15. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
15. október er 288. dagur ársins (289. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 77 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1066 - Játgeir Ætheling varð Englandskonungur um stutt skeið.
- 1285 - Jólanda af Dreux og Alexander 3. Skotakonungur gengu í hjónaband.
- 1529 - Tyrkir gáfust upp á umsátrinu og hurfu frá Vínarborg.
- 1678 - Stralsund gafst upp fyrir Brandenborgurum.
- 1815 - Napóleon steig á land á Sankti Helenu og hóf útlegð sína þar.
- 1894 - Alfred Dreyfus var handtekinn og sakaður um njósnir. Upphafið á Dreyfus-málinu.
- 1929 - Fimleikafélag Hafnarfjarðar var stofnað í Hafnarfirði.
- 1940 - Petsamoförin: Strandferðaskipið Esja kom til Reykjavíkur frá Petsamo í Finnlandi með 258 íslenska ríkisborgara, sem höfðu lokast inni í Evrópu vegna stríðsins.
- 1975 - Lög um útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur tók gildi og þorskastríð hófst við Breta.
- 1979 - Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forsæti Benedikts Gröndals tók við völdum og sat í tæpa fjóra mánuði.
- 1983 - Samtök íslenskra skólalúðrasveita voru stofnuð.
- 1987 - Forseti Búrkína Fasó, Thomas Sankara, var myrtur ásamt tólf öðrum í valdaráni Blaise Compaoré.
- 1987 - Ofviðrið í Englandi 1987: 23 létust í Suður-Englandi þegar stormur gekk yfir landið.
- 1989 - Suðurafríski andófsmaðurinn Walter Sisulu var leystur úr haldi.
- 1990 - Mikhaíl Gorbatsjev fékk friðarverðlaun Nóbels.
- 1994 - Jean-Bertrand Aristide sneri aftur til Haítí eftir þriggja ára útlegð.
- 1997 - Andy Green varð fyrstur til að ná hljóðraða á jörðu niðri í þotubifreiðinni ThrustSSC.
- 1997 - NASA sendi Cassini-Huygens-könnunarfarið til Satúrnusar.
- 1999 - Læknar án landamæra fengu friðarverðlaun Nóbels.
- 1999 - Steingervingur af Archaeoraptor (sem síðar reyndist falsaður) var kynntur á ráðstefnu National Geographic Society.
- 2003 - Fyrsta mannaða geimfari Kína, Shenzhou 5, var skotið á loft.
- 2007 - Fyrsta Airbus A380-breiðþotan hóf reglulega farþegaflutninga.
- 2009 – Bóluefni gegn svínaflensu kom til Íslands.
- 2011 - Heimsmótmælin 15. október 2011 fóru fram víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.
- 2013 - Yfir 170 fórust í jarðskjálfta í Bohol á Filippseyjum.
- 2013 - Antje Jackelén varð fyrst kvenna erkibiskup sænsku kirkjunnar.
- 2017 - Bandaríska leikkonan Alyssa Milano hvatti fólk til að segja frá kynferðisofbeldi með myllumerkinu #MeToo.
- 2020 – Sooronbay Jeenbekov, forseti Kirgistans, sagði af sér vegna mótmæla og uppþota eftir þingkosningar í landinu.
Fædd
breyta- 70 f.Kr. - Virgill, rómverskt skáld (d. 19 f.Kr.).
- 1542 - Akbar mikli, mógúlkeisari (d. 1605).
- 1608 - Evangelista Torricelli, ítalskur vísindamaður og stærðfræðingur (d. 1647).
- 1795 - Friðrik Vilhjálmur 4. Prússakonungur (d. 1861).
- 1811 - Eggert Briem, íslenskur sýslumaður (d. 1894).
- 1844 - Friedrich Nietzsche, þýskur heimspekingur (d. 1900).
- 1870 - Árni Thorsteinson, tónskáld og ljósmyndari (d. 1962).
- 1872 - Edith Wilson, bandarísk forsetafrú (d. 1961).
- 1883 - Einar Ingibergur Erlendsson, íslenskur húsasmíðameistari (d. 1968).
- 1885 - Jóhannes Sveinsson Kjarval, listmálari (d. 1972).
- 1894 - Moshe Sharett, forsætisráðherra Ísraels (d. 1965).
- 1908 - John Kenneth Galbraith, kanadískur hagfræðingur (d. 2006).
- 1909 - Björn Sv. Björnsson, íslenskur SS-maður (d. 1998).
- 1913 - Xi Zhongxun, kínverskur stjórnmálamaður (d. 2002).
- 1914 - Múhameð Zahir Sja, síðasti konungur Afganistans (d. 2007).
- 1915 - Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Ísraels (d. 2012).
- 1920 - Mario Puzo, bandarískur rithöfundur (d. 1999).
- 1923 - Herdís Þorvaldsdóttir, íslensk leikkona (d. 2013).
- 1926 - Michel Foucault, franskur heimspekingur (d. 1984).
- 1938 - Fela Kuti, nígerískur tónlistamaður (d. 1997).
- 1943 - Stanley Fischer, bandarískur hagfræðingur.
- 1944 - David Trimble, norður-írskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2022).
- 1954 - Jere Burns, bandarískur leikari.
- 1956 - Soraya Post, sænskur stjórnmálamaður.
- 1966 - Jorge Campos, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Gustavo Zapata, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Bergljót Arnalds, íslensk leikkona og rithöfundur.
- 1972 - Hiroshige Yanagimoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Denys Sjmyhal, forsætisráðherra Úkraínu.
- 1988 - Mesut Özil, þýskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íslenskur kylfingur.
- 2005 - Kristján Danaprins.
Dáin
breyta- 1107 - Markús Skeggjason, íslenskur lögsögumaður.
- 1389 - Úrbanus 6. páfi.
- 1614 - Peder Claussøn Friis, norskur fornmenntafræðingur (f. 1545).
- 1798 - Stefán Björnsson reiknimeistari (f. 1721).
- 1917 - Mata Hari, hollenskur dansari og njósnari (f. 1876).
- 1934 - Raymond Poincaré, franskur stjórnmálamaður (f. 1860).
- 1945 - Pierre Laval, franskur stjórnmálamaður (f. 1883).
- 1946 - Hermann Göring, þýskur hershöfðingi og yfirmaður þýska flugflotans (f. 1893).
- 1971 - Pétur Sigurðsson, háskólaritari og knattspyrnumaður (f. 1896).
- 2012 - Norodom Sihanouk, konungur Kambódíu (f. 1922).
- 2018 - Paul Allen, bandarískur athafnamaður (f. 1953).