Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 59.050 greinar.
Grein mánaðarins
Mexíkó (spænska: México; nahúamál: Mēxihco), formlega Mexíkóska ríkjasambandið (spænska: Estados Unidos Mexicanos), er land í sunnanverðri Norður-Ameríku. Mexíkó á landamæri að Bandaríkjunum í norðri, Kyrrahafinu í vestri og suðri, Mexíkóflóa og Karíbahafi í austri og Belís og Gvatemala í suðaustri. Landið þekur tæplega tvær milljónir ferkílómetra og er 13. stærsta land heims að flatarmáli. Landið er það fimmta stærsta í Norður- og Suður-Ameríku. Íbúafjöldi er talinn vera yfir 129 milljónir og er landið því 10. fjölmennasta land heims, fjölmennasta spænskumælandi land heims og næstfjölmennasta land Rómönsku Ameríku á eftir Brasilíu.
Í fréttum
- 1. október: Claudia Sheinbaum verður fyrsti kvenforseti Mexíkó.
- 27. september: Ísraelsher gerir loftárásir á höfuðstöðvar Hezbollah í Beirút og ræður Hassan Nasrallah (sjá mynd), leiðtoga samtakanna, af dögum.
- 21. september: Anura Kumara Dissanayake er kjörinn forseti Srí Lanka.
- 5. september: Michel Barnier verður forsætisráðherra Frakklands.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 3. október
- 2008 - Bandaríkjaforseti undirritaði lög um 700 milljarða dala ríkissjóð til að kaupa eignir gjaldþrota banka.
- 2009 - Um 50 létust þegar stormur gekk yfir Sikiley.
- 2010 - Þýskaland lauk við greiðslu stríðsskaðabóta sem kveðið var á um í Versalasamningnum frá 1919.
- 2013 - 339 flóttamenn fórust undan strönd Lampedusa þegar bát þeirra hvolfdi.
- 2014 - Borgarastyrjöldin í Malí: 9 friðargæsluliðar létu lífið í árás á bílalest Sþ milli Menaka og Ansongo.
- 2015 - Bandaríkjaher varpaði sprengjum á spítala Lækna án landamæra í Afganistan með þeim afleiðingum að 20 létust.
- 2021 - Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést ásamt tveimur lífvörðum í bílslysi hjá Markaryd.
Vissir þú...
- … að Charles Curtis, varaforseti Bandaríkjanna frá 1929 til 1933, er eini ameríski frumbygginn sem hefur gegnt embætti varaforseta landsins?
- … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
- … að Jeannette Rankin (sjá mynd), fyrsta konan til að ná kjöri á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var jafnframt eini þingmaðurinn sem kaus gegn stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna gegn Japan árið 1941?
- … að Taínóar voru fyrsta ameríska frumbyggjaþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á ferðum sínum til Ameríku?
- … að sex af tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dollara?
- … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |