Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Bandamannaleikarnir 1919 voru íþróttamót sem haldið var að frumkvæði Bandaríkjahers á íþróttavelli skammt fyrir utan París frá 22. júní til 6. júlí 1919. Mótinu svipaði í skipulagningu til Ólympíuleikanna en voru þó einungis ætlaðir hermönnum sem þjónað höfðu í herjum sigurvegaranna í fyrri heimsstyrjöldinni. Óvænt velgengni leikanna kann að hafa ráðið miklu um þá ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að freista þess að blása nýju lífi í Ólympíuleikana.

Enginn aðgangseyrir var að viðburðum leikanna og sóttu Parísarbúar og allra þjóða hermenn þá í stríðum straumum. Áætlað er að heildarfjöldi áhorfenda hafi verið nærri hálf milljón manna. Keppendur voru um 1.500 talsins, Bandaríkjamenn flestir þeirra.

Í fréttum

Evika Siliņa

Yfirstandandi: Átökin í Súdan  • Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:

Matteo Messina Denaro (25. september)   Giorgio Napolitano (22. september)  • Bjarni Felixson (14. september)  • Guðbergur Bergsson (4. september)  • Sigurður Líndal (2. september)  • Bill Richardson (1. september)


Atburðir 27. september

Vissir þú...

Inés Suárez
Inés Suárez
  • … að vestur-þýski forsetinn Walter Scheel söng árið 1974 inn á hljómplötu sem náði efst á vinsældalista stærstu útvarpsstöðva í Evrópu?
  • … að franski heimspekingurinn Charles Fourier hélt því fram að sjórinn myndi smám saman missa seltuna og breytast í límonaði?
Efnisyfirlit


Tungumál