Humza Haroon Yousaf (f. 7. apríl 1985) er skoskur stjórnmálamaður, núverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands. Yousaf var kjörinn flokksleiðtogi eftir afsögn Nicolu Sturgeon í mars árið 2023. Hann var áður heilbrigðisráðherra Skotlands í ríkisstjórn Sturgeons.

Humza Yousaf
Humza Yousaf árið 2023.
Æðsti ráðherra Skotlands
Núverandi
Tók við embætti
29. mars 2023
ÞjóðhöfðingiKarl 3.
ForveriNicola Sturgeon
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. apríl 1985 (1985-04-07) (39 ára)
Glasgow, Skotlandi
StjórnmálaflokkurSkoski þjóðarflokkurinn
MakiGail Lythgoe (g. 2010; sk. 2017)​
Nadia El-Nakla ​(g. 2019)
Börn1
HáskóliHáskólinn í Glasgow
StarfStjórnmálamaður
Vefsíðahumzayousaf.scot/

Æviágrip breyta

Yousaf bauð sig fram til embættis leiðtoga Skoska þjóðarflokksins eftir að Nicola Sturgeon tilkynnti afsögn sína í febrúar árið 2023. Kosningar um nýjan flokksleiðtoga fóru fram þann 27. mars og Yousaf bar sigur úr býtum með 52 prósent atkvæða gegn 48 prósentum sem fjármálaráðherra Skotlands, Kate Forbes, hlaut.[1][2]

Eftir kjör sitt á leiðtogastól hét Yousaf því að fylgja í fótspor Sturgeon og jafnaðarstefnu hennar.[3] Skoska þingið staðfesti Yousaf sem nýjan æðsta ráðherra Skotlands þann 29. mars. Hann er 37 ára og er þar með yngsti einstaklingurinn sem hefur gegnt embættinu síðan það var stofnað árið 1999. Í sigurræðu sinni eftir leiðtogakjörið hét Yousaf því að kynslóð hans yrði sú sem myndi færa Skotlandi sjálfstæði.[4]

Tilvísanir breyta

  1. Óli Valur Pétursson (27. mars 2023). „Humza Yousaf nýr leiðtogi Skoska þjóðarflokksins“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. mars 2023. Sótt 29. mars 2023.
  2. Bjarki Sigurðsson (27. mars 2023). „Humza Yousaf tekur við af Sturgeon“. Vísir. Sótt 29. mars 2023.
  3. „Yousaf nýr leiðtogi Skoska þjóðarflokksins“. mbl.is. 28. mars 2023. Sótt 29. mars 2023.
  4. Markús Þ. Þórhallsson (28. mars 2023). „Þingið staðfestir Yousaf sem fyrsta ráðherra í dag“. RÚV. Sótt 29. mars 2023.


Fyrirrennari:
Nicola Sturgeon
Æðsti ráðherra Skotlands
(29. mars 2023 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.