3. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
3. nóvember er 307. dagur ársins (308. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 58 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1450 - Háskólinn í Barcelona var stofnaður.
- 1493 - Kristófer Kólumbus kom auga á eyjuna Dóminíku í Karíbahafinu.
- 1534 - Alessandro Farnese varð Páll 3. páfi.
- 1591 - Giovanni Antonio Facchinetti varð Innósentíus 9. páfi.
- 1640 - Karl 1. Englandskonungur kallaði Langa þingið saman.
- 1660 - Kötlugos hófst og fylgdu því miklir jarðskjálftar og jökulhlaup. Gosið stóð fram á vetur.
- 1796 - Fosetakosningar í Bandaríkjunum: John Adams sigraði Thomas Jefferson.
- 1868 - Ulysses S. Grant var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
- 1903 - Panama klauf sig frá Kólumbíu.
- 1906 - Reglulegar kvikmyndasýningar hófust í Reykjavík í Reykjavíkur Biograftheater (Fjalakettinum).
- 1928 - Tyrkir tóku upp latneskt stafróf í stað þess arabíska.
- 1951 - Íslenska kvikmyndin Niðursetningurinn eftir Loft Guðmundsson var frumsýnd.
- 1957 - Tíkinni Laiku var skotið út í geiminn með Spútnik 2.
- 1961 - Skemmtistaðurinn Glaumbær var opnaður í Reykjavík.
- 1968 - Alþýðubandalagið var stofnað sem formlegur stjórnmálaflokkur, en hafði starfað sem kosningabandalag síðan 4. apríl 1956.
- 1973 - Marineráætlunin: NASA sendi ómannaða könnunarfarið Mariner 10 til Merkúrs.
- 1978 - Megas hélt fræga tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð undir heitinu Drög að sjálfsmorði.
- 1978 - Dóminíka fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1982 - Tankbíll sprakk í Salanggöngunum í Afganistan með þeim afleiðingum að 176 létust.
- 1986 - Norður-Maríanaeyjar fengu sjálfstæði frá Bandaríkjunum.
- 1988 - Norrænu ríkin fimm, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, undirrituðu sáttmála um stofnun Norræna þróunarsjóðsins.
- 1988 - Tamílskir málaliðar frá Srí Lanka reyndu að fremja valdarán á Maldíveyjum en Indlandsher kom í veg fyrir það.
- 1988 - Þúsundir námsmanna mótmæltu fyrrum forseta Suður-Kóreu Chun Doo-hwan.
- 1989 - Austurþýskir flóttamenn komu til vesturþýska bæjarins Hof eftir að hafa farið gegnum Tékkóslóvakíu.
- 1990 - Gro Harlem Brundtland varð forsætisráðherra Noregs.
- 1992 - William Jefferson Clinton (Bill Clinton) náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna.
- 1994 - Fyrsta útgáfa Red Hat Linux kom út.
- 1997 - Yfir 3000 létust þegar fellibylur gekk yfir Víetnam.
- 2002 - Kvikmyndin Harry Potter og leyniklefinn var frumsýnd í Bretlandi.
- 2002 - Flokkur Recep Tayyip Erdoğan vann yfirburðasigur í þingkosningum í Tyrklandi og fékk 363 þingsæti af 550.
- 2007 - Pervez Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og rak forseta hæstaréttar.
- 2009 - Tékkland varð síðasta Evrópusambandsríkið sem undirritaði Lissabonsáttmálann.
- 2009 - Herman Van Rompuy varð fyrsti fasti forseti evrópska ráðsins samkvæmt Lissabonsáttmálanum.
- 2014 - Skýjakljúfurinn One World Trade Center í New York-borg var opnaður almenningi.
- 2017 - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Borgirnar Deir ez-Zor í Sýrlandi og Al-Qa'im í Írak voru teknar úr höndum Íslamska ríkisins.
Fædd
breyta- 39 - Lucanus, rómverskt skáld (d. 65).
- 1604 - Ósman 2. Tyrkjasoldán (d. 1622).
- 1618 - Aurangzeb, Mógúlkeisari (d. 1707).
- 1795 - Pétur Duus, danskur kaupmaður (d. 1868).
- 1852 - Meiji, keisari Japans (d. 1912).
- 1879 - Vilhjálmur Stefánsson, vesturíslenskur landkönnuður (d. 1962).
- 1881 - Þórarinn Böðvar Egilson, íslenskur útgerðarmaður (d. 1956).
- 1901 - Leópold 3. Belgíukonungur (d. 1983).
- 1908 - Giovanni Leone, forsætisráðherra Ítalíu (d. 2001).
- 1912 - Alfredo Stroessner, einræðisherra í Paragvæ (d. 2006).
- 1921 - Charles Bronson, bandarískur leikari (d. 2003).
- 1926 - Valdas Adamkus, forseti Litháen.
- 1933 - Ken Berry, bandarískur leikari (d. 2018).
- 1933 - Amartya Sen, indverskur hagfræðingur.
- 1938 - Jean Rollin, franskur kvikmyndagerðarmaður (d. 2010).
- 1941 - Ikuo Matsumoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1942 - Martin Cruz Smith, bandarískur rithöfundur.
- 1945 - Gerd Müller, þýskur knattspyrnumaður (d. 2021).
- 1951 - Þórunn Pálsdóttir, íslensk leikkona.
- 1952 - Roseanne Barr, bandarísk leikkona.
- 1952 - Jim Cummings, bandarískur leikari.
- 1954 - Adam Ant, breskur söngvari.
- 1962 - Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands.
- 1962 - Gabe Newell, bandarískur forritari.
- 1964 - Líneik Anna Sævarsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Almir Turković, bosnískur knattspyrnumaður.
- 1971 - Unai Emery, spænskur knattspyrnuleikari og -stjóri.
- 1975 - Alexander De Croo, belgískur stjórnmálamaður.
- 1981 - Kristín Eiríksdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1986 - Ólafur Arnalds, íslenskur tónlistarmaður.
- 1995 - Kendall Jenner, bandarísk fyrirsæta.
Dáin
breyta- 361 - Constantius 2. Rómarkeisari (f. 317).
- 1766 - Magnús Gíslason amtmaður (f. 1704).
- 1793 - Olympe de Gouges, franskt leikskáld (f. 1748).
- 1876 - Bjarni Thorsteinsson, amtmaður á Íslandi (f. 1781).
- 1946 - Björn Friðriksson, íslenskur kvæðamaður (f. 1878).
- 1954 - Henri Matisse, franskur listamaður (f. 1869).
- 2019 - Yvette Lundy, frönsk andspyrnukona og kennari (f. 1916).