengjuflugvélar fóru að láta sprengjum rigna yfir London. Öflugar sprengjuárásir voru gerðar 57 nætur í röð.
- 9. september - Ítalía réðst inn í Egyptaland frá Líbýu.
- 12. september - Nokkur frönsk ungmenni uppgötvuðu 17.000 ára gömul hellamálverk í Lascaux-hellum.
- 25. september - Nasistar skipuðu Norðmanninn Vidkun Quisling, sem var hallur undir Nasista, í stjórn í Noregi.
- október til nóvember - Varsjárgettóið myndaðist.
- 28. október - Ítalir réðust inn í Grikkland en mættu harðri mótspyrnu.
- 5. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram. Franklin D. Roosevelt sitjandi forseti vann og gegndi 3. forsetatímabili sínu.
- 13. nóvember - Disney-teiknimyndin Fantasía var frumsýnd í stereóhljóði.
- 14. nóvember - 500 þýskar sprengjuflugvélar réðust á Coventry í Englandi og lögðu borgina í rúst.
- 14. desember - Plútóníum var einangrað í rannsóknarstofu.
- 29. desember - 136 þýskar sprengjufluvélar gerðu sprengjuárásir á London í því sem kallað var Annar bruninn mikli í London (Lundúnabruninn mikli var 1666 ).
- Vetrarólympíuleikarnir 1940 og Sumarólympíuleikarnir voru áætlaðir en fóru ekki fram.
Fædd
- 9. febrúar - J.M. Coetzee, suðurafrískur rithöfundur.
- 19. febrúar - Saparmyrat Nyýazow, forseti Túrkmenistan (d. 2006).
- 10. mars - Chuck Norris, bandarískur leikari.
- 26. mars - Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
- 26. mars - James Caan, bandarískur leikari.
- 28. mars - Luis Cubilla, úrúgvæskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 2013).
- 13. apríl - J.M.G. Le Clézio, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 16. apríl - Margrét Þórhildur, Danadrottning.
- 25. apríl - Al Pacino, bandarískur leikari.
- 26. apríl - Giorgio Moroder, ítalskt tónskáld.
- 24. maí - Joseph Brodsky, rússneskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1996).
- 2. júní - Konstantín 2. Grikkjakonungur (d. 2023).
- 7. júní - Tom Jones, velskur söngvari.
- 7. júlí - Ringo Starr, breskur trommuleikari og meðlimur Bítlanna.
- 29. júlí - Ole Lund Kirkegaard, danskur rithöfundur (d. 1979).
- 9. október - John Lennon, breskur tónlistarmaður og meðlimur Bítlanna (d. 1980).
- 14. október - Cliff Richard, breskur söngvari.
- 23. október - Pelé, brasilískur knattspyrnumaður.
- 22. nóvember - Terry Gilliam, bandarískur kvikmyndaleikstjóri og meðlimur Monty Python.
- 1. desember - Richard Pryor, bandarískur gamanleikari og uppistandari.
- 16. desember - Juan Carreño, mexíkóskur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 21. desember - Frank Zappa, bandarískur tónlistarmaður (d. 1993).
Dáin
breyta- 10. mars - Mikhail Bulgakov, rússneskur rithöfundur (f. 1891).
- 16. mars - Selma Lagerlöf, sænskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1858).
- 14. maí - Emma Goldman, litháísk-bandarískur anarkisti (f. 1869).
- 20. maí - Verner von Heidenstam sænskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1859)
- 29. júní - Paul Klee, svissneskur listmálari (f. 1879).
- 21. ágúst - Lev Trotskíj, úkraínskur bolsévíki og byltingarmaður (f. 1879).
- 9. nóvember - Neville Chamberlain, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1869).
- 21. desember - F. Scott Fitzgerald, bandarískur rithöfundur (f. 1896).
- Italo Balbo, ítalskur flugmaður og fasistaleiðtogi (f. 1896).
- Eðlisfræði - Voru ekki veitt þetta árið.
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið