7. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
7. mars er 66. dagur ársins (67. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 299 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1793 - Frakkland sagði Spáni stríð á hendur.
- 1876 - Alexander Graham Bell fékk einkaleyfi á símanum.
- 1902 - Sögufélag var stofnað á Íslandi.
- 1912 - Roald Amundsen tilkynnti í fyrsta sinn opinberlega að leiðangur hans hefði komist á Suðurpólinn þann 14. desember 1911.
- 1918 - Finnland gekk í bandalag með Þýskalandi.
- 1922 - Ríkisstjórn Sigurðar Eggerz tók við völdum.
- 1926 - Símtal á milli London og New York-borgar tókst í fyrsta sinn.
- 1930 - Útvegsbanki Íslands var stofnaður sem arftaki Íslandsbanka (hins eldri).
- 1931 - Stormur braut sjötíu símastaura á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
- 1944 - Fjórir fórust en 39 komust af er þrjú erlend skip strönduðu á söndunum í Vestur-Skaftafellssýslu.
- 1968 - Fyrstu orrustunni í Sægon lauk í Víetnamstríðinu.
- 1975 - Mannbjörg varð er flutningaskipið Hvassafell strandaði á Skjálfanda.
- 1981 - Lagið „Af litlum neista“ sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins þegar hún var haldin í fyrsta sinn.
- 1986 - Landslið Íslands í handbolta varð í sjötta sætti á heimsmeistaramóti í Sviss og komst þar með á Ólympíuleikana árið 1988.
- 1986 - Kvikmyndin Hálendingurinn var frumsýnd í Bretlandi.
- 1987 - Lieyu-fjöldamorðin: Tævanski herinn myrti 19 óvopnaða flóttamenn frá Víetnam sem tóku land á eyjunni Litlu Kinmen.
- 1989 - Íran sleit stjórnmálasambandi við Bretland vegna Söngva Satans.
- 2001 - Sprenging í flugeldaverksmiðju í Fanglin í Kína varð tugum barna að bana. Börnin voru neydd til að búa til flugelda í skólanum.
- 2001 - Sjö manns voru dæmd fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta var í fyrsta skipti sem dæmt var eftir lögum um peningaþvætti á Íslandi.
- 2007 - Garuda Indonesia flug 200 hrapaði við Yogyakarta í Indónesíu með þeim afleiðingum að 20 farþegar og 1 áhafnarmeðlimur létust en 119 komust lífs af.
- 2009 - Geimsjónaukanum Kepler var skotið á braut um Sól. Hann á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins.
- 2009 - Tveir breskir hermenn voru skotnir til bana í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi. Samtökin The Real IRA lýstu ábyrgð á hendur sér.
- 2010 - Kathryn Bigelow var fyrsta konan sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Sprengjusveitin (The Hurt Locker).
- 2021 - Íbúar í Sviss kusu að banna niqab og búrkur í þjóðaratkvæðagreiðslu með 51% meirihluta.
Fædd
breyta- 1663 - Tomaso Antonio Vitali, ítalskt tónskáld (d. 1745).
- 1671 - Rob Roy MacGregor, skosk þjóðhetja (d. 1734).
- 1678 - Filippo Juvarra, ítalskur arkitekt (d. 1736).
- 1693 - Klemens 13. páfi (d. 1769).
- 1872 - Piet Mondrian, hollenskur listmálari (d. 1944).
- 1875 - Maurice Ravel, franskt tónskáld (d. 1937).
- 1895 - Neco, brasilískur knattspyrnumaður (d. 1977).
- 1904 - Reinhard Heydrich, yfirmaður öryggisþjónustu Þriðja ríkisins (d. 1942).
- 1924 - Kōbō Abe, japanskt skáld (d. 1993).
- 1953 - Helgi Þorgils Friðjónsson, íslenskur myndlistarmaður.
- 1956 - Bryan Cranston, bandarískur leikari.
- 1960 - Séra Stefán Jónasson, únitaraprestur í Winnipeg, Kanada.
- 1960 - Kazuo Ozaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Rachel Weisz, bresk leikkona.
- 1974 - Jenna Fischer, bandarísk leikkona.
- 1975 - Audrey Marie Anderson, bandarísk leikkona.
- 1977 - Jérôme Fernandez, franskur handknattleiksmaður.
- 1980 - Laura Prepon, bandarísk leikkona.
- 1980 - Murat Boz, tyrkneskur söngvari.
- 1987 - Eleni Foureira, grísk söngkona.
- 1991 - Quenten Martinus, knattspyrnumaður frá Curaçao.
- 1994 - Jordan Pickford, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 322 f.Kr. - Aristóteles, grískur heimspekingur (f. 384 f.Kr.).
- 161 - Antonínus Píus, rómverskur keisari (f. 86).
- 1274 - Tómas af Aquino, ítalskur guðfræðingur (f. um 1225).
- 1517 - María af Aragóníu, Portúgalsdrottning, kona Manúels 1. (f. 1482).
- 1550 - Vilhjálmur 4., hertogi af Bæjaralandi (f. 1493).
- 1625 - Johann Bayer, þýskur stjörnufræðingur (f. 1572).
- 1724 - Innósentíus 13. páfi (f. 1655).
- 1809 - Jean-Pierre Blanchard, franskur uppfinningamaður (f. 1753).
- 1932 - Aristide Briand, franskur stjórnmálamaður (f. 1862).
- 1933 - Stefán frá Hvítadal, íslenskt skáld (f. 1887).
- 1949 - Samúel Eggertsson, íslenskur kortagerðarmaður (f. 1864).
- 1959 - Arthur Cecil Pigou, breskur hagfræðingur (f. 1877).
- 1978 - Svafa Þórleifsdóttir, íslenskur skólastjóri (f. 1886).
- 1999 - Stanley Kubrick, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1928).
- 2000 - Hirokazu Ninomiya, japanskur knattspyrnumaður (f. 1917).
- 2010 - Kenneth Dover, breskur fornfræðingur (f. 1920)