14. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
14. desember er 348. dagur ársins (349. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 17 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 867 - Hadríanus 2. varð páfi.
- 1136 - Haraldur gilli Noregskonungur var drepinn í Björgvin af Sigurði slembidjákn.
- 1154 - Nicholas Breakspear varð páfi sem Hadríanus 4.. Hann er eini enski páfinn í sögunni.
- 1287 - Grandi milli Norðursjávar og grunns stöðuvatns í Hollandi gaf sig og olli fimmta stærsta flóði sögunnar. 50.000 manns létu lífið en flóðið braut líka hafinu leið að Amsterdam sem eftir það gat þróast sem hafnarborg.
- 1542 - María Stúart varð drottning Skotlands.
- 1702 - John Churchill var sæmdur nafnbótinni hertogi af Marlborough.
- 1890 - Eyrarbakkakirkja var vígð. Altaristafla hennar er eftir Lovísu Danadrottningu, máluð árið 1891.
- 1908 - Togarinn Coot, sem var fyrsti togari keyptur til Íslands, strandaði við Keilisnes.
- 1910 - Vísir til dagblaðs í Reykjavík hóf göngu sína. Vísir og Dagblaðið sameinuðust í DV 26. nóvember 1981.
- 1911 - Roald Amundsen kom á Suðurpólinn.
- 1912 - Stórbruni varð á Akureyri. Tólf hús brunnu til ösku en enginn fórst.
- 1934 - Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður og hét þá „Golfklúbbur Íslands“.
- 1935 - Um mestallt Ísland geysaði fárviðri og varð mikið manntjón. Tuttugu og fimm manns fórust, símalínur slitnuðu niður og skemmdir urðu á húsum.[1]
- 1939 - Sovétríkin voru rekin úr Þjóðabandalaginu vegna innrásarinnar í Finnland.
- 1967 - Konstantín 2. Grikkjakonungur varð að flýja land eftir misheppnaða gagnbyltingu.
- 1977 - Ofviðri samfara stórflóði olli tjóni víða á suðurströnd Íslands, til dæmis á Stokkseyri. Þetta voru talin mestu flóð á tuttugustu öldinni.[2]
- 1977 - Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 1981 - Ísrael innlimaði Gólanhæðir.
- 1984 - Kvikmynd Tage Danielsson, Ronja ræningjadóttir, var frumsýnd í Svíþjóð.
- 1986 - Flugvélin Rutan Voyager varð fyrst til að fljúga í kringum jörðina án þess að taka eldsneyti á leiðinni.
- 1987 - Í Noregi voru sett lög um 40% kynjakvóta í öllum opinberum nefndum, stjórnum og ráðum.
- 1989 - Chile hélt sínar fyrstu frjálsu kosningar í 16 ár.
- 1994 - Bygging Þriggja gljúfra stíflunnar hófst við Sandouping í Kína.
- 1995 - Dayton-samningarnir voru undirritaðir í París.
- 1998 - Júgóslavíuher drap 36 meðlimi Frelsishers Kosóvó.
- 2004 - Hæsta brú heims, Millau-dalbrúin, var opnuð í Frakklandi.
- 2005 - Shakidor-stíflan í Balúkistan í Pakistan brast í kjölfar mikilla rigninga.
- 2009 - LTE-þjónusta fyrir þráðlausar gagnasendingar hófst í Osló og Stokkhólmi.
- 2012 - Skotárásin í Sandy Hook-grunnskólanum: Tvítugur maður skaut 20 börn og sex fullorðna starfsmenn grunnskóla í Newtown til bana í Bandaríkjunum.
- 2013 - Kínverska ómannaða geimfarið Chang'e 3 sem flutti geimbílinn Yutu, varð fyrst til að lenda mjúklega á Tunglinu.
- 2017 - The Walt Disney Company lýsti því yfir að samningar hefðu náðst um kaup á 21st Century Fox fyrir 66 milljarða dala.
- 2022- Fimm simpansar flúðu frá sænska dýragarðinum Furuviksparken. Fjórir þeirra voru skotnir til bana og einn særður lífshættulega.
Fædd
breyta- 1546 - Tycho Brahe, danskur stjörnufræðingur (d. 1601).
- 1631 - Anne Conway, enskur heimspekingur (d. 1679).
- 1739 - Pierre Samuel du Pont de Nemours, franskur rithöfundur (d. 1817).
- 1791 - Johan Ludvig Heiberg, danskt skáld og leikskáld (d. 1860).
- 1841 - Louis Pio, danskur sósíalistaleiðtogi (d. 1894).
- 1867 - Ingibjörg H. Bjarnason, íslenskur skólastjóri og alþingismaður (d. 1941).
- 1879 - Aage Lauritz Petersen danskur verkfræðingur og heilbrigðisfulltrúi (d. 1959).
- 1895 - Georg 6. Bretlandskonungur (d. 1952).
- 1901 - Páll 1., konungur Grikklands (d. 1964).
- 1914 - Karl Carstens, forseti Vestur-Þýskalands (d. 1992).
- 1930 - Egill Jónsson, íslenskur bóndi og alþingismaður (d. 2008).
- 1931 - Hannes Pétursson, íslenskt skáld.
- 1933 - Hisataka Okamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1947 - Dilma Rousseff, forseti Brasilíu.
- 1951 - Guðmundur Ólafsson, íslenskur leikari.
- 1960 - Ebrahim Raisi, forseti Írans.
- 1965 - Helle Helle, danskur rithöfundur.
- 1966 - Helle Thorning-Schmidt, danskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Archie Kao, bandarískur leikari.
- 1970 - Anna Maria Jopek, pólsk söngkona.
- 1979 - Michael Owen enskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Sophie Monk, áströlsk söngkona.
- 1988 - Vanessa Hudgens, bandarísk leikkona.
- 1992 - Ryo Miyaichi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1999 - Karley Scott Collins, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 1136 - Haraldur gilli, Noregskonungur (f. 1103).
- 1503 - Sten Sture eldri, ríkisstjóri Svíþjóðar.
- 1788 - Carl Philipp Emanuel Bach, þýskt tónskáld (f. 1714).
- 1799 - George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna (f. 1732).
- 1817 - Vigfús Hansson Scheving, íslenskur sýslumaður (f. 1735).
- 1947 - Stanley Baldwin, breskur stjórmálamaður (f. 1867).
- 1984 - Vicente Aleixandre, spænskt ljóðskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1898).
- 1989 - Andrei Sakarov, sovéskur kjarneðlisfræðingur (f. 1921).
- 1997 - Stubby Kaye, bandarískur leikari (f. 1918).
- 2009 - Friðjón Þórðarson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1923).
- 2013 - Peter O'Toole, breskur leikari (f. 1932).
- 2018 - Eyþór Þorláksson, gítarleikari (f. 1930).
- 2021 - María Guðmundsdóttir, íslensk leikkona (f. 1935).
Hátíðis- og tyllidagar
breyta- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Stúfur til byggða þennan dag.
Tilvísanir
breyta- ↑ Mannskaðaveðrið varð 26 mönnum að bana. Morgunblaðið, 292. tölublað (17.12.1935), Blaðsíða 3
- ↑ Sjórinn kom beljandi á móti mér þegar ég kom fram á ganginn. Morgunblaðið, 270. tölublað (15.12.1977), Blaðsíða 16-17