Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sigríður Hrönn Elíasdóttir (6. ágúst 1959 - 5. október 2024) var sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar Súðavíkur á árunum 1988-1995.[1] Hún varð landsþekkt í starfi sínu sem sveitarstjóri í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík.[2][3]

Sigríður Hrönn Elíasdóttir
Fædd6. ágúst 1959(1959-08-06)
Reykjavík, Ísland
Dáin5. október 2024 (65 ára)
Börn2

Veikindi

breyta

Ári eft­ir snjóflóðin greind­ist Sig­ríður með MS-sjúk­dóm­inn en að mati lækna mátti rekja veikindin til mik­ils álags eft­ir snjóflóðin. Hún náði aldrei bata en lærði að lifa með sjúkdómnum. Haustið 2019 veiktist hún aftur og greindist með MND sjúkdóminn. Sigríður lést í október 2024 eftir baráttu við sjúkdóminn.[4]

Heimildir

breyta
  1. Aðalsteinn Kjartansson; Helgi Seljan (5. apríl 2023). „„Gerði þetta upp eftir bestu samvisku". Heimildin. Sótt 9. október 2024.
  2. „Andlát: Sigríður Hrönn Elíasdóttir“. Morgunblaðið. 9. október 2024. Sótt 9. október 2024.
  3. Björn Þór Sigurbjörnsson (15. janúar 2005). „Andlát: Sigríður Hrönn Elíasdóttir“. Fréttablaðið. bls. 25. Sótt 9. október 2024 – gegnum Tímarit.is. 
  4. Atli Ísleifsson (9. október 2024). „Sig­ríður Hrönn Elías­dóttir er látin“. Vísir.is. Sótt 9. október 2024.