20. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
20. nóvember er 324. dagur ársins (325. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 41 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 284 - Diocletianus var hylltur sem Rómarkeisari af rómverskum herdeildum á undanhaldi frá Persíu.
- 855 - Mikael 3. keisari fyrirskipaði morð á Þeóktistosi ráðgjafa sínum.
- 996 - Ríkharður 2. hinn góði varð hertogi af Normandí.
- 1274 - Mongólaveldið reyndi í fyrsta sinn að gera innrás í Japan sem mistókst.
- 1407 - Samið var um vopnahlé milli Jóhanns hertoga af Búrgund og Loðvíks hertoga af Orléans.
- 1449 - Karl Knútsson Bonde Svíakonungur var krýndur konungur Noregs.
- 1627 - Þrjátíu ára stríðið: Wallenstein hertók Greifswald.
- 1700 - Svíar unnu sigur á Rússum í orrustunni við Narva í Eistlandi.
- 1763 - Vígð var dómkirkja á Hólum í Hjaltadal, sú sem enn stendur þar. Hún var byggð fyrir norskt og danskt gjafafé.
- 1772 - Tveir bæir á Látraströnd urðu fyrir snjóflóði. Fjórir menn fórust og einum manni var bjargað úr flóðinu eftir tíu daga.
- 1815 - Annar Parísarsáttmálinn batt endi á Napóleonsstyrjaldirnar.
- 1945 - Nürnberg-réttarhöldin hófust í Þýskalandi.
- 1947 - Elísabet krónprinsessa af Bretlandi gekk að eiga Filippus prins af Grikklandi.
- 1959 - Viðreisnarstjórnin tók við völdum undir forystu Ólafs Thors. Þessi stjórn tók nokkrum breytingum á valdatíma sínum en sat lengur en nokkur önnur stjórn á Íslandi eða í tæp tólf ár.
- 1962 - Kúbudeilan: Síðustu eldflaugarnar voru teknar niður á Kúbu.
- 1979 - Hertaka stórmoskunnar: Hópur íslamskra uppreisnarmanna gegn stjórn Sádí-Arabíu hertók Masjid al-Haram, helgasta stað múslima í Mekka.
- 1980 - Réttarhöld yfir fjórmenningagenginu hófust í Kína.
- 1985 - Stýrikerfið Windows 1.0 kom út.
- 1987 - Stjórn Statoil í Noregi sagði af sér vegna Mongstadhneykslisins.
- 1992 - Eldur kom upp í Windsor-kastala og olli miklu tjóni.
- 1993 - Greidd voru atkvæði um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Tillögur voru um fækkun þeirra úr 196 í 43. Af 32 tillögum var aðeins ein samþykkt.
- 1994 - Stjórn Angóla samdi um frið við skæruliða UNITA.
- 1996 - Eldur kviknaði í Garley-byggingunni í Hong Kong. 41 fórst í eldinum.
- 1998 - Fyrsta hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var skotið á loft frá Kasakstan.
- 1999 - Ómannaða geimfarinu Shenzhou 1 var skotið á loft frá Kína.
- 2002 - Blaðagrein sem lýsti fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimi sem siðlausri olli uppþotum og 215 dauðsföllum í Nígeríu og varð til þess að keppnin var haldin í London í stað Abuja.
- 2003 - 27 létust í hryðjuverkaárás gegn breska sendiráðinu og breskum banka í Istanbúl í Tyrklandi.
- 2010 - Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði var stofnað í Reykjavík.
- 2013 - Lekamálið kom upp á Íslandi þegar Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu upplýsingar úr minnisblaði frá Innanríkisráðuneytinu.
- 2015 - Hryðjuverkamenn gerðu árás á Radisson Blu-hótelið í Bamakó í Malí og tóku 170 manns í gíslingu.
- 2016 - Orrustan um Aleppó: 27 létust þegar síðasta sjúkrahúsið í Aleppó var eyðilagt í loftárás Sýrlandsstjórnar.
- 2017 - Grein í Nature lýsti því að loftsteinninn ʻOumuamua væri upprunninn utan sólkerfisins og væri því fyrsti þekkti miðgeimshluturinn.
Fædd
breyta- 1761 - Francesco Saverio Castiglioni (Píus 8.) páfi (d. 1830).
- 1841 - Wilfrid Laurier, forsætisráðherra Kanada (d. 1919).
- 1858 - Selma Lagerlöf, sænskur rithöfundur (d. 1940).
- 1889 - Edwin Hubble, bandarískur stjörnufræðingur (d. 1953).
- 1902 - Erik Eriksen, danskur forsætisráðherra (d. 1972).
- 1923 - Nadine Gordimer, suður-afrískur rithöfundur (d. 2014).
- 1924 - Benoit Mandelbrot, pólsk-franskur stærðfræðingur (d. 2010).
- 1925 - Robert F. Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1968).
- 1942 - Joe Biden, bandarískur stjórnmálamaður, 46. forseti Bandaríkjanna.
- 1949 - Ulf Lundell, sænskur tónlistarmaður.
- 1955 - Toshio Matsuura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1957 - Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu.
- 1966 - Ásthildur Lóa Þórsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1970 - Sabrina Lloyd, bandarísk leikkona.
- 1976 - Atsushi Yoneyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Fábio Júnior, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1979 - Sigríður Víðis Jónsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1985 - Kristín Svava Tómasdóttir, íslenskt skáld.
- 2004 - Youssoufa Moukoko, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 996 - Ríkharður 1. af Normandí, hertogi af Normandí (f. 933).
- 1316 - Jóhann 1. Frakkakonungur (f. 1316).
- 1662 - Leópold Vilhjálmur, erkihertogi af Austurríki (f. 1614).
- 1695 - Zumbi, brasilískur uppreisnarforingi (f. 1655).
- 1720 - Peder Wessel Tordenskjöld, norsk sjóhetja (f. 1691).
- 1752 - Sigurður Vigfússon Íslandströll, íslenskur skólameistari (f. 1691).
- 1910 - Lev Tolstoj, rússneskur rithöfundur (f. 1828).
- 1925 - Alexandra Bretadrottning (f. 1844).
- 1938 - Maud Noregsdrottning, kona Hákonar 7. (f. 1869).
- 1952 - Benedetto Croce, ítalskur heimspekingur (f. 1866).
- 1975 - Francisco Franco, einræðisherra á Spáni (f. 1892).
- 1978 - Giorgio de Chirico, ítalsk-grískur listmálari (f. 1888).
- 1983 - Kristmann Guðmundsson, íslenskur rithöfundur (f. 1901).
- 1999 - Amintore Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1908).
- 2006 - Robert Altman, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1925).
- 2007 - Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu (f. 1919).