FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar

7. mars er 66. dagur ársins (67. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 299 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

breyta
  • 2001 - Sprenging í flugeldaverksmiðju í Fanglin í Kína varð tugum barna að bana. Börnin voru neydd til að búa til flugelda í skólanum.
  • 2001 - Sjö manns voru dæmd fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta var í fyrsta skipti sem dæmt var eftir lögum um peningaþvætti á Íslandi.
  • 2007 - Garuda Indonesia flug 200 hrapaði við Yogyakarta í Indónesíu með þeim afleiðingum að 20 farþegar og 1 áhafnarmeðlimur létust en 119 komust lífs af.
  • 2009 - Geimsjónaukanum Kepler var skotið á braut um Sól. Hann á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins.
  • 2009 - Tveir breskir hermenn voru skotnir til bana í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi. Samtökin The Real IRA lýstu ábyrgð á hendur sér.
  • 2010 - Kathryn Bigelow var fyrsta konan sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Sprengjusveitin (The Hurt Locker).
  • 2021 - Íbúar í Sviss kusu að banna niqab og búrkur í þjóðaratkvæðagreiðslu með 51% meirihluta.