Skoski þjóðarflokkurinn
Skoski þjóðarflokkurinn (enska: Scottish National Party, gelíska: Pàrtaidh Nàiseanta na h-Alba, skoska: Scots Naitional Pairtie, skammstafað sem SNP) er skoskur stjórnmálaflokkur sem hefur sjálfstæði Skotlands að leiðarljósi. Stefna flokksins er jafnaðarstefna. Skoski þjóðarflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn í Skotlandi hvað varðar meðlimi, þingmenn og bæjarfulltrúa. Skoski þjóðarflokkurinn var stofnaður árið 1934 og hefur haft stöðugt fulltrúa í Breska þinginu í Westminster frá sigri Winnies Ewings árið 1967.
Skoski þjóðarflokkurinn Scottish National Party Pàrtaidh Nàiseanta na h-Alba Scots Naitional Pairtie | |
---|---|
![]() | |
Leiðtogi | John Swinney |
Varaleiðtogi | Keith Brown |
Þingflokksformaður | Stephen Flynn |
Stofnár | 1934 |
Höfuðstöðvar | Edinborg, Skotlandi |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Sjálfstæði Skotlands, jafnaðarstefna, Evrópuhyggja |
Einkennislitur | Gulur |
Skoska þingið | ![]() |
Neðri deild breska þingsins (skosk sæti) | ![]() |
Vefsíða | www |
Við stofnun Skoska þingsins árið 1999 varð Skoski þjóðarflokkurinn annar stærsti flokkur í löggjafarþinginu og var aðal stjórnarandstöðuflokkurinn í tvö kjörtímabil. Í kosningunum 1997 vann flokkurinn flestu sætin í Skoska þinginu í fyrsta skipti og myndaði minnihlutaríkisstjórn með Alex Salmond við stjórnvölinn sem æðsti ráðherra Skotlands. Í kosningunum 2011 hlaut Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur og varð fyrsti flokkurinn til að mynda meirahlutarstjórn frá stofnun Skoska þingsins. Núverandi leiðtogi flokksins og æðsti ráðherra er John Swinney.
Eins og er á Skoski þjóðarflokkurinn 9 af 59 skoskum sætum í Breska þinginu. Flokkurinn er sá stærsti í Skotlandi, en meðlimir hans eru um 127.000, eða um 2% Skota.
Gengi í kosningum
breytaSkoska þingið
breytaKosningar[1] | Leiðtogi | Kjördæmasæti | Héraðasæti | Þingsæti alls | ± | Sæti | Stjórnarþátttaka | ||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Atvæði | % | Þingsæti | Atkvæði | % | Þingsæti | ||||||
1999 | Alex Salmond | 672.768 | 28,7 | 7 / 73
|
638.644 | 27,3 | 28 / 56
|
35 / 129
|
2. | Stjórnarandstaða | |
2003 | John Swinney | 455.722 | 23,7 | 9 / 73
|
399.659 | 20,9 | 18 / 56
|
27 / 129
|
8 | 2. | Stjórnarandstaða |
2007 | Alex Salmond | 664.227 | 32,9 | 21 / 73
|
633.611 | 31,0 | 26 / 56
|
47 / 129
|
20 | 1. | Minnihlutastjórn |
2011 | 902.915 | 45,4 | 53 / 73
|
876.421 | 44,0 | 16 / 56
|
69 / 129
|
22 | 1. | Meirihlutastjórn | |
2016 | Nicola Sturgeon | 1.059.898 | 46,5 | 59 / 73
|
953.587 | 41,7 | 4 / 56
|
63 / 129
|
6 | 1. | Minnihlutastjórn |
2021 | 1.291.204 | 47,7 | 62 / 73
|
1.094.374 | 40,3 | 2 / 56
|
64 / 129
|
1 | 1. | Minnihlutastjórn |
Tilvísanir
breyta- ↑ „The Scottish National Party“. Historylearningsite.co.uk. 30. mars 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2010. Sótt 20 apríl 2010.