29. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
29. ágúst er 241. dagur ársins (242. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 124 dagar eru eftir af árinu.
Dagurinn er kallaður höfuðdagur, vegna píslarvættis Jóhannesar skírara. Dagurinn er einnig tengdur íslenskri hjátrú, en menn trúðu því að veðurfarið þennan dag héldist næstu þrjár vikur.
Atburðir
breyta- 1189 - Jóhann landlausi gekk að eiga Ísabellu af Gloucester.
- 1220 - Helgastaðabardagi milli Guðmundar Arasonar og Sighvats Sturlusonar og Arnórs Tumasonar hófst.
- 1350 - Enskur floti sem Játvarður 3. stýrði sjálfur vann sigur á spænskum flota.
- 1395 - Albert 4. varð hertogi Austurríkis.
- 1484 - Innósentíus 8. (Giovanni Battista Cybo) varð páfi.
- 1521 - Tyrkir náðu Belgrad á sitt vald.
- 1526 - Bardaginn við Mohács: Tyrkneskur her undir stjórn Suleimans 1. soldáns vann sigur á ungverska hernum og Loðvík 2. Ungverjalandskonungur féll á undanhaldinu. Suleiman tók Buda herskildi.
- 1596 - Kristján 4. var krýndur en hann varð fullveðja þetta ár. Hann hafði verið Danakonungur frá 1588.
- 1756 - Friðrik mikli Prússakonungur gerði innrás í Saxland.
- 1791 - Skip James Cook, HMS Endeavor, strandaði á Kóralrifinu mikla undan strönd Ástralíu.
- 1842 - Nanking-sáttmálinn batt enda á fyrra ópíumstríðið í Kína.
- 1862 - Akureyri fékk kaupstaðarréttindi í annað sinn. Fyrstu kaupstaðarréttindin voru veitt 1786 um leið og Reykjavík varð kaupstaður.
- 1905 - Þjóðræðisflokkurinn var stofnaður á Íslandi.
- 1910 - Matthías Einarsson, læknir, framkvæmdi fyrsta keisaraskurð á Íslandi, þar sem bæði móðir og barn lifðu, í Reykjavík.
- 1914 - Ráðherra gaf út tilskipanir vegna ófriðarins í Evrópu til að tryggja hlutleysi Íslands. Íslendingum var bannað að veita ófriðarríkjunum eða ganga í heri þeirra.
- 1943 - Sundhöll Hafnarfjarðar var opnuð.
- 1944 - Á Ísafjarðardjúpi veiddist 300 kílógramma túnfiskur og þóttu það tíðindi. Næstu daga veiddust fjórir aðrir.
- 1945 - Hafin var bygging húss fyrir Þjóðminjasafn Íslands við Hringbraut í Reykjavík og var það kallað „morgungjöf lýðveldisins til þjóðarinnar“. Húsið var tekið í notkun 1950.
- 1948 - Baldur Möller varð skákmeistari Norðurlanda, fyrstur Íslendinga.
- 1962 - Vígt var elliheimili og stofnaður menningarsjóður á Akureyri til að minnast 100 ára afmælis kaupstaðarréttindanna.
- 1970 - Blaðamaðurinn Rubén Salazar var skotinn til bana af lögreglumanni í mótmælum gegn Víetnamstríðinu í Los Angeles.
- 1970 - Frumgerð McDonnell Douglas DC-10 flaug í fyrsta skipti.
- 1971 - Eldur kom upp í kirkjunni á Breiðabólstað á Skógarströnd vegna gastækja og brann hún algjörlega. Á sama tíma kviknaði í bíl sóknarprestsins.
- 1991 - Herforinginn Michel Aoun hélt í útlegð frá Líbanon.
- 1991 - Boris Jeltsín leysti upp og bannaði Kommúnistaflokk Sovétríkjanna.
- 1992 - Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur var frumsýnd. Myndin fjallar um strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi pas?
- 1992 - Tugþúsundir mótmæltu árásum nýnasista á flóttamenn og innflytjendur í Rostock í Þýskalandi.
- 1993 - Listasafnið á Akureyri tók til starfa.
- 1996 - Íslenska dagblaðið Dagur-Tíminn kom út í fyrsta sinn.
- 1996 - 141 fórust þegar rússnesk Vnukovo Airlines flug 2801 rakst á fjall við flugvöllinn á Spitsbergen.
- 1997 - Yfir 100 manns voru myrt í Rais-fjöldamorðunum í Alsír.
- 2002 - Íslenska teiknimyndin Litla lirfan ljóta var frumsýnd.
- 2003 - Bílasprengja sprakk við mosku í Nadjaf í Írak með þeim afleiðingum að 95 létust, þar á meðal sjítaklerkurinn Mohammad Baqr al Hakim.
- 2005 - Fellibylurinn Katrína olli yfir 1600 dauðsföllum og gríðarlegri eyðileggingu á suðurströnd Bandaríkjanna.
- 2013 - Breska þingið hafnaði tillögu um beitingu hervalds í Sýrlandi.
- 2014 - Nornahraun hóf að myndast við eldgos í Holuhrauni norðan Vatnajökuls á Íslandi.
Fædd
breyta- 1619 - Jean-Baptiste Colbert, franskur fjármálaráðherra (d. 1683).
- 1632 - John Locke, enskur heimspekingur (d. 1704).
- 1780 - Jean Auguste Dominique Ingres, franskur listmálari (d. 1867).
- 1862 - Maurice Maeterlinck, belgískt leikskáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1949).
- 1871 - Albert Lebrun, franskur stjórnmálamaður (d. 1950).
- 1876 - Charles F. Kettering, bandarískur uppfinningamaður (d. 1958).
- 1890 - Karl Gústaf Stefánsson, íslensk-kanadískur skopmyndateiknari (d. 1966).
- 1897 - Gústi Guðsmaður, íslenskur sjómaður (d. 1985).
- 1907 - Takeo Wakabayashi, japanskur knattspyrnumaður (d. 1937).
- 1915 - Ingrid Bergman, sænsk leikkona (d. 1982).
- 1920 - Charlie Parker, bandarískur saxófónleikari (d. 1955).
- 1923 - Richard Attenborough, breskur heimildarmyndagerðarmaður (d. 2014).
- 1931 - Þorleifur Einarsson, íslenskur jarðfræðingur (d. 1999).
- 1935 - William Friedkin, bandariskur leikstjori.
- 1936 - John McCain, bandarískur þingmaður.
- 1946 - Dimitris Christofias, forseti Kýpur.
- 1958 - Michael Jackson, bandarískur söngvari (d. 2009).
- 1959 - Ramón Díaz, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Frances Ruffelle, ensk söngkona.
- 1970 - Alessandra Negrini, brasilísk leikkona.
- 1972 - Kentaro Hayashi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Thomas Tuchel, þýskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Andrea Ferro, ítalskur söngvari.
- 1974 - Sigurjón Brink, íslenskur tónlistarmaður (d. 2011).
- 1977 - Erpur Eyvindarson, íslenskur rappari.
- 1980 - David Desrosiers, kanadískur bassaleikari (Simple Plan).
- 1986 - Lea Michele, bandarisk leikkona.
- 1990 - Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, sundmaður úr ÍRB.
Dáin
breyta- 1123 - Eysteinn Magnússon, Noregskonungur (f. um 1088).
- 1395 - Albert 3., hertogi af Austurríki (f. 1349).
- 1688 - Stefán Ólafsson, prestur og skáld í Vallanesi (f. um 1619).
- 1799 - Píus 6. páfi (f. 1717).
- 1804 - Niels Ryberg, danskur stórkaupmaður (f. 1725).
- 1877 - Brigham Young, annar spámaður og leiðtogi Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (f. 1801).
- 1904 - Murad V, ottómanskur soldán (f. 1840).
- 1946 - Jón Hróbjartsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1877).
- 1966 - Sayyid Qutb, egypskur fræðimaður (f. 1906).
- 1975 - Eámon de Valera, írskur stjórnmálamaður (f. 1882).
- 1978 - Loftur Guðmundsson, íslenskur þýðandi.
- 1982 - Ingrid Bergman, sænsk leikkona (f. 1915).
- 2004 - Gunnar G. Schram, íslenskur lögfræðingur (f. 1931).
- 2011 - David Honeyboy Edwards, bandarískur tónlistarmaður (f. 1915).
- 2016 - Gene Wilder, bandarískur leikari (f. 1933).