Nýja alþýðufylkingin
Nýja alþýðufylkingin (franska: Nouveau Front populaire) er kosningabandalag vinstriflokka í Frakklandi sem var stofnað 10. júní 2024 vegna ótta við kosningasigur öfgaflokka til hægri í þingkosningum. Nýja alþýðufylkingin er andsnúin bæði Ensemble-bandalagi Macrons forseta og Þjóðfylkingunni, bandalagi flokka yst á hægri vængnum.
Nýja alþýðufylkingin Nouveau Front populaire | |
---|---|
![]() | |
Leiðtogi | Sameiginleg forysta |
Stofnár | 10. júní 2024 |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Vinstristefna |
Einkennislitur | Rauður |
Sæti á þjóðþinginu | ![]() |
Sæti á öldungadeildinni | ![]() |
Sæti á Evrópuþinginu | ![]() |
Vefsíða | nouveaufrontpopulaire |
Nafn Nýju alþýðufylkingarinnar er vísun til Alþýðufylkingarinnar, kosningabandalags vinstriflokka sem myndað var á fjórða áratugnum til að berjast gegn uppgangi fasisma í Frakklandi.[1]
Flokkarnir sem standa að Nýju alþýðufylkingunni eru Óbugað Frakkland, Franski sósíalistaflokkurinn, Les Écologistes, Franski kommúnistaflokkurinn, Géneration.s, Place Publique, Lýðveldissinnaði sósíalíski vinstriflokkurinn, Nýi andkapítalistaflokkurinn og fleiri smáflokkar á vinstri vængnum.
Nýja alþýðufylkingin fékk flest þingsæti í kosningunum, eða 193 þingmenn af 577.
Tilvísanir
breyta- ↑ „En 1934, la formation du Front populaire, ce n'était pas gagné non plus“. Le HuffPost. 12 júní 2024. Sótt 16 júní 2024..