31. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
31. október er 304. dagur ársins (305. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 61 dagur er eftir af árinu.
Dagurinn er oft þekktur hjá börnum og foreldrum sem Hrekkjavakan, en þá fara börn í hverfinu í hús og sníkja sælgæti.
Atburðir
breyta- 475 - Orestes skipaði son sinn, Romulus Augustus, keisara Vestrómverska ríkisins.
- 1396 - Ísabella af Valois, sex ára dóttir Karls 6. Frakkakonungs, giftist Ríkharði 2. Englandskonungi (29 ára) og var hjónabandið hluti af vopnahléssamningi milli Frakklands og Englands.
- 1517 - Marteinn Lúther hengdi skjal í 95 greinum á kirkjudyrnar í Wittenbergkastala og hóf með því siðbótina.
- 1654 - Friðrik María var krýndur kjörfursti í Bæjaralandi.
- 1817 - Í Reykjavík var minnst þriggja alda afmælis siðbótar Marteins Lúthers.
- 1876 - Fellibylur skall á austurströnd Indlands. 200.000 manns létu lífið.
- 1931 - Akstur Strætisvagna Reykjavíkur hófst og var fyrsta leiðin Lækjartorg-Kleppur.
- 1934 - Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórberg Þórðarson til að greiða 200 krónur í sekt fyrir meiðandi ummæli um Adolf Hitler og stjórn Þriðja ríkisins.
- 1936 - Þjóðviljinn hóf göngu sína og studdi Kommúnistaflokkinn og síðar Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið.
- 1964 - Á Miklatúni í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Einari Benediktssyni til að minnast aldarafmælis skáldsins.
- 1966 - Baltikuferðinni lýkur við komuna til Reykjavíkurhafnar.
- 1970 - Svarti september í Jórdaníu: Yasser Arafat undirritaði friðarsamkomulag sem hluti Palestínumanna hafnaði.
- 1971 - Írski lýðveldisherinn stóð fyrir sprengjutilræði efst í Póstturninum í London.
- 1972 - Geir Hallgrímsson óskaði lausnar frá embætti borgarstjóra í Reykjavík. Birgir Ísleifur Gunnarsson tók við.
- 1975 - Marokkó sendi her sinn inn í Spænsku-Sahara í aðdraganda Grænu göngunnar.
- 1976 - Fyrsta skóflustunga var tekin að Borgarleikhúsinu í Reykjavík.
- 1981 - Kvikmyndin Útlaginn var frumsýnd á Íslandi.
- 1984 - Forsætisráðherra Indlands, Indira Gandhi, var myrt af tveimur öryggisvörðum sínum í hefndarskyni fyrir blóðbaðið í Amritsar. Sonur hennar, Rajiv Gandhi, tók við sem forsætisráðherra.
- 1989 - Hálf milljón manna tók þátt í fjöldamótmælum í Leipzig.
- 1991 - Hrekkjavökubylurinn hófst í norðausturhluta Bandaríkjanna.
- 1992 - Jóhannes Páll 2. páfi afnam dóm rannsóknarréttarins yfir Galileo Galilei og baðst formlega afsökunar á honum.
- 1996 - 96 farþegar létust auk þriggja á jörðu niðri þegar TAM Transportes Aéreos Regionais flug 402 hrapaði á íbúðahverfi í São Paulo.
- 1999 - EgyptAir flug 990 hrapaði við Nantucket í Bandaríkjunum. Allir um borð, 217 talsins, fórust.
- 2000 - 83 létust þegar Singapore Airlines flug 006 lenti í árekstri á Chiang Kai Shek-flugvelli.
- 2002 - Íslenska heimildarmyndin Í skóm drekans var frumsýnd.
- 2010 - Yfir 30 létust þegar Al-Kaída gerði árás á sýrlensk-kaþólska kirkju í Bagdad.
- 2010 - Dilma Rousseff var kjörin forseti Brasilíu, fyrst kvenna.
- 2010 - Heimssýningin í Sjanghæ hófst.
- 2011 - Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í kosningu að veita Palestínu aðild.
- 2011 - Mannfjöldinn á jörðinni náði 7 milljörðum samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.
- 2014 - Forseti Búrkína Fasó, Blaise Compaoré, sagði af sér eftir að herinn tók völdin.
- 2014 - Geimfarið VSS Enterprise, af gerðinni SpaceShipTwo, hrapaði. Einn flugmaður fórst.
- 2015 - Heimssýningin Expo 2015 hófst í Mílanó.
- 2015 - 314 létust þegar rússneska farþegavélin Metrojet flug 9268 hrapaði á Sínaískaga í Egyptalandi.
- 2017 - Pallbílsárásin í New York 2017: Maður ók pallbíl á göngu- og hjólreiðafólk við Hudson River Park í New York-borg með þeim afleiðingum að 8 létust
- 2020 - Fellibylurinn Goni gekk á land í Catanduanes á Filippseyjum og olli miklu tjóni.
