Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Á hinni íslensku Wikipedíu eru nú 59.050 greinar.

Grein mánaðarins

Mexíkó (spænska: México; nahúamál: Mēxihco), formlega Mex­íkóska ríkja­sam­band­ið (spænska: Estados Unidos Mexicanos), er land í sunnanverðri Norður-Ameríku. Mexíkó á landamæri að Bandaríkjunum í norðri, Kyrrahafinu í vestri og suðri, Mexíkóflóa og Karíbahafi í austri og Belís og Gvatemala í suðaustri. Landið þekur tæplega tvær milljónir ferkílómetra og er 13. stærsta land heims að flatarmáli. Landið er það fimmta stærsta í Norður- og Suður-Ameríku. Íbúafjöldi er talinn vera yfir 129 milljónir og er landið því 10. fjölmennasta land heims, fjölmennasta spænskumælandi land heims og næstfjölmennasta land Rómönsku Ameríku á eftir Brasilíu.

Í fréttum

Hassan Nasrallah

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Borgarastyrjöldin í Súdan  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Stríð Ísraels og Hamas  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Kris Kristofferson (28. september)  • Hassan Nasrallah (27. september)  • Salvatore Schillaci (18. september)  • Benedikt Sveinsson (17. september)  • Alberto Fujimori (11. september)


Atburðir 3. október

Vissir þú...

Jeannette Rankin
Jeannette Rankin
  • … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
  • … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?
Efnisyfirlit


Tungumál