Velkomin(n) á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Japanese artillery soldiers with gas masks, Changsha, 1941.jpg

Seinna stríð Kína og Japans var styrjöld á milli Lýðveldisins Kína og japanska keisaradæmisins sem háð var frá 1937 til 1945. Stríðið hófst í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og rann inn í hana eftir að Japanir gerðu árás á Perluhöfn árið 1941. Stríðinu lauk með skilyrðislausri uppgjöf Japana fyrir bandamönnum eftir kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki árið 1945.

Orsök stríðsins var útþenslustefna Japana, sem höfðu uppi áætlanir um að ná yfirráðum yfir allri Suðaustur-Asíu. Innrás Japana var framkvæmd í nokkrum þrepum sem kölluðust í japönskum áróðri „kínversku atvikin“ og voru útmáluð sem ögranir Kínverja gegn Japönum sem réttlættu hernaðarinngrip. Japanir notuðu Mukden-atvikið svokallaða árið 1931 sem tylliástæðu til að gera innrás í Mansjúríu. Árið 1937 hófu Japanir svo allsherjarinnrás í Kína eftir atvikið við Marco Polo-brúna svokallaða. Upphaf hinnar eiginlegu styrjaldar er miðað við það ár, og stundum er upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar einnig miðað við ártalið þótt algengast sé á Vesturlöndum að miða við innrásina í Pólland 1939. Kínverjar börðust einir gegn Japönum frá 1937 til 1941 en eftir að Japanir réðust á Perluhöfn komu bandamenn seinni heimsstyrjaldarinnar þeim til aðstoðar og hjálpuðu þeim að vinna bug á innrásinni.

Í fréttum

Bongbong Marcos

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu  • Kórónaveirufaraldurinn  • Sýrlenska borgarastyrjöldin  • Stríð Rússlands og Úkraínu

Nýleg andlát: Leoníd Kravtsjúk (10. maí)  • Ólafur Ólafsson (3. maí)  • Leifur Hauksson (22. apríl)


Atburðir 15. maí

Vissir þú...

Seinna Téténíustríðið
  • … að Hoffmannsdropar voru gjarnan misnotaðir sem áfengi á bannárunum, til dæmis í Bandaríkjunum, á Íslandi og í Noregi?
  • … að Claire Bretécher var fyrst kvenmyndasöguhöfunda til að hasla sér völl í fremstu röð í myndasögugerð í Frakklandi?
Efnisyfirlit


Tungumál