1951
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1951 (MCMLI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breytaAtburðir
breyta- 31. janúar - Glitfaxaslysið: Eitt mannskæðasta flugslys íslandssögunnar varð þegar flugvélin Glitfaxi brotlenti á Reykjavíkurflugvelli með þeim afleiðingum að 20 fórust.
- maí - Skógræktarfélag Reykjavíkur hóf uppgræðslu og skógrækt í Öskjuhlíð og Elliðaárdal stuttu síðar.
- 5. maí - Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður.
- 6. júní - Þjóðleikhúskjallarinn var opnaður.
- 29. júní - Ungmenna og íþróttasamband Ólafsfjarðar var stofnað.
- 23. júlí - Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð.
- Júlí - Framkvæmdir hófust við gerð Akureyrarflugvallar.
- Nóvember - Armed Forces Radio and Television Service Keflavik eða Kanaútvarpið hóf útsendingar.
- 3. nóvember - Kvikmyndin Niðursetningurinn var frumsýnd.
- 25. desember - Körfuknattleiksfélagið Gosi var stofnað.
- Þjóðvarnarfélagið var lagt niður.
- Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna voru stofnuð.
- Tímaritið Heima er bezt kom fyrst út.
- Fimleikafélagið Björk var stofnað.
- Óslóartréð: Norðmenn færðu Íslendingum að gjöf jólatré fyrst.
Fædd
- 8. apríl - Geir H. Haarde, stjórnmálamaður.
- 21. desember - Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar
Dáin
- 7. júlí - Steingrímur Arason - Kennari og þýðandi barnabóka.
Erlendis
breytaAtburðir
breyta- 4. janúar - Kóreustríðið: Kínverjar og Norður-Kóreumenn náðu yfirráðum yfir Seúl í annað skipti.
- 21. janúar - Lamington-fjall á Papúa Nýju-Gíneu gaus með eim afleiðingum að um 3.000 létust.
- 1. febrúar - Nepalska byltingin leiddi til lýðræðislegra kosninga.
- 19. febrúar - Jean Lee varð síðast konan sem var hengd opinberlega í Ástralíu.
- 2. mars - Fyrsti NBA-stjörnuleikurinn var spilaður í Boston Garden.
- 29. mars -
- Rosenberg-hjónin voru dæmd til dauða í Bandaríkjunum fyrir njósnir fyrir Sovétmenn.
- Kvikmyndin Allt um Evu hlaut óskarsverðlaun sem besta myndin og alls 6 verðlaun.
- 11. apríl - Bandaríkjaforseti setti hershöfðingjann Douglas MacArthur af í Kóreustríðinu. MacArthur hafði m.a. stungið upp á notkun kjarnavopna.
- 20. júlí - Abdúlla 1. Jórdaníukonungur var ráðinn af dögum af Palestínumanni.
- 8. september - Bandaríkin og Japan skrifuðu undir samning um viðveru bandaríkjahers í Japan til lengri tíma.
- 9. september - Kommúnistaher Kína réðst inn í Lhasa í Tíbet.
- 20. september - Tyrkland og Grikkland gengu í NATÓ.
- 16. október - Forsætisráðherra Pakistans, Liaquat Ali Khan, var ráðinn af dögum.
- 26. október - Winston Churchill var endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands.
- 2. nóvember - 6000 breskum hermönnum var flogið til Súesskurðsins til að bæla niður ófrið.
- 11. nóvember - Juan Perón var endurkjörinn forseti Argentínu.
- 24. desember - Líbía hlaut sjálfstæði frá Ítalíu.
- 31. desember - Marshall-áætlunin tekur enda. 13.3 milljarði bandaríkjadala var varið til að endurbyggja Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld.
- Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna opnuðu.
- Alþjóðasamband jafnaðarmanna var stofnað.
Fædd
- 20. febrúar - Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
- 29. september - Michelle Bachelet, forseti Chile.
Dáin
- 19. febrúar - André Gide, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1869).