Dagur B. Eggertsson

borgarstjóri Reykjavíkur frá 2014 til 2024

Dagur Bergþóruson Eggertsson (f. 19. júní 1972) er fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. Dagur fyrst var borgarstjóri Reykjavíkur í hundrað daga frá október 2007 til janúar 2008 og gegndi síðan aftur embættinu í tíu ár frá 2014 til 2024.

Dagur B. Eggertsson
Borgarstjóri Reykjavíkur
Í embætti
16. júní 2014 – 16. janúar 2024
ForveriJón Gnarr
EftirmaðurEinar Þorsteinsson
Í embætti
16. október 2007 – 21. janúar 2008
ForveriVilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
EftirmaðurÓlafur F. Magnússon
Persónulegar upplýsingar
Fæddur19. júní 1972 (1972-06-19) (52 ára)
Ósló, Noregi
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MakiArna Dögg Einarsdóttir
BörnRagnheiður Hulda, Móeiður, Steinar Gauti, Eggert
HáskóliHáskóli Íslands
Háskólinn í Lundi
StarfLæknir, stjórnmálamaður

Menntun og fyrri störf

breyta

Dagur fæddist 19. júní 1972 í Ósló, Noregi. Foreldrar hans eru Eggert Gunnarsson dýralæknir á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og Bergþóra Jónsdóttir lífefnafræðingur. Dagur útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1992 og var síðasta ár sitt þar formaður nemendafélags menntaskólans, nemendaembættið bar latneska titilinn inspector scholae. Ásamt því var hann formaður Félags framhaldsskólanema.

Hann lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1999. Hann tók eitt ár í heimspeki 1993 til 1994 samhliða læknanáminu. Dagur var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1994 til 1995 og sat í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1997 til 1999.

Frá 1995 til 1997 hafði hann umsjón með útvarpsþætti um vísindi fyrir Ríkisútvarpið og gerði árið 1998 heimildaþætti um eftirstríðsárin á Íslandi.[1]

Hann skrifaði ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hún kom út í þremur bindum á árunum 1998-2000.

Ferill í stjórnsýslu

breyta

Dagur hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2002, 2002-2006 fyrir Reykjavíkurlistann en síðan fyrir Samfylkinguna. Hann sigraði prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík í febrúar 2006.

Dagur tók við embætti borgarstjóra þann 16. október 2007, eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk. Björn Ingi Hrafnsson sagði skilið við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þann 11. október 2007, en dagana á undan hafði verið misklíð innan meirihlutans um tilveru útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. Reykjavik Energy Invest. Meirihlutinn á bak við Dag sem borgarstjóra samanstóð af borgarfulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, Framsóknarflokks og F-lista.

Þann 21. janúar 2008 tilkynntu Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að þeir hefðu ákveðið að mynda saman meirihluta með Ólaf sem borgarstjóra. Meirihlutinn tók við völdum 24. janúar 2008 og lét Dagur þá af embætti borgarstjóra. Hafði hann þá setið í embætti í hundrað daga. Aðeins Árni Sigfússon hafði setið skemur í embætti borgarstjóra en Dagur á fyrstu stjórnartíð hans.

Dagur var formaður borgarráðs 2010-2014 í samstarfi Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Að loknum borgarstjórnarkosningum 2014 var Dagur kjörinn borgarstjóri í meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata.

Í sveitarstjórnarkosningum 2018 tapaði Samfylkingin nokkru fylgi í Reykjavík og varð næststærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum. Degi tókst þó að mynda nýjan meirihluta með því að fá Viðreisn til þess að ganga inn í stjórnarsamstarfið í stað Bjartrar framtíðar (sem bauð ekki fram í kosningunum).[2]

Stuttu eftir myndun nýrrar borgarstjórnar greindist Dagur með fylgigigt, sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem hamlar hreyfingu sjúklingsins. Hann hóf lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sama ár.[3]

Í sveitarstjórnarkosningum 2022 tapaði Samfylkingin næstum því fimm prósentum en náði samt að mynda minnihluta með Pírötum, Viðreisn og Framsóknarflokki, sem að kom í stað VG. Þá var það tilkynnt að Dagur myndi láta af embætti um áramótin 2023/2024 og að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar myndi taka við embættinu. 16. janúar 2024 lét Dagur af embætti borgarstjóra og var kjörinn formaður borgarráðs.

Braggamálið

breyta

Frá árinu 2018 hefur stjórnartíð Dags litast af svokölluðu „braggamáli“, hneykslismáli sem varðar fjárframlög Reykjavíkurborgar til uppbyggingu gamals bragga í Nauthólsvík. Uppbyggingin á bragganum fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið.[4] Víða vakti furðu hvernig fénu var varið, sér í lagi að framkvæmdaraðilar hefðu flutt inn sérstök „höfundarréttarvarin“ strá frá Danmörku fyrir 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann.[5] Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sakaði Dag um að brjóta lög með því að greiða reikninga fyrir verkefnið án heimildar frá borgarráði og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór fram á afsögn hans.[4]

Þann 20. desember 2018 gaf Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar út skýrslu um braggamálið.[6] Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að borgarstjórn hefði ekki haft nægilegt eftirlit til að tryggja að uppbygging braggans færi fram innan marka samþykktra fjárheimilda.[7] Jafnframt hafi borgarráð hlotið villandi eða jafnvel rangar upplýsingar um framkvæmdirnar.[7] Eftir birtingu skýrslunnar kvaðst Dagur sem æðsti yfir­maður stjórn­sýslunnar í borginni bera pólitíska ábyrgð á málinu en lagði þó einnig áherslu á að réttum upplýsingum hefði ekki verið miðlað til hans eða til borgarráðsins. Dagur sagðist ætla að huga að „nauðsynlegum umbótum“ til að koma í veg fyrir að málið endurtæki sig.[8]

Leikskólamál

breyta

Í ágúst 2022 fengu Dagur og stjórn hans mikla gagnrýni fyrir að úthluta börnum ekki pláss á leikskóla. Allt að 100 foreldrar mættu í Ráðhús Reykjavíkur til að mótmæla. [9]

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Læknar á Íslandi. Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.
  2. „Nýr meirihluti í borginni kynntur við Breiðholtslaug“. Reykjavík. 2018. Sótt 20. desember 2018.
  3. „Dagur B. glímir við veikindi“. Fréttablaðