9. september

dagsetning
ÁgúSeptemberOkt
SuÞrMiFiLa
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930
2024
Allir dagar


9. september er 252. dagur ársins (253. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 113 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

breyta
  • 2002 - Leikvangurinn Gillette Stadium í Massachusetts var opnaður.
  • 2004 - 9 létust þegar bílsprengja sprakk utan við ástralska sendiráðið í Jakarta.
  • 2006 - Tilkynnt var að eldpiparafbrigðið bhut jolokia (draugapipar eða kóbrapipar) hefði mælst með yfir 1.000.000 stig á Scoville-kvarða og væri því það sterkasta í heimi.
  • 2012 - Nær 60 létust og 300 slösuðust í röð sprengjuárása í Írak.
  • 2013 - Borgaralegu flokkarnir í Noregi, undir forystu Ernu Solberg, fengu mesta meirihluta sem nokkurt kosningabandalag hafði fengið frá stríðslokum.
  • 2015 - Elísabet 2. Bretlandsdrottning náði þeim áfanga að verða sá þjóðhöfðingi Bretlands sem lengst hefur setið.
  • 2016 - Norður-Kórea stóð fyrir sinni fimmtu og stærstu tilraunasprengingu með kjarnorkusprengju.