20. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
20. apríl er 110. dagur ársins (111. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 255 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1303 - Háskólinn í Róm var stofnaður af Bónifasíusi 8. páfa.
- 1378 - Frönsku kardínálarnir ásamt fleirum sem voru óánægðir með kjör Úrbanusar 6. og afstöðu hans kusu Klemens 7. sem mótpáfa. Hann settist að í Avignon og kaþólska kirkjan var klofin næstu áratugina.
- 1593 - Ari Magnússon fékk sýsluvöld í Barðastrandarsýslu og umboð konungsjarða.
- 1602 - Einokunarverslun Dana hófst á Íslandi með því að konungur veitti borgurum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri einkarétt til verslunar á Íslandi.
- 1608 - Viskýframleiðandinn Bushmills á Norður-Írlandi fékk leyfi til viskýframleiðslu frá Jakobi Englandskonungi.
- 1653 - Oliver Cromwell leysti Langa þingið upp.
- 1657 - Robert Blake sigraði spænska silfurflotann við Santa Cruz de Tenerife.
- 1706 - Miklir jarðskjálftar riðu yfir á Suðurlandi og féllu 24 bæir til grunna í Ölfusi og Flóa. Ein gömul kona lést á Kotferju en manntjón varð ekki víðar.
- 1740 - Sunnefumál: Upp kom sakamál í Múlaþingi þar sem systkini voru ákærð fyrir að eiga barn saman.
- 1821 - Mönguvetur dró nafnið af því að þennan dag komu skipbrotsmenn af hvalveiðiskipinu Margréti að landi á Þangskála á Skaga eftir mikla hrakninga í ís norðan við land.
- 1912 - Fenway Park var opnaður í Boston.
- 1916 - Víðavangshlaup ÍR fór fram í fyrsta sinn en það hefur verið árviss viðburður síðan á sumardaginn fyrsta.
- 1920 - Sumarólympíuleikarnir voru settir í Antwerpen í Belgíu.
- 1925 - Kastrupflugvöllur í Danmörku var vígður.
- 1928 - Mæðrastyrksnefnd var stofnuð í Reykjavík.
- 1930 - Stóra bomba: Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, vék Helga Tómassyni, yfirlækni á Kleppi úr starfi.
- 1950 - Þjóðleikhúsið var vígt í Reykjavík.
- 1964 - Breska sjónvarpsstöðin BBC Two hóf útsendingar.
- 1968 - Pierre Elliott Trudeau var kosinn fimmtándi forsætisráðherra Kanada.
- 1969 - Þjórsárdalsför: Skúli Thoroddsen læknir skoraði Bretadrottningu á hólm.
- 1972 - Ásatrúarfélagið var stofnað á Íslandi.
- 1977 - Boris Spasskíj vann Vlastimil Hort í skákeinvígi þeirra, sem haldið var í Reykjavík.
- 1978 - Sænska þingið samþykkti breytingar á erfðalögum sem gerði Viktoríu að krónprinsessu.
- 1979 - Norðuramerísk mýrarkanína réðist á Jimmy Carter þar sem hann var á fiskveiðum í Georgíu.
- 1986 - Um 400 manns létust þegar yfirfullri ferju hvolfdi í Bangladess.
- 1991 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. Fleiri listar voru í framboði en nokkru sinni, eða 11 listar alls.
- 1992 - Heimssýningin í Sevilla var opnuð.
- 1994 - Paul Touvier varð fyrsti Frakkinn sem dæmdur var fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa fyrirskipað aftöku 7 gyðinga undir Vichy-stjórninni í Frakklandi á stríðsárunum.
- 1998 - Þýsku hryðjuverkasamtökin Rote Armee Fraktion voru leyst upp (að talið er).
- 1999 - Columbine-fjöldamorðin: Tveir nemendur Columbine-menntaskólans skutu 13 skólafélaga sína til bana og særðu 24 aðra en frömdu síðan sjálfsmorð.
- 2006 - RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science) tók formlega til starfa á Akureyri, sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2006.
- 2008 - Benedikt 16. páfi heimsótti Ground Zero í New York-borg.
- 2010 - Sprenging í olíuborpallinum Deepwater Horizon í Mexíkóflóa olli olíuleka sem stórskaðaði vistkerfi flóans.
- 2017 - Hryðjuverkaárásin á Champs-Élysées: Kharim Cheurfi réðist á lögreglumenn og þýska ferðakonu með AK-47-árásarriffli.
- 2020 – Hráolíuverð náði sögulegu lágmarki vegna faraldursins og verð á West Texas Intermediate-hráolíu varð neikvætt.
- 2020 – Benjamin Netanyahu og Benny Gantz samþykktu að mynda þjóðstjórn í Ísrael og binda þannig enda á langa stjórnarkreppu.
- 2021 - Forseti Tjad, Idriss Déby, lést í átökum við uppreisnarmenn eftir 30 ára valdatíð. Herforingjastjórn tók við völdum.
- 2021 - Lögreglumaðurinn Derek Chauvin var dæmdur sekur fyrir morðið á George Floyd í Minneapolis.
- 2022 - José Ramos-Horta var kjörinn forseti Austur-Tímor.
- 2023 - Edda (Hús íslenskra fræða) var opnað almenningi.
Fædd
breyta- 1494 - Johannes Agricola, þýskur siðaskiptamaður (d. 1566).
- 1633 - Go-Komyo, Japanskeisari (d. 1654).
- 1808 - Napóleon 3., Frakkakeisari (d. 1873).
- 1889 - Adolf Hitler, einræðisherra í Þýskalandi (d. 1945).
- 1893 – Harold Lloyd, bandarískur leikari (d. 1971).
- 1893 – Joan Miró, spænskur málari (d. 1983).
- 1933 - Auður Þorbergsdóttir, íslenskur dómari (d. 2023).
- 1937 - George Takei, bandarískur leikari.
- 1939 - Gro Harlem Brundtland, norskur stjórnmálamaður.
- 1941 – Ryan O'Neal, bandarískur leikari.
- 1942 – Arto Paasilinna, finnskur rithöfundur.
- 1947 - Björn Skifs, sænskur söngvari.
- 1949 - Massimo D'Alema, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1949 – Jessica Lange, bandarísk leikkona.
- 1951 – Luther Vandross, bandarískur söngvari (d. 2005).
- 1952 - Vilhjálmur Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Sigurður Ingi Jóhannsson, íslenskur stjórnmálamaður og dýralæknir.
- 1964 – Andy Serkis, enskur leikari.
- 1965 - Bernardo Fernandes da Silva, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1966 - David Chalmers, ástralskur heimspekingur.
- 1969 - Geir Björklund, norskur ritstjóri.
- 1970 - Shemar Moore, bandarískur leikari.
- 1972 - Carmen Electra, bandarísk leikkona.
- 1973 - Toshihide Saito, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Shay Given, írskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Heiða Kristín Helgadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1994 - Stefán Karel Torfason, fyrrum íslenskur körfuboltamaður.
Dáin
breyta- 1314 – Klemens 5. páfi (f. 1264).
- 1812 - George Clinton, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1739).
- 1912 – Bram Stoker, írskur rithöfundur (f. 1847).
- 1947 – Kristján 10. Danakonungur (f. 1870).
- 1951 - Ivanoe Bonomi, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1873).
- 1996 – Christopher Robin Milne, sonur rithöfundarins A.A. Milne og eigandi Bangsímons (f. 1920).
- 2012 - Ásgeir Þór Davíðsson, íslenskur athafnamaður (f. 1950).
- 2018 - Avicii, sænskur tónlistarmaður og plötusnúður (f. 1989).