Skoski þjóðarflokkurinn

Skoski þjóðarflokkurinn (enska: Scottish National Party, gelíska: Pàrtaidh Nàiseanta na h-Alba, skoska: Scots Naitional Pairtie, skammstafað sem SNP) er skoskur stjórnmálaflokkur sem hefur sjálfstæði Skotlands að leiðarljósi. Stefna flokksins er jafnaðarstefna. Skoski þjóðarflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn í Skotlandi hvað varðar meðlimi, þingmenn og bæjarfulltrúa. Skoski þjóðarflokkurinn var stofnaður árið 1934 og hefur haft stöðugt fulltrúa í Breska þinginu í Westminster frá sigri Winnies Ewings árið 1967.

Skoski þjóðarflokkurinn
Scottish National Party
Pàrtaidh Nàiseanta na h-Alba
Scots Naitional Pairtie
Leiðtogi John Swinney
Varaleiðtogi Keith Brown
Þingflokksformaður Stephen Flynn
Stofnár 1934
Höfuðstöðvar Edinborg, Skotlandi
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Sjálfstæði Skotlands, jafnaðarstefna, Evrópuhyggja
Einkennislitur Gulur
Skoska þingið
Neðri deild breska þingsins (skosk sæti)
Vefsíða www.snp.org

Við stofnun Skoska þingsins árið 1999 varð Skoski þjóðarflokkurinn annar stærsti flokkur í löggjafarþinginu og var aðal stjórnarandstöðuflokkurinn í tvö kjörtímabil. Í kosningunum 1997 vann flokkurinn flestu sætin í Skoska þinginu í fyrsta skipti og myndaði minnihlutaríkisstjórn með Alex Salmond við stjórnvölinn sem æðsti ráðherra Skotlands. Í kosningunum 2011 hlaut Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur og varð fyrsti flokkurinn til að mynda meirahlutarstjórn frá stofnun Skoska þingsins. Núverandi leiðtogi flokksins og æðsti ráðherra er John Swinney.

Eins og er á Skoski þjóðarflokkurinn 9 af 59 skoskum sætum í Breska þinginu. Flokkurinn er sá stærsti í Skotlandi, en meðlimir hans eru um 127.000, eða um 2% Skota.

Gengi í kosningum

breyta

Skoska þingið

breyta
Kosningar[1] Leiðtogi Kjördæmasæti Héraðasæti Þingsæti alls ± Sæti Stjórnarþátttaka
Atvæði % Þingsæti Atkvæði % Þingsæti
1999 Alex Salmond 672.768 28,7
7 / 73
638.644 27,3
28 / 56
35 / 129
 2. Stjórnarandstaða
2003 John Swinney 455.722 23,7
9 / 73
399.659 20,9
18 / 56
27 / 129
  8  2. Stjórnarandstaða
2007 Alex Salmond 664.227 32,9
21 / 73
633.611 31,0
26 / 56
47 / 129
  20   1. Minnihlutastjórn
2011 902.915 45,4
53 / 73
876.421 44,0
16 / 56
69 / 129
  22  1. Meirihlutastjórn
2016 Nicola Sturgeon 1.059.898 46,5
59 / 73
953.587 41,7
4 / 56
63 / 129
  6  1. Minnihlutastjórn
2021 1.291.204 47,7
62 / 73
1.094.374 40,3
2 / 56
64 / 129
  1  1. Minnihlutastjórn

Tilvísanir

breyta
  1. „The Scottish National Party“. Historylearningsite.co.uk. 30. mars 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2010. Sótt 20 apríl 2010.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.