9. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
9. september er 252. dagur ársins (253. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 113 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 337 - Konstantínus 2., Konstantíus 2. og Konstans 1. tóku við keisaratign eftir lát föður síns, Konstantínusar mikla, og Rómaveldi var skipt í þrjá hluta.
- 1000 - Svoldarorrusta átti sér stað í Eystrasalti þar sem Ólafur Tryggvason lést.
- 1087 - Vilhjálmur rauður varð konungur Englands.
- 1208 - Víðinesbardagi var háður í Hjaltadal, en þó gæti hann hafa verið daginn áður. Höfðingjar sóttu með mikinn her að Guðmundi góða Arasyni, biskupi á Hólum. Í þessum bardaga féll Kolbeinn Tumason.
- 1398 - Janus varð konungur Kýpur.
- 1513 - Orrustan á Flodden Field á Norður-Englandi. Þar sigraði Hinrik 8. Englandskonungur her Skota sem gert höfðu innrás í England. Jakob 4. Skotakonungur féll.
- 1850 - Kalifornía varð 31. ríki Bandaríkjanna.
- 1877 - Þingeyrakirkja, sem Ásgeir Einarsson alþingismaður lét reisa, var vígð.
- 1905 - Sogsbrú, 38 metra löng og 2,5 metra breið hengibrú, var vígð. Um 1000 manns voru viðstödd vígsluna.
- 1913 - Íþróttafélagið Þór var stofnað í Vestmannaeyjum.
- 1914 - Orrustunni við Marne lauk.
- 1926 - Snjókoma var og vöknuðu Reykvíkingar við alhvíta jörð að morgni. Talið er að aldrei hafi gert alhvítt fyrr að hausti í Reykjavík.
- 1940 - Haukadalskirkja í Árnessýslu var vígð eftir endurbyggingu.
- 1942 - Breskum flugmanni tókst á síðustu stundu að beina flugvél sinni frá húsi í Elliðaárdalnum er hann brotlenti þar í kartöflugarði.
- 1947 - Haukur Clausen varð Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi á nýju Íslandsmeti.
- 1971 - Attica-óeirðirnar hófust í fangelsinu í Attica í New York-fylki.
- 1975 - Geimfarinu Viking 2 var skotið á loft.
- 1990 - Fyrsta borgarastyrjöldin í Líberíu: Uppreisnarleiðtoginn Prince Johnson náði forseta landsins Samuel Doe og tók hann af lífi.
- 1990 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Stjórnarhermenn myrtu 184 borgara í Batticaloa.
- 1991 - Tadsíkistan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1993 - Ísrael viðurkenndi PLO sem fulltrúa palestínumanna.
- 1996 - Tölvuleikurinn Crash Bandicoot kom fyrst út.
- 1998 - Háhyrningurinn Keikó kom til Vestmannaeyja.
- 1999 - Íbúðasprengjurnar í Rússlandi: Öflug sprengja sprakk í fjölbýlishúsi í Moskvu með þeim afleiðingum að 94 létust.
- 2001 - Leiðtogi afganska Norðurbandalagsins, Ahmad Shah Massoud, var myrtur af sjálfsmorðssprengjumanni.
- 2001 - 68 dóu úr metanóleitrun í Pärnu í Eistlandi.
- 2002 - Leikvangurinn Gillette Stadium í Massachusetts var opnaður.
- 2004 - 9 létust þegar bílsprengja sprakk utan við ástralska sendiráðið í Jakarta.
- 2006 - Tilkynnt var að eldpiparafbrigðið bhut jolokia (draugapipar eða kóbrapipar) hefði mælst með yfir 1.000.000 stig á Scoville-kvarða og væri því það sterkasta í heimi.
- 2012 - Nær 60 létust og 300 slösuðust í röð sprengjuárása í Írak.