- 2020 - Brandenborgarflugvöllur í Berlín var opnaður eftir 14 ára byggingartímabil.
- 2021 - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2021 hófst í Glasgow í Skotlandi.
Fædd
breyta- 1291 - Philippe de Vitry, franskt tónskáld (d. 1361).
- 1345 - Fernardó 1. Portúgalskonungur (d. 1383).
- 1424 - Vladislás 3. Póllandskonungur (d. 1444).
- 1620 - John Evelyn, enskur dagbókarhöfundur (d. 1706).
- 1622 - Pierre Paul Puget, franskur listamaður (d. 1694).
- 1632 - Jan Vermeer, hollenskur listmálari (d. 1675).
- 1636 - Ferdinand María kjörfursti af Bæjaralandi (d. 1679).
- 1705 - Klemens 14. páfi (d. 1774).
- 1711 - Laura Bassi, ítölsk vísindakona sem var fyrsta konan sem opinberlega stundaði háskólakennslu í Evrópu.
- 1795 - John Keats, enskt skáld (d. 1821).
- 1815 - Karl Weierstrass, þýskur stærðfræðingur (d. 1897).
- 1838 - Luis 1. Portúgalskonungur (d. 1889).
- 1864 - Einar Benediktsson, athafnaskáld (d. 1940).
- 1869 - Eyjólfur Jónsson, íslenskur ljósmyndari (d. 1944).
- 1875 - Vallabhbhai Patel, indverskur stjórnmálamaður (d. 1950).
- 1887 - Chiang Kai-shek, kínverskur stjórnmálamaður (d. 1975).
- 1903 - Bertrand de Jouvenel, franskur stjórnmálaheimspekingur (d. 1987).
- 1920 - Dick Francis, breskur rithöfundur (d. 2010).
- 1920 - Takashi Kano, japanskur knattspyrnumaður (d. 2000).
- 1922 - Norodom Sihanouk, konungur Kambódíu (d. 2012).
- 1927 - Edmund Gettier, bandarískur heimspekingur.
- 1930 - Michael Collins, bandarískur geimfari (d. 2021).
- 1935 - Hjörleifur Guttormsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1940 - Ragnhildur Óskarsdóttir eða Róska, íslensk listakona (d. 1996).
- 1940 - Pétur Einarsson, íslenskur leikari.
- 1942 - David Ogden Stiers, bandarískur leikari.
- 1947 - Herman Van Rompuy, belgískur stjórnmálamaður.
- 1949 - Bob Siebenberg, bandarískur tónlistarmaður (Supertramp).
- 1950 - John Candy, kanadískur leikari (d. 1994).
- 1953 - Jóhanna Kristín Yngvadóttir, íslensk myndlistarkona (d. 1991).
- 1953 - José Alberto Costa, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1955 - Guðmundur Árni Stefánsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1961 - Peter Jackson, nýsjálenskur leikstjóri.
- 1963 - Guðmundur Franklín Jónsson, íslenskur viðskiptamaður.
- 1963 - Dunga, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1963 - Rob Schneider, bandarískur leikari.
- 1964 - Marco van Basten, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Vanilla Ice, bandarískur söngvari.
- 1970 - Nolan North, bandarískur leikari.
- 1977 - Chikara Fujimoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Alfredo Anderson, panamískur knattspyrnumaður.
- 1980 - Kengo Nakamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Marianne Hasperhoven, hollensk fyrirsæta.
- 1997 - Marcus Rashford, enskur knattspyrnumaður.
- 2000 - Willow Smith, bandarísk leik- og söngkona.
- 2005 - Elenóra Spánarprinsessa.
Dáin
breyta- 1214 - Elinóra Kastilíudrottning, kona Alfreðs 8. (f. 1162).
- 1841 - Georg Anton Friedrich Ast, þýskur heimspekingur og fornfræðingur (f. 1778).
- 1926 - Harry Houdini, ungverskur töframaður (f. 1874).
- 1945 - Alfred Edward Taylor, breskur heimspekingur (f. 1869).
- 1957 - Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, íslenskur þýðandi (f. 1886).
- 1971 - Kristín L. Sigurðardóttir, íslensk stjórnmálakona (f. 1898).
- 1979 - Putte Kock, sænskur íþróttamaður (f. 1901).
- 1984 - Indira Gandhi, indverskur stjórnmálamaður (f. 1917).
- 1986 - Hinrik Frehen, biskup á Íslandi (f. 1917).
- 1993 - Federico Fellini, ítalskur leikstjóri (f. 1920).
- 1993 - River Phoenix, bandarískur leikari (f. 1970).
- 1998 - Hulda Dóra Jakobsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs (f. 1911).
- 2020 - Sean Connery, skoskur leikari (f. 1930).