Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull Íslands og þekur hann um 590 km² svæði. Undir jöklinum hvílir eldfjallið Katla en hún hefur gosið reglulega frá landnámi og brætt mikinn ís af jöklinum svo flóð geysist niður á láglendið. Hæsti tindur Mýrdalsjökuls er 1.480 m.y.s. Úr Mýrdalsjökli falla tvær stórar jökulár, Jökulsá á Sólheimasandi í vestri og Múlakvísl í austri.

Mýrdalsjökull árið 2005.
Loftmynd af jöklinum.
Gervihnattamynd af jöklinum.

Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum.

Árið 1952 fórst á Mýrdalsjökli Neptúnvél frá bandaríska hernum og með henni níu menn.

HeimildBreyta

  • „Mýrdalsjökull almennt“. Sótt 28. desember 2005.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.