Sigríður Hrönn Elíasdóttir
Sigríður Hrönn Elíasdóttir (6. ágúst 1959 - 5. október 2024) var sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar Súðavíkur á árunum 1988-1995.[1] Hún varð landsþekkt í starfi sínu sem sveitarstjóri í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík.[2][3]
Sigríður Hrönn Elíasdóttir | |
---|---|
Fædd | 6. ágúst 1959 Reykjavík, Ísland |
Dáin | 5. október 2024 (65 ára) |
Börn | 2 |
Veikindi
breytaÁri eftir snjóflóðin greindist Sigríður með MS-sjúkdóminn en að mati lækna mátti rekja veikindin til mikils álags eftir snjóflóðin. Hún náði aldrei bata en lærði að lifa með sjúkdómnum. Haustið 2019 veiktist hún aftur og greindist með MND sjúkdóminn. Sigríður lést í október 2024 eftir baráttu við sjúkdóminn.[4]
Heimildir
breyta- ↑ Aðalsteinn Kjartansson; Helgi Seljan (5. apríl 2023). „„Gerði þetta upp eftir bestu samvisku"“. Heimildin. Sótt 9. október 2024.
- ↑ „Andlát: Sigríður Hrönn Elíasdóttir“. Morgunblaðið. 9. október 2024. Sótt 9. október 2024.
- ↑ Björn Þór Sigurbjörnsson (15. janúar 2005). „Andlát: Sigríður Hrönn Elíasdóttir“. Fréttablaðið. bls. 25. Sótt 9. október 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Atli Ísleifsson (9. október 2024). „Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin“. Vísir.is. Sótt 9. október 2024.