Taye Atske Selassie
Taye Atske Selassie Amde (amharíska: ታዬ አጽቀሥላሴ, f. 13. janúar 1956)[1] er eþíópískur erindreki og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Eþíópíu frá 7. október 2024.[2][3][4] Hann hefur mörgum sinnum unnið sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum.[5] Áður en hann tók við forsetaembætti var Taye utanríkisráðherra Eþíópíu.
Taye Atske Selassie | |
---|---|
ታዬ አጽቀሥላሴ | |
Forseti Eþíópíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 7. október 2024 | |
Forsætisráðherra | Abiy Ahmed |
Forveri | Sahle-Work Zewde |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 13. janúar 1956 Debarq, Eþíópíu |
Þjóðerni | Eþíópískur |
Háskóli | Háskólinn í Addis Ababa Háskólinn í Lancaster |
Æska og menntun
breytaTaye fæddist í Debarq í Gondar í Begemder-héraði. Hann lauk námi við Háskólann í Addis Ababa og Háskólann í Lancaster í stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum og herkænskufræði.[6]
Ferill í erindrekstri
breytaTaye hefur unnið sem fastafulltrúi Eþíópíu hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018.[7][8] Áður en hann hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var Taye aðalræðismaður Eþíópíu í Los Angeles og hafði gegnt mikilvægum embættum í alþjóðasamskiptum landsins í Washington, D.C. og Stokkhólmi, auk þess sem hann hafði verið sendiherra Eþíópíu í Egyptalandi.[9] Þann 18. janúar 2023 var Taye útnefndur ráðgjafi forsætisráðherra Eþíópíu í utanríkismálum.[10]
Þann 8. febrúar 2024 tók Taye við af Demeke Mekonnen sem utanríkisráðherra Eþíópíu eftir afsögn Demeke þann 26. janúar.[3]
Forsetatíð
breytaÞann 7. október 2024 var Taye skyndilega útnefndur forseti Eþíópíu. Hann tók við af Sahle-Work Zewde, sem lét af embætti undir kringumstæðum sem deilt hefur verið um. Taye tók við embættinu á tíma mikilla áskorana í utanríkismálum Eþíópíu og átaka innanlands.[11][12]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Le nouveau Représentant permanent de l'Éthiopie auprès des Nations Unies présente ses lettres de créance“. Sameinuðu þjóðirnar. 10. september 2018. Sótt 8. október 2024.
- ↑ „H.E. Ambassador Taye Atske Selassie, is appointed as the new Foreign Minister of the Federal Democratic Republic of Ethiopia“. Embassy of Ethiopia (bandarísk enska). 8. febrúar 2024. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 febrúar 2024. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ 3,0 3,1 „Ethiopia's Spy Chief Appointed as Deputy Prime Minister, Taye Atske Selassie Takes Foreign Minister Role“. Borkena Ethiopian News (bandarísk enska). 8. febrúar 2024. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „Ethiopia Appoints Amb. Taye Atske Selassie as Foreign Minister“. ebc.et. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „H.E. Mr. Taye Atske Selassie Amde Ambassador“ (PDF). 13. mars 2024.
- ↑ „Ambassador Taye Atske Selassie Faces Ethiopia-Somalia Relations as First Assignment“. Addis Insight (bandarísk enska). 8. febrúar 2024. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „New Permanent Representative of Ethiopia Presents Credentials“. press.un.org. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „Amde, Taye Atske Selassie“, International Year Book and Statesmen's Who's Who (enska), Brill, sótt 13. mars 2024
- ↑ „Consulate General in Los Angeles hosts Business to Government Pre-Investment Virtual Meeting in West Coast of USA (May 21, 2021)“. Embassy of Ethiopia (bandarísk enska). 21. maí 2021. Sótt 13. mars 2024.
- ↑ „PM Abiy Ahmed announces new appointments to high level positions“. Welcome to Fana Broadcasting Corporate S.C (bandarísk enska). 20. janúar 2023. Sótt 9. nóvember 2024.
- ↑ „Ethiopia Lawmakers Vote Taye as New President in Surprise Move“. Bloomberg.com (enska). 7. október 2024. Sótt 7. október 2024.
- ↑ „Taye Atske Selassie Elected New President of Ethiopia“. News Central Africa. 7. október 2024. Sótt 7. október 2024.
Fyrirrennari: Sahle-Work Zewde |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |