3. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
3. september er 246. dagur ársins (247. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 119 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 301 - Stofndagur lýðveldisins San Marínó.
- 590 - Gregoríus 1. varð páfi.
- 1189 - Ríkharður ljónshjarta var krýndur konungur Englands.
- 1260 - Mamlúkar sigruðu Mongóla í orrustunni við Ain Djalut í Palestínu.
- 1458 - Enea Silvio Piccolomini varð Píus 2. páfi.
- 1650 - Enskur þingher undir stjórn Olivers Cromwell sigraði fylgismenn Karls 2. í orrustunni við Dunbar.
- 1651 - Ensku borgarastyrjöldinni lauk með sigri Cromwells á Karli 2. í orrustunni við Worchester.
- 1654 - Lýðveldisflokkurinn á Afgangsþinginu dró völd Cromwells í efa.
- 1658 - Richard Cromwell tók við völdum í Englandi eftir lát föður síns.
- 1660 - Jakob Stúart, bróðir Karls 2. Englandskonungs, gekk að eiga Önnu Hyde.
- 1783 - Bretar viðurkenndu sjálfstæði Bandaríkjanna.
- 1886 - Steypiregn og skriðuföll á Kjalarnesi ollu miklu tjóni á túnum og húsum.
- 1899 - Kirkja var vígð á Hesteyri.
- 1914 - Giacomo Della Chiesa varð Benedikt 15. páfi.
- 1919 - Enskur flugmaður, Cecil Faber, flaug flugvél í Vatnsmýrinni í Reykjavík og var það fyrsta flug á Íslandi. Flugvélin var af Avro-gerð.
- 1921 - 206 metra löng brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi var vígð og þótti vera ein mesta og vandaðasta brú fram að þeim tíma.
- 1939 - Þykjustustríðið hófst þegar Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland.
- 1943 - Pietro Badoglio, forsætisráðherra Ítalíu, undirritaði vopnahléssamkomulag við Bandamenn.
- 1965 - Fyrsti hjólabrettagarður sögunnar var opnaður í Tucson, Arisóna.
- 1967 - Hægri umferð var tekin upp í Svíþjóð.
- 1971 - Katar varð sjálfstætt ríki.
- 1976 - Lendingarfar Viking 2-geimfarsins lenti á Mars.
- 1981 - Anwar Sadat neyddi páfa koptísku kirkjunnar, Shenouda 3., í útlegð.
- 1982 - Sýning var opnuð á Kjarvalsstöðum á verkum Bertels Thorvaldsen og var það fyrsta sýning utan Danmerkur á vegum Thorvaldsensafnsins í Kaupmannahöfn.
- 1982 - Ítalski herforinginn Carlo Alberto Dalla Chiesa var myrtur, ásamt eiginkonu sinni og bílstjóra, af ítölsku mafíunni í Palermó.
- 1987 - Herforinginn Pierre Buyoya steypti forseta Búrúndí, Jean-Baptiste Bagaza, af stóli.
- 1988 - Tekin var í notkun Óseyrarbrú yfir ósa Ölfusár og styttist leiðin milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka við það úr 45 í 15 kílómetra.
- 1995 - Uppboðsvefurinn eBay var stofnaður.
- 1998 - Sómalski föðurlandsflokkurinn lýsti yfir stofnun sjálfstæða ríkisins Júbalands.
- 2001 - Norðurírskir sambandssinnar hófu mótmæli við kaþólskan stúlknaskóla í Belfast.
- 2004 - Gíslatakan í Beslan: Rússneskar hersveitir gerðu innrás í grunnskóla í Beslan þar sem hryðjuverkamenn héldu starfsfólki og börnum í gíslingu. 344 féllu í árásinni, þar af 172 börn.
- 2006 - Smjörklípuaðferðin var kynnt til sögunnar í Kastljósviðtali við Davíð Oddsson.
- 2016 - Bandaríkin og Kína fullgiltu Parísarsamkomulagið um loftslagsmál.
- 2017 - Norður-Kórea framkvæmdi sína sjöttu kjarnorkutilraun.
- 2020 - Bein af 200 mammútum og 30 öðrum dýrum fundust þegar grafið var fyrir grunni við Felipe Ángeles-alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.
Fædd
breyta- 1499 - Diane de Poitiers, hjákona Hinriks 2. Frakkakonungs (d. 1566).
- 1695 - Pietro Locatelli, ítalskt tónskáld (d. 1764).
- 1830 - Lewis Campbell, breskur fornfræðingur (d. 1908).
- 1875 - Ferdinand Porsche, austurrískur bifvélaverkfræðingur (d. 1951).
- 1900 - Urho Kekkonen, Finnlandsforseti (d. 1986).
- 1920 - Leifur Muller, íslenskur kaupmaður og fangi í fangabúðum nasista (d. 1988).
- 1922 - Björn Th. Björnsson, listfræðingur og rithöfundur (d. 2007).
- 1928 - Danuta Siedzikówna, pólsk hjúkrunarkona (d. 1946).
- 1936 - Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis (d. 2019).
- 1937 - Bettina Heinen-Ayech, þýskur myndlistarmaður (d. 2020).
- 1947 - Kjell Magne Bondevik, norskur stjórnmálamaður.
- 1947 - Mario Draghi, ítalskur seðlabankastjóri og forsætisráðherra.
- 1948 - Levy Mwanawasa, forseti Sambíu (d. 2008).
- 1948 - Ari Trausti Guðmundsson, íslenskur jarðfræðingur.
- 1948 - Skúli Óskarsson, íslenskur kraftlyftingamaður (d. 2024).
- 1957 - Benoît Potier, franskur kaupsýslumaður.
- 1962 - Jónína Kristín Berg, Þórsnesgoði Ásatrúarfélagsins á Íslandi.
- 1965 - Vilborg Davíðsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1965 - Charlie Sheen, bandarískur leikari.
- 1969 - Adam Jamal Craig, bandarískur leikari.
- 1970 - Maria Bamford, bandarísk leikkona.
- 1971 - Kiran Desai, indverskur rithöfundur.
- 1974 - Guðmundur Benediktsson, íslenskur íþróttafréttaritari.
- 1977 - Stephen Laybutt, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Scott Carson, enskur knattspyrnumadur.
- 1985 - Skorri Rafn Rafnsson, íslenskur frumkvöðull.
- 1988 - Jérôme Boateng, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1402 - Gian Galeazzo Visconti, fyrsti hertogi af Mílanó (f. 1351).
- 1467 - Elinóra af Portúgal, keisaraynja hins Heilaga rómverska keisaradæmis, kona Friðriks 3. keisara (f. 1434).
- 1587 - Gísli Jónsson, Skálholtsbiskup (f. um 1515).
- 1658 - Oliver Cromwell, einvaldur í Englandi (f. 1599).
- 1857 - Carl Emil Bardenfleth, danskur stjórnmálamaður (f. 1807).
- 1877 - Adolphe Thiers, forseti Frakklands (f. 1797).
- 1883 - Ívan Túrgenjev, rússneskur rithöfundur (f. 1818).
- 1948 - Edvard Beneš, forseti Tékkóslóvakíu (f. 1884).
- 1984 - Þorsteinn Víglundsson, skólameistari í Vestmannaeyjum (f. 1899).
- 2000 - Indriði G. Þorsteinsson, íslenskur rithöfundur (f. 1926).
- 2004 - Pétur Kristjánsson, tónlistarmaður (f.1952).
- 2005 - William Rehnquist, bandarískur hæstaréttardómari (f. 1924).
- 2011 - Sigríður Þóra Valgeirsdóttir, íslenskur menntasálfræðingur og íþróttafræðingur (f. 1919).
- 2012 - Sun Myung Moon, suðurkóreskur trúarleiðtogi (f. 1920).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 3. september.