Ekki rugla saman við sögulega héraðið Moldavíu.

Moldóva er landlukt land í Austur-Evrópu með landamæriRúmeníu til vesturs og Úkraínu til norðurs, austurs og suðurs. Í landinu búa um 3,5 milljónir manna og stærð þess nemur um þriðjungi Íslands. Höfuðborgin heitir Kisínev (ritað Chișinău á rúmensku). Tveir þriðju landsmanna tala rúmensku sem er opinbert tungumál landsins.

Republica Moldova
Fáni Moldóvu Skjaldarmerki Moldóvu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Limba Noastră
Staðsetning Moldóvu
Höfuðborg Kisínev
Opinbert tungumál rúmenska, rússneska, úkraínska, gagauzíska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Maia Sandu
Forsætisráðherra Natalia Gavrilița
Sjálfstæði
 - Frá Sovétríkjunum 27. ágúst 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
138. sæti
33.843 km²
1,4
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
132. sæti
3.153.731
98/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 14,884 millj. dala (140. sæti)
 - Á mann 4.186 dalir (137. sæti)
Gjaldmiðill Leu (MDL)
Tímabelti UTC +2/+3
Þjóðarlén .md
Landsnúmer ++373

Landið var frá fornu fari austurhluti furstadæmisins Moldavíu en árið 1812 lét Tyrkjaveldi Rússneska keisaradæminu þennan hluta í té. Landið var þá þekkt sem Bessarabía. Vesturhlutinn varð hluti af Furstadæminu Rúmeníu þegar það varð til árið 1859. Eftir fyrri heimsstyrjöld lagði Rúmenía landið undir sig en Sovétríkin viðurkenndu ekki þau yfirráð. Í síðari heimsstyrjöld lögðu Sovétríkin Bessarabíu aftur undir sig. Moldóva lýsti síðan yfir sjálfstæði eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun 1991.

Austan við ána Dnjestr sem rennur í gegnum landið er héraðið Transnistría þar sem meirihluti íbúa er rússneskumælandi. Transnistría lýsti yfir stofnun sjálfstæðs sovétlýðveldis árið 1990. Moldóva reyndi að leggja héraðið undir sig í stríðinu um Transnistríu en mistókst þar sem héraðið fékk herstyrk frá Rússlandi og Úkraínu. Héraðið er því de facto sjálfstætt þótt alþjóðasamfélagið líti enn á það sem hluta Moldóvu.

Moldóva er dæmigert landbúnaðarland. Þar eru meðal annars stór ræktarlönd með vínþrúgum til vínframleiðslu og rósum fyrir ilmefnaiðnaðinn.

HeitiBreyta

Landið dregur nafn sitt af fljótinu Moldóvu en árdalur þess var valdamiðstöð þegar furstadæmið Moldóva var stofnað árið 1359. Ekki er ljóst af hverju fljótið dregur nafn sitt. Sagnaritararnir Grigore Ureche og Dimitrie Cantemir segja frá því að fyrsti furstinn, Dragoș, hafi verið á úruxaveiðum og að hundur hans, Molda, hafi drukknað í fljótinu, uppgefinn eftir eltingarleikinn. Furstinn hafi nefnt fljótið eftir hundinum og furstadæmið síðan dregið nafn sitt af ánni. Sögulega héraðið Moldavía sem furstadæmið náði yfir nær frá Austur-KarpatafjöllumDnjestr-fljóti, og land þess er nú að hluta innan núverandi Rúmeníu, að hluta öll Moldavía og að hluta innan landamæra Úkraínu.

Um stutt skeið á 10. áratug 20. aldar var nafnið skrifað bæði Moldóva og Moldavía. Eftir upplausn Sovétríkjanna hefur einungis rúmenska útgáfan, Moldóva, verið notuð. Formlegt heiti landsins er Lýðveldið Moldóva.

StjórnsýsluskiptingBreyta

Moldóva skiptist í 32 stjórnsýsluumdæmi, þrjú bæjarfélög og tvö sjálfstjórnarhéruð (Gagauzía og Transnistría). Staða Transnistríu er umdeild og Moldóva hefur ekki stjórn hennar með höndum.

Í Moldóvu eru 66 borgir og 916 sveitarfélög.

32 stjórnsýsluumdæmi:

 1. Anenii Noi
 2. Basarabeasca
 3. Briceni
 4. Cahul
 5. Cantemir
 6. Călărași
 7. Căușeni
 8. Cimișlia

 1. Criuleni
 2. Dondușeni
 3. Drochia
 4. Dubăsari
 5. Edineț
 6. Fălești
 7. Florești
 8. Glodeni

 1. Hîncești
 2. Ialoveni
 3. Leova
 4. Nisporeni
 5. Ocnița
 6. Orhei
 7. Rezina
 8. Rîșcani

 1. Sîngerei
 2. Soroca
 3. Strășeni
 4. Șoldănești
 5. Ștefan Vodă
 6. Taraclia
 7. Telenești
 8. Ungheni

þrjú bæjarfélög:

 1. Chișinău

 1. Bălți

 1. Bender

eitt sjálfstjórnarsvæði:

 1. Gagauzia

og eitt umdeilt svæði:

 1. Transnistría

ÍþróttirBreyta

Þjóðaríþrótt Moldóva er Trântă, sem er fangbragðaíþrótt. Knattspyrna er hins vegar langvinsælasta íþróttin meðal almennings. Sigursælasta liðið í moldóvsku deildarkeppninni er FC Sheriff Tiraspol frá Transnistríu. Landslið Moldóvu hefur átt erfitt uppdráttar og oftar en ekki hafnað í neðsta sæti í sínum riðli í forkeppni EM og HM.

Íþróttamenn frá Moldóvu kepptu undir merkjum Sovétríkjanna á Ólympíuleikum en frá leikunum í Atlanta 1996 hefur Moldóva keppt undir eigin fána. Landið vann til sinna fyrstu verðlauna strax á leikunum í Atlanta, silfurverðlaun í eikjuróðri og bronsverðlaun í grísk-rómverskri glímu. Í Sidney 2000 hlutu Moldóvar aftur silfurverðlaun og bronsverðlaun, að þessu sinni fyrir skotfimi og hnefaleika. Fimmtu og síðustu verðlaun Moldóva komu svo í Bejing 2008, brons í hnefaleikum.

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.