Bólivía

Bólivía er landlukt land í miðvesturhluta Suður-Ameríku. Höfuðborg Bólivíu samkvæmt stjórnarskrá er Sucre en stjórnarsetur er í borginni La Paz. Stærsta og helsta iðnaðarborg landsins er Santa Cruz de la Sierra sem er staðsett í héraðinu Llanos Orientales, láglendi í austurhluta landsins.

Fjölþjóðaríkið Bólivía
Estado Plurinacional de Bolivia (spænska)
Tetã Hetãvoregua Mborivia
(gvaraní)
Wuliwya Suyu
(aymara)
Puliwya Mamallaqta
(quechua)
Fáni Bólivíu Skjaldarmerki Bólivíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
¡La unión es la fuerza! (spænska)
Samheldni er styrkur!
Þjóðsöngur:
Bolivianos, el hado propicio
Staðsetning Bólivíu
Höfuðborg Súkre (löggjafavald og dómsvald) La Paz (aðsetur stjórnar)
Opinbert tungumál spænska, quechua, aymara og guaraní, ásamt 33 öðrum frumbyggjamálum
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Luis Arce
Sjálfstæði frá Spáni
 - Dagur 6. ágúst 1825 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
27. sæti
1.098.581 km²
1,29
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
83. sæti
11.428.245
10,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 89,018 millj. dala (88. sæti)
 - Á mann 7.790 dalir (123. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.703 (114. sæti)
Gjaldmiðill bólivíani (BOB)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .bo
Landsnúmer +591

Bólivía er óskipt ríki með níu umdæmi. Það nær frá Andesfjöllum í vestri að láglendi í austri sem er hluti af vatnasviði Amasónfljóts. Bólivía á landamæri að Brasilíu í norðri og austri, Paragvæ og Argentínu í suðri, og Síle og Perú í vestri. Þriðjungur landsins er innan Andesfjalla. Bólivía er fimmta stærsta land Suður-Ameríku á eftir Brasilíu, Argentínu, Perú og Kólumbíu. Það er, ásamt Paragvæ, annað af tveimur landluktum löndum álfunnar, 7. stærsta landlukta land heims og stærsta landlukta land suðurhvelsins.

Íbúar Bólivíu eru um 11 milljónir af fjölbreyttum uppruna. Spænska er opinbert mál landsins en þar eru líka töluð 36 frumbyggjamál sem hafa opinbera stöðu. Stærst þeirra eru gvaraní, aymara og quechua.

Fyrir komu Spánverja var sá hluti landsins sem er í Andesfjöllum hluti af Inkaveldinu, en láglendið í norðri og austri var byggt sjálfstæðum þjóðum. Spænskir landvinningamenn frá Cuzco og Asunción lögðu þetta svæði undir sig á 16. öld. Á nýlendutímanum heyrði landið undir Konunglega yfirréttinn í Charcas. Spánverjar byggðu veldi sitt að stórum hluta upp með silfri sem unnið var úr námum í Bólivíu. Árið 1809 hófst sjálfstæðisbarátta sem stóð í 16 ár. Árið 1825 var lýðveldið Bólivía stofnað og nefnt í höfuðið á Símoni Bólívar. Á 19. og 20. öld missti Bólivía yfirráð yfir landamærahéruðum, þar á meðal strandlengjunni sem Chile lagði undir sig 1879. Stjórnmál voru nokkuð stöðug í Bólivíu þar til Hugo Banzer leiddi herforingjabyltingu gegn sósíalíska leiðtoganum Juan José Torres 1971. Stjórn Banzers réðist af hörku gegn vinstrimönnum í landinu og beitti pyntingum og aftökum án dóms og laga gegn óbreyttum borgurum. Banzer var hrakinn frá völdum 1978 en varð síðar lýðræðislega kjörinn forseti frá 1997 til 2001.

Bólivía er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Samtökum hlutlausra ríkja, Samtökum Ameríkuríkja, Samstarfssamningi Amasónríkja, Suðurbankanum, ALBA og Bandalagi Suður-Ameríkuþjóða. Bólivía er annað fátækasta land Suður-Ameríku. Landið er þróunarland sem situr um miðbik Vísitölu um þróun lífsgæða. 38,6% íbúa eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum. Efnahagslíf landsins byggist á landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum, námavinnslu og framleiðslu á textíl, málmum og eldsneyti. Bólivía býr yfir verðmætum málmum eins og tini, silfri og litíni. Bólivía framleiðir um 80% af heimsframleiðslu brasilíuhnetna.

SagaBreyta

Vatnsstríðin í CochabambaBreyta

Cochabamba mótmælin árið 2000, einnig þekkt sem vatnsstríðin í Cochabamba, var röð mótmæla sem áttu sér stað í Cochabamba, þriðju stærstu borg Bólivíu, frá desember 1999 til apríl 2000 til að bregðast við því að fyrirtækinu Semapa höfðu með einkavæðingu verið færð yfirráð yfir vatnsveitu borgarinnar. Svo ákváðu stjórnvöld að gefa einkaaðilum einkarétt á vatnsbólum og læstu brunnum í þorpunum svo fólk kæmist ekki í þá. Erlend fjárfestingarfélög höfðu beitt miklum þrýstingi til að fá að hækka vatnsverð vegna framkvæmda sem þau höfðu ráðist í við byggingu á stíflum. Þetta varð til þess að upp gaus mikil reiði á meðal almennings sem fékk ekki nóg vatn. Þegar þetta gerðist lýsti ríkisstjórn Bólivíu yfir herlögum og handtók og lét drepa nokkra mótmælendur. Einnig var lokað fyrir útsendingar útvarpsstöðva. Það voru aðallega Coordinadora-samtökin sem skipulögðu mótmælin til að verja aðgang fólks að vatni. Tugþúsundir manna börðust við lögreglu og eftir nokkurn tíma og mikinn þrýsting frá borgurunum var einkavæðing vatnsréttindanna tekin aftur þann 10. apríl árið 2000 þegar stjórnvöld komust að samkomulagi við Coordinadora.

StjórnmálBreyta

StjórnsýslueiningarBreyta

Bólivía skiptist í níu umdæmi: Pando-umdæmi, La Paz-umdæmi (Bólivíu), Beni-umdæmi, Oruro-umdæmi, Cochabamba-umdæmi, Santa Cruz-umdæmi (Bólivíu), Potosí-umdæmi, Chuquisaca-umdæmi og Tarija-umdæmi.

Lög um valddreifingu skilgreina leiðir til skiptingar ábyrgðar milli miðstjórnarvaldsins og annarra stjórnsýslueininga, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Bólivíu. Þau skilgreina fjögur stig valddreifingar: Héraðsstjórnir, skipaðar af héraðsþingum, sem bera ábyrgð á löggjöf innan héraðs. Héraðsstjóri er kosinn í almennum kosningum; Sveitarstjórnir eru skipaðar af bæjarráði sem ber ábyrgð á löggjöf innan sveitarfélagsins. Bæjarstjóri er kosinn með almennri kosningu; Héraðsstjórnir, myndaðar af nokkrum sýslum eða sveitarfélögum sem liggja saman innan umdæmis. Hún er skipuð af héraðsþingi; Frumbyggjastjórnir sem sjá um sjálfsforræði frumbyggjaþjóða sem búa á landi forfeðra sinna.

Kort Nr. Umdæmi Höfuðborg
 
Umdæmisskipting Bólivíu
1 Pando Cobija
2 La Paz La Paz
3 Beni Trinidad
4 Oruro Oruro
5 Cochabamba Cochabamba
6 Santa Cruz Santa Cruz de la Sierra
7 Potosí Potosí
8 Chuquisaca Sucre
9 Tarija Tarija
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.