Ellý Katrín Guðmundsdóttir

Ellý Katrín Guðmundsdóttir (fædd 15. september 1964 í Reykjavík, d. 13. júní 2024) var íslenskur lögfræðingur og fyrrum borgarritari Reykjavíkurborgar. Hún vakti athygli fyrir að beina sjónum almennings að Alzheimer-sjúkdómnum sem lagðist á hana 51 árs að aldri. Hún var sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar 17. júní 2020 fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn.

Hún var gift Magnúsi Karli Magnússyni, fyrrum deildarforseta í læknadeild HÍ og eignuðust þau tvö börn. Móðir Ellýjar er færeysk. Bróðir hennar er Pétur Guðmundsson körfuboltakappi.

Hún lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1980 og lauk svo stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1990, og lauk meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School 1998.

Ellý var skipuð af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010. Hún sat í stjórn Landverndar 2016-2018.

Í Alþingiskosningunum 2021 neitaði kjörstjórn henni að njóta aðstoðar Magnúsar, fulltrúa hennar, í kjörklefa, hún greiddi atkvæði með aðstoð kjörstjóra.

Starfsferill

breyta
  • 1991-1994 lögfræðingur á Einkaleyfastofu
  • 1998-2002 lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington D.C.
  • 2002-2005 forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur
  • 2005-2007 sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar
  • 2007-2008 forstjóri Umhverfisstofnunar
  • 2008-2011 sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
  • 2011-2016 borgarritari Reykjavíkurborgar
  • 2016-2019 lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg

Heimildir

breyta
  • „Forseti.is:Hin íslenska fálkaorða“. Sótt 24. júlí 2022.
  • „Viðskiptablaðið:Ellý Katrín Guðmundsdóttir ráðin sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar“. Sótt 24. júlí 2022.
  • „Þjóðfundur 2010:Um þjóðfundinn“. Sótt 24. júlí 2022.
  • „Landvernd: Aðalfundur 2016“. Sótt 24. júlí 2022.
  • „Morgunblaðið 15. september 2014: Borgarritari á reiðhjóli“. Sótt 24. júlí 2022.
  • „Mbl.is:Rúmlega fimmtug með Alzheimer“. Sótt 24. júlí 2022.
  • „Stundin: Lífið er rólegra núna en við njótum þess“. Sótt 24. júlí 2022.
  • „Fréttablaðið:Konu með Alzheimer neitað um fylgd fulltrúa í kjörklefa“. Sótt 24. júlí 2022.