Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024

Þann 18. desember um kl. 22:17 hófst eldgos við Sundhnúksgíga, austan við Svartsengi og norðan við Grindavík.

Mynd af gosinu
Gosið og Grindavík í bakgrunni
Eldgosið séð frá Garði kvöldið sem það hófst
Varnargarðar sem reistir voru við Svartsengi
Mynd af gosinu frá Ægisíðu í Reykjavík 18. desember

2023 breyta

Eldgos 18.-21. desember 2023 breyta

Tæpum 5 vikum áður var Grindavík rýmd vegna jarðskjálftahrinu sem hafði staðið frá því í október. Nokkrar skemmdir urðu á bænum og stórar sprungur aflöguðu hús og vegi og slitu lagnir. Talið var að kvikugangur væri undir bænum. Gangurinn teygði sig suðvestur/norðaustur um 15 kílómetra og náði út í sjó og norður yfir Sýlingafell.[1]

Ljóst var að gosið var stærst af þeim atburðum Fagradalsfjallselda frá 2021. Sprungan sem opnaðist var allt að 4 kílómetrar. Hraun vall í norðaustur og eftir sólarhring minnkaði sprungan í afmarkaðri virk svæði eða í tvo gíga.

Þann 21. desember sást engin virkni í gígunum.[2] Hraunið breiddi úr sér 3,5 ferkílómetra.

2024 breyta

Gosið 14. janúar.

Eldgos 14.-16. janúar 2024 breyta

Þann 14. janúar 2024 rétt fyrir klukkan 8 um morguninn opnaðist ný sprunga nálægt Hagafell,[3] og önnur minni innan varnargarða, alveg upp við byggðina í Grindavík. Hraunrennslið eyðilagði hið minnsta þrjú hús í bænum. Rafmagnslaust og heitavatnslaust varð í bænum. Gosvirkni varði ekki lengi og var engin virkni sjáanleg um klukkan eitt eftir miðnætti 16. janúar.

Eldgos 8.-9. febrúar 2024 breyta

Eldgosið 8. febrúar.

Um 30 mínútum eftir smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell kl. 5:30, hófst eldgos á sömu slóðum þann 8. febrúar.

Gosið var á sömu slóðum og gaus 18. desember og var sprungan um 3 km löng, frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Gosstrókarnir náðu um 50-80 m hæð og gosmökkurinn upp í um 3 km hæð. [4]

Eldgosið rauf Grindavíkurveg og hitaveitulögn sem þjónaði Suðurnesjum. Það breyttist tímabundið í lítið sprengigos þar sem það komst í grunnvatn.[5] Líkt og með síðustu gos á sömu slóðum minnkaði kraftur gossins þegar leið á fyrsta dag þess.

9. febrúar sást engin virkni í eftirstandandi gígum. [6]

Eldgos 16. mars- 2024 breyta

Klukkan 20:23 þann 16. mars hófst gos milli Stóra-Skógarfells og Hagafells. Sprungan var 3,5 kílómetra löng og rann hraun til vesturs og suður til Suðurstrandavegs. Varnargarðar beindu hrauninu frá Grindavík.

Á fimmta degi gossins hafði virknin einangrast í 7-8 gígum. [7] en í lok mars var einungis virkni í tveimur gígum. Hraunið fyllti Melhólsnámu þar sem sótt hafði verið efni í varnargarða. [8] Í byrjun apríl var virkni í einum gíg.

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. Þróun kvikugangs undir Grindavík Rúv, sótt 20/12 2023
  2. Gosinu við Sundhnúksgíga lokið Vísir, sótt 21/12
  3. Eldgos er hafið Vísir.is, 14/1 2024
  4. Eldgos hafið norðaustan við Sýlingarfell Veðurstofan 8. febrúar, 2024
  5. Ísleifsson, Hólmfríður Gísladóttir,Margrét Björk Jónsdóttir,Lovísa Arnardóttir,Atli (2. ágúst 2024). „Vaktin: Hraunið hefur náð Grinda­víkur­vegi - Vísir“. visir.is. Sótt 8. febrúar 2024.
  6. Engin merki um gosvirkni Vísir, 9/2 2024
  7. Töluverð kvikustrókavirkni enn í gangi Vísir, sótt 21/3 2024
  8. Slokknað í í syðsta og minnsta gígnum... Vísir, 31/3 2024