19. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
19. september er 262. dagur ársins (263. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 103 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1356 - Hundrað ára stríðið: Englendingar unnu sigur á Frökkum í orrustunni við Poitiers og tóku Jóhann góða Frakkakonung höndum.
- 1394 - Benedikt 13. (Pietro de Luna) varð mótpáfi.
- 1610 - Friðrik varð kjörfursti í Pfalz við lát föður śins.
- 1618 - Umsátrið um Pilsen í Bæheimi hófst.
- 1667 - „Gullskipið“ Het Wapen van Amsterdam strandaði á Skeiðarársandi með mikinn farm af gulli og dýrum steinum að talið er. Öll áhöfnin fórst, um 140 manns. Mikil leit var gerð að þessu skipi á 20. öld, en án nokkurs árangurs.
- 1802 - Andvana síamstvíburar, samvaxin stúlkubörn, fæddust í Rangárvallasýslu.
- 1874 - Blaðið Ísafold hóf göngu sína. Árið 1929 sameinaðist það Verði og var vikuútgáfa Morgunblaðsins til 1968.
- 1905 - Vígð var hengibrú á Jökulsá í Öxarfirði. Brúin var með 70 metra haf á milli stöpla.
- 1939 - Þýski kafbáturinn U30, sem sökkt hafði breska farþegaskipinu Athenia á fyrsta degi Seinni heimsstyrjaldarinnar, kom til Reykjavíkur með þrjá slasaða menn. Þeir höfðu slasast þegar kafbáturinn gerði árás á breskt flutningaskip vestur af Bretlandi.
- 1977 - Jón L. Árnason vann það afrek að verða heimsmeistari sveina í skák, aðeins 16 ára gamall. Eini keppandinn sem sigraði Jón var Garrí Kasparov, en hann hafnaði í þriðja sæti.
- 1978 - Fatlaðir fóru í kröfugöngu í Reykjavík og kröfðust jafnréttis.
- 1979 - Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu var samþykktur.
- 1981 - Tungufoss sökk á Ermarsundi, en allri áhöfninni var bjargað.
- 1981 - Um hálf milljón manna sótti tónleika Simon og Garfunkel í Central Park í New York-borg.
- 1982 - Scott Fahlman stakk upp á notkun broskallsins.
- 1983 - Sankti Kristófer og Nevis fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1985 - Jarðskjálfti sem mældist 8,1 á Richter skók Mexíkóborg með þeim afleiðingum að 5000 manns biðu bana.
- 1988 - Finnska farsímanetið Radiolinja hóf starfsemi.
- 1989 - UTA flug 772 sprakk yfir Níger með þeim afleiðingum að 171 fórst. Samtökin heilagt stríð lýstu ábyrgð á hendur sér.
- 1991 - Frosna múmían Ötzi fannst í Ölpunum.
- 1995 - Bandarísku dagblöðin The Washington Post og The New York Times birtu yfirlýsingu frá Unabomber.
- 1996 - Norðurskautsráðið var stofnað í Ottawa í Kanada.
- 1997 - 53 voru myrtir í Guelb El-Kebir-fjöldamorðunum í Alsír.
- 2002- Herforinginn Robert Guéï reyndi valdarán á Fílabeinsströndinni sem hratt borgarastyrjöld af stað.
- 2002 - Ísraelsher settist að nýju um höfuðstöðvar Yasser Arafat í Ramallah.
- 2006 - Konunglegi taílenski herinn framdi valdarán í Taílandi og velti stjórn Thaksin Shinawatra úr sessi.
- 2007 - Ísrael lýsti því yfir að Gasaströndin, undir stjórn Hamassamtakanna, væri óvinveitt svæði og hætti að veita þar grunnþjónustu.
- 2011 - 63 fórust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir á landamærum Indlands og Nepal.
- 2013 - Skip Greenpeace, Arctic Sunrise, var tekið af rússnesku strandgæslunni og allir 30 áhafnarmeðlimir handteknir.
- 2016 - Sprengjuárásirnar í New York og New Jersey 2016: Ahmad Khan Rahimi, íbúi í Elizabeth, New Jersey, var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu.
- 2017 - 350 fórust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir Mexíkó, nákvæmlega 32 árum eftir jarðskjálftann í Mexíkóborg 1985.
- 2017 - Fellibylurinn María gekk á land á Dóminíku og olli 112 dauðsföllum.
- 2021 - Þingkosningar voru haldnar í Rússlandi. Sameinað Rússland fékk næstum helming atkvæða.
- 2021 - Eldfjallið Cumbre Vieja á La Palma gaus.
Fædd
breyta- 86 - Antonínus Píus, Rómarkeisari (d. 161).
- 1551 - Hinrik 3., Frakkakonungur (d. 1589).
- 1802 - Lajos Kossuth, ungverskur stjórnmálamaður (d. 1894).
- 1862 - Arvid Lindman, sænskur stjórnmálamaður (d. 1936).
- 1867 - Arthur Rackham, breskur teiknari (d. 1939).
- 1898 - Giuseppe Saragat, forseti Italiu (d. 1988).
- 1908 - Mika Waltari, finnskur rithöfundur (d. 1979).
- 1911 - William Golding, breskur rithöfundur (d. 1993).
- 1915 - Jóhann Hafstein, stjórnmálamaður og stofnandi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta (d. 1980).
- 1928 - Adam West, bandariskur leikari (d. 2017).
- 1931 - Hiroto Muraoka, japanskur knattspyrnuleikari (d. 2017).
- 1933 - David McCallum, skoskur leikari.
- 1934 - Brian Epstein, enskur athafnamadur (d. 1967).
- 1935 - Nick Massi, bandarískur söngvari (The Four Seasons) (d. 2000).
- 1948 - Jeremy Irons, enskur leikari.
- 1949 - Ernie Sabella, bandarískur leikari.
- 1956 - Camilla Plum, danskur matreiðslubókahöfundur.
- 1960 - Sigurður Einarsson, íslenskur hagfræðingur.
- 1960 - Carlos Mozer, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1963 - David Seaman, enskur knattspyrnumadur.
- 1968 - Lila Downs, mexíkósk söngkona.
- 1970 - Victor Williams, bandarískur leikari.
- 1971 - Rannveig Kristjánsdóttir, íslensk leikkona.
- 1974 - Victoria Silvstedt, sænsk fyrirsæta.
- 1990 - Kieran Trippier, enskur knattspyrnumaður.
- 2000 - Hjalti Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 480 f.Kr. - Leónídas I, konungur Spörtu (f. um 540 f.Kr.).
- 1710 - Ole Rømer, danskur stjörnufræðingur (f. 1644).
- 1798 - Björn Jónsson, lyfjafræðingur og fyrsti lyfsali á Íslandi.
- 1881 - James Garfield, 20. forseti Bandarikjanna (f. 1831).
- 1924 - Hannibal Sehested, forsætisráðherra Danmerkur (f. 1842).
- 1927 - Michael Ancher, danskur listmálari (f. 1849).
- 1945 - Halldór Bjarnarson, íslenskur prestur (f. 1855).
- 1962 - Jóninna Sigurðardóttir, íslenskur matreiðslubókahöfundur (f. 1879).
- 1970 - Johannes Heinrich Schultz, þýskur geðlæknir (f. 1884).
- 1987 - Einar Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs (f. 1897).
- 2017 - Sigurður Pálsson, íslenskt skáld (f. 1948).
- 2019 - Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis (f. 1936).
- 2020 – John Turner, fyrrum forsætisráðherra Kanada (f. 1929).