Vesturbakkinn

landsvæði í Vestur-Asíu

Vesturbakkinn er landsvæði vestur af Jórdan-fljóti sem er ekki viðurkennt sem hluti af neinu sjálfstæðu ríki de jure. De facto er svæðið að hluta undir takmarkaðri stjórn heimastjórnar Palestínumanna og að hluta undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum ber landsvæðinu að vera, líkt og Gasaströndin, hluti af heimastjórnarsvæði Palestínumanna, og stjórn Ísraelshers því tæknilega séð hernám. Meirihluti íbúa svæðisins eru Palestínumenn en töluverður fjöldi gyðinga býr í landnemabyggðum á svæðinu.

Kort af Vesturbakkanum

Svæðið var hernumið af Ísrael í Sex daga stríðinu 1967, en aðeins Austur-Jerúsalem var formlega innlimuð í Ísrael.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.