4. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
4. janúar er 4. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 361 dagur (362 á hlaupári) er eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 275 - Evtýsíanus varð páfi.
- 1209 - Ríkharður jarl af Cornwall, sonur Jóhanns konungs, kjörinn konungur Þýskalands 1256 (d. 1272).
- 1465 - Jön Bengtsson Oxenstierna biskup sigraði Karl Knútsson Bonde í orrustu á ís við Stokkhólm.
- 1483 - Andrés Guðmundsson var handtekinn á Reykhólum eftir skotbardaga.
- 1642 - Enska borgarastyrjöldin hófst með því að Karl 1. Englandskonungur reyndi að láta handtaka fimm þingmenn.
- 1698 - Whitehall-höll í Englandi eyðilagðist í eldi.
- 1896 - Utah var tekið inn sem 45. fylki Bandaríkjanna.
- 1917 - Fyrsta íslenska ráðuneytið undir forsæti Jóns Magnússonar tók til starfa.
- 1951 - Kóreustríðið: Kínverjar og Norður-Kóreumenn hertóku Seúl.
- 1958 - Edmund Hillary náði á Suðurpólinn.
- 1960 - Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð í Stokkhólmi.
- 1979 - Deng Xiaoping hélt í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
- 1982 - Ítalski útgefandinn Mondadori stofnaði sjónvarpsstöð á landsvísu, Rete 4, með sameiningu 22 héraðsstöðva.
- 1984 - Minnst 100 létust í árásum Ísraelshers á skotmörk í Baalbek í austurhluta Líbanon.
- 1985 - Kaffibaunamálið komst í hámæli þegar Helgarpósturinn greindi frá rannsókn skattrannsóknarstjóra á kaupum SÍS á kaffibaunum frá Brasilíu.
- 1987 - 16 létust þegar lest frá Amtrak rakst á lest frá Conrail við Chase í Maryland.
- 1989 - Annað Sídraflóaatvikið: Tvær líbýskar herþotur voru skotnar niður af bandarískum Grumman F-14 Tomcat-herþotum.
- 1990 - Hundruð létust þegar tvær lestar skullu saman í Sangi í Pakistan.
- 1991 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi meðferð Ísraela á Palestínumönnum.
- 1994 - Mikill samdráttur varð í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. F-15 orrustuþotum var fækkað úr 12 í 4, hlustunar- og miðunarstöð lokað og hermönnum fækkað um tæplega 400 í áföngum.
- 1998 - Ramka-fjöldamorðin: Yfir 170 voru myrt í þremur þorpum í Alsír.
- 1999 - Byssumenn skutu á hóp sjíamúslima í Íslamabad í Pakistan, myrtu 16 og særðu 25.
- 2000 - 19 létust í Åsta-lestarslysinu í Noregi.
- 2004 - Spirit, könnunarfar NASA lenti á Mars klukkan 04:35 UTC.
- 2004 - Mikheil Saakasjvílí sigraði forsetakosningar í Georgíu.
- 2006 - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels var lagður inn á sjúkrahús með alvarlegar heilablæðingar. Ehud Olmert varaforsætisráðherra tók tímabundið við völdum.
- 2008 - Dakarrallinu var aflýst vegna óróleika í Máritaníu.
- 2010 - Skýjakljúfurinn Burj Khalifa í Dúbæ, Sameinuðu arabísku furstadæmunum var vígður við hátíðlega athöfn.
- 2011 - Arabíska vorið: Götusalinn Mohamed Bouazizi lést eftir að hafa kveikt í sér til að mótmæla framferði stjórnvalda í Túnis.
- 2016 - Vegna evrópska flóttamannavandans var flutningstrygging tekin upp fyrir fólksflutninga milli Danmerkur og Svíþjóðar.
- 2021 - Breskur dómstóll hafnaði framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Julian Assange.
- 2021 - Landamæri Sádi-Arabíu og Katar voru opnuð á ný.
Fædd
breyta- 1209 - Ríkharður jarl af Cornwall, sonur Jóhanns konungs, kjörinn konungur Þýskalands 1256 (d. 1272).
- 1334 - Amadeus 4. af Savoja (d. 1383).
- 1643 - Isaac Newton, enskur vísindamaður (d. 1727).
- 1664 - Lars Roberg, sænskur læknir (d. 1742).
- 1720 - Johann Friedrich Agricola, þýskt tónskáld (d. 1774).
- 1896 - Magnús Guðbrandsson, íslenskur knattspyrnumaður (d. 1991).
- 1897 - Árni Pálsson, íslenskur verkfræðingur (d. 1970).
- 1932 - Carlos Saura, spænskur leikstjóri (d. 2023).
- 1940 - Gao Xingjian, kínverskur rithöfundur.
- 1951 - Kjartan Gunnarsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1960 - Michael Stipe, bandarískur söngvari.
- 1961 - Kiyotaka Matsui, japanskur knattspyrnumaður.
- 1964 - Budimir Vujačić, júgóslavneskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Greg Cipes, bandarískur leikari.
- 1986 - James Milner, enskur knattspyrnumaður.
- 1990 - Toni Kroos, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1656 - Þorlákur Skúlason, Hólabiskup (f. 1597).
- 1761 - Stephen Hales, enskur vísindamaður (f. 1677).
- 1883 - Jón Jónsson landritari, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1841).
- 1891 - Konráð Gíslason, málfræðingur og einn Fjölnismanna (f. 1808).
- 1920 - Benito Pérez Galdós, spænskur rithöfundur og leikskáld (f. 1843).
- 1941 - Henri Bergson, franskur heimspekingur (f. 1859).
- 1952 - Loftur Guðmundsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður (f. 1892).
- 1960 - Albert Camus, franskur rithöfundur (f. 1913).
- 1961 - Erwin Schrödinger, austurrískur eðlisfræðingur (f. 1887).
- 1965 - T. S. Eliot, bandarískt skáld (f. 1888).
- 1968 - Jón Helgason, stórkaupmaður og glímukappi (f. 1884).
- 1986 - Phil Lynott, enskur söngvari (f. 1949).
- 2006 - Maktoum bin Rashid Al Maktoum, fursti í Dúbæ (f. 1943).
- 2011 - Gerry Rafferty, skoskur tónlistarmaður (f. 1947).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:4 January.