- 2013 - Borgaralegu flokkarnir í Noregi, undir forystu Ernu Solberg, fengu mesta meirihluta sem nokkurt kosningabandalag hafði fengið frá stríðslokum.
- 2015 - Elísabet 2. Bretlandsdrottning náði þeim áfanga að verða sá þjóðhöfðingi Bretlands sem lengst hefur setið.
- 2016 - Norður-Kórea stóð fyrir sinni fimmtu og stærstu tilraunasprengingu með kjarnorkusprengju.
Fædd
breyta- 384 - Honorius, Rómarkeisari (d. 423).
- 1349 - Albert 3., hertogi Austurríkis (d. 1395).
- 1585 - Richelieu kardináli, franskur stjórnmálamaður (d. 1642).
- 1708 - Poul Egede, danskur trúboði (d. 1789).
- 1754 - Hans Christoph Diederich Victor von Levetzow, stiftamtmaður á Íslandi (d. 1829).
- 1822 - Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte, franskur stjórnmálamaður (d. 1891).
- 1828 - Lev Tolstoj, rússneskur rithöfundur (d. 1910).
- 1866 - Guðmundur Hannesson, íslenskur læknir (d. 1946).
- 1867 - Christian Thams, norskur arkitekt (d. 1948).
- 1896 - Jochum M. Eggertsson, íslenskt skáld og þýðandi (d. 1966).
- 1907 - Blagoje Marjanović, júgóslavneskur knattspyrnumaður (d. 1984).
- 1910 - Dósóþeus Tímóteusson, íslenskt skáld (d. 2003).
- 1925 - Valdimar Indriðason, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1995).
- 1939 - Reuven Rivlin, ísraelskur stjórnmálamaður.
- 1941 - Dennis Ritchie, bandarískur tölvunarfræðingur (d. 2011).
- 1949 - Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu.
- 1951 - Tom Wopat, bandarískur leikari.
- 1960 - Hugh Grant, breskur leikari.
- 1960 - Robert Tchenguiz, íranskur athafnamaður.
- 1966 - Adam Sandler, bandarískur leikari.
- 1968 - Julia Sawalha, bresk leikkona.
- 1975 - Michael Bublé, kanadískur söngvari.
- 1984 - Andrej Silnov, rússneskur hástökkvari.
- 1985 - Luka Modrić, króatískur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1000 - Ólafur Tryggvason, Noregskonungur (f. 963).
- 1087 - Vilhjálmur bastarður, Englandskonungur.
- 1208 - Kolbeinn Tumason, íslenskur goðorðsmaður (f. um 1171).
- 1488 - Frans 2., hertogi af Bretagne (féll af hestbaki) (f. 1433).
- 1513 - Jakob 4. Skotakonungur (f. 1473).
- 1514 - Anna af Bretagne, drottning Frakklands (f. 1477).
- 1569 - Pieter Brueghel eldri, flæmskur listmálari (f. um 1525).
- 1607 - Pomponne de Bellièvre, franskur embættismaður (f. 1529).
- 1750 - Henrik Ochsen, danskur embættismaður (f. 1660).
- 1810 - Halldór Jakobsson, sýslumaður (f. 1734).
- 1901 - Henri de Toulouse-Lautrec, franskur listmálari (f. 1864).
- 1927 - Jón S. Bergmann, íslenskt skáld (f. 1874).
- 1952 - Jónas Stefánsson frá Kaldbak, vesturíslenskt skáld (f. 1882).
- 1972 - Gunnlaugur Scheving, íslenskur myndlistarmaður (f. 1904).
- 1976 - Mao Tsetung, leiðtogi Kína (f. 1893).
- 1983 - Luis Monti, argentínsk/ítalskur knattspyrnumaður (f. 1901).
- 2007 - Ásgeir Elíasson, íslenskur íþróttamaður og knattspyrnuþjálfari (f. 1949).
- 2010 - Bent Larsen, danskur skákmeistari (f. 1935).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 9. september.