1941
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1941 (MCMXLI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 5. janúar - Dreifibréfsmálið: Breskir hermenn gengu í störf verkamanna sem voru í verkfalli. Í kjölfarið varð ósætti og Bretar fangelsuðu menn sem þeir töldu hættulega.
- 9. febrúar - Þýsk herflugvél gerði árás á breska hermenn við Ölfusárbrú, tveir særðust. [1]
- 2. mars - 2 létust í snjóflóði við Ísafjarðardjúp.
- 10. mars - Togaranum Reykjaborg RE 64 var sökkt af þýskum kafbáti. Tveir komust lífs af en 13 létust. Þetta var stærsti togari Íslands á þessum tíma og var hann með fiskfarm á leið til Englands [2]
- 7. júlí - Bandarískir hermenn komu til landsins.
- 27. september - Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður.
- 18. nóvember - Fjórða ráðuneyti Hermanns Jónassonar, starfaði til 16. maí 1942.
- Óklárað Þjóðleikhúsið var hernumið af breska hernum sem notaði húsið sem hergagnageymslu.
- Félag íslenskra myndlistarmanna var stofnað.
- Nýtt dagblað kom út.
- Vinnufatabúðin opnaði á Laugavegi (lokaði 2023)
Fædd
- 7. júní - Nína Björk Árnadóttir, skáld og rithöfundur (d. 2000).
Dáin
- 30. október - Ingibjörg H. Bjarnason, skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík og alþingiskona (f. 1867)
Erlendis
breyta- 5. janúar - Breskar og ástralskar hersveitir báru sigurorð á Ítölum í Líbýu.
- 13. janúar - Íbúar sem fæddust í Púertó Ríkó höfðu frá þessum degi bandarískan ríkiborgararétt.
- 2. febrúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 19. febrúar - 22. febrúar - Þýski loftherinn gerði loftárásir á Swansea í Wales, um 400 létust og miðbærinn gjöreyðilagðist.
- 6. apríl - Þýskaland, Ítalía og Ungverjaland réðust inn í Júgóslavíu. Þjóðverjar réðust inn í Grikkland sem lýsti yfir uppgjöf 2 vikum síðar.
- 1. maí - Kvikmyndin Citizen Kane eftir Orson Welles var frumsýnd.
- 5. maí - Eþíópíukeisarinn Haile Selassie kom til Addis Ababa og frelsaði Eþíópíu undan Ítölum.
- 24. maí - Breska herskipinu HMS Hood var sökkt af þýska herskipinu Bismarck vestur af Íslandi. Þremur dögum síðar var Bismarck sökkt af Bretum. yfir 4.000 menn létust í þessum árásum.
- 1. júní - Þjóðverjar náðu yfirráðum Krít eftir harða mótspyrnu.
- 22. júní - Barbarossa-aðgerðin: Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin. Ítalía og Rúmenía lýsa einnig á hendur stríði við Sovétríkin.
- 28. ágúst - Þjóðverjar hernámu Tallinn.
- 3. september - Eiturgasið Zyklon B var fyrst notað til að drepa sovéska fanga.
- 16. september - Resa Sja Íranskeisari sagði af sér í kjölfar innrásar Breta og Sovétmanna í landið.
- 31. október - Lokið var að meitla forseta á Rushmore-fjalli í Suður-Dakóta.
- 19. nóvember - Þýska skipið Kormoran sökkti ástralska skipinu HMAS Sydney undan ströndum Vestur-Ástralíu með þeim afleiðingum að 645 létust.
- 5. desember - Bretland lýsti stríði á hendur Finnlandi, Ungverjalandi og Rúmeníu.
- 7. desember - Árásin á Perluhöfn: Japan gerði árás á Havaí í Bandaríkjunum, rúmlega 2.400 létust. Daginn eftir lýstu Bandaríkin yfir stríði á hendur Japan. Japanir gerðu innrás í Filippseyjar og Hong Kong stuttu eftir árásina á Havaí.
- 11. desember - Þýskaland og Ítalía lýstu yfir stríði á hendur Bandaríkjunum.
- Standard & Poor's matsfyrirtækið var stofnað.
- Breska sérsveitin var stofnuð.
- Körfuboltaliðið Detroit Pistons var stofnað sem Fort Wayne Pistons.
Fædd
- 4. október - Anne Rice, bandarískur rithöfundur (d. 2021).
Dáin
- Eðlisfræði - Voru ekki veitt þetta árið.
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið
Tilvísanir
breyta- ↑ Morgunblaðið, 11. febrúar 1941 Tímarit.is
- ↑ [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=85567 Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni? - Vísindavefurinn]