Eþíópía (amharíska: ኢትዮጵያ Ityop'iya) er landlukt land í Austur-Afríku við horn Afríku með landamæriEritreu og Djíbútí í norðri, Súdan og Suður-Súdan í vestri, Kenía í suðri og Sómalíu í austri. Hluti Eþíópíu er háslétta með fjallgarði í miðið sem skiptist í tvennt við Sigdalinn mikla. Bláa Níl, önnur af tveimur meginkvíslum Nílar rennur úr Tanavatni í norðvesturhluta landsins.

የኢትዮጵያ ፈደራላዊ ዲሞክራሲያዊ ሪፐብሊክ
Ityop'iya Federalawi Demokrasiyawi Ripeblik
Fáni Eþíópíu Skjaldarmerki Eþíópíu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Whedefit Gesgeshi Woude Henate Ethiopia
Staðsetning Eþíópíu
Höfuðborg Addis Ababa
Opinbert tungumál amharíska
Stjórnarfar Sambandsríki

Forseti Sahle-Work Zewde
Forsætisráðherra Abiy Ahmed
Stofnun ríkis
 - Dʿmt um 980 f.Kr. 
 - Konungsríkið Aksúm um 100 e.Kr. 
 - Eþíópíska keisaradæmið 1137 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
27. sæti
1.104.300 km²
0,7
Mannfjöldi
 - Samtals (2016)
 - Þéttleiki byggðar
12. sæti
102,403,196
92,7/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2019
244,526 millj. dala (64. sæti)
1.300 dalir (2556. sæti)
VÞL (2011) Dark Green Arrow Up.svg 0.463 (173. sæti)
Gjaldmiðill birr (ETB)
Tímabelti UTC +3
Þjóðarlén .et
Landsnúmer 251

Eþíópía er næstfjölmennasta ríki Afríku með tæplega 102 milljón íbúa og það tíunda stærsta að flatarmáli í álfunni, yfir 1.104.300 km2. Höfuðborgin er Addis Ababa. Eþíópía er fjölmennasta ríki í heimi sem ekki á land að sjó.

Opinbert heiti landsins er Sambandslýðstjórnarlýðveldið Eþíópía (Ityop'iya Federalawi Demokrasiyawi Republik). Landið er sambandslýðveldi níu þjóðríkja. Í landinu eru meira en 70 mismunandi þjóðflokkar. Þeirra fjölmennastir eru Orómóar, 40%, Amharar og Tígrar eru 32%, Sidamóar 9%, Sjankellar 6%, Sómalir 6%, Afar 4%, Gúragar 2% og aðrir samtals 1%. Íbúarnir eru mjög ólíkir innbyrðis. Orómóar, Amharar og Tígrar eru meira en þrír fjórðu landsmanna. Opinbert tungumál landsins er amharíska en einnig eru töluð ýmis minna útbreidd mál eins og orómifa og tígrinja. Um þriðjungur landsmanna er múslimar, um 60% tilheyra eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni og um 2.6% aðhyllast hefðbundin trúarbrögð.

Eþíópía á sér einna lengsta þekkta sögu allra Afríkulanda og er talin ein elsta þjóð í Afríku. Hún var eina ríkið sem hélt sjálfstæði sínu í slagnum um Afríku, allt þar til Ítalir réðust inn í landið 1936. Breskar og eþíópískar hersveitir sigruðu Ítali 1941 og Eþíópía fékk aftur sjálfstæði 1944.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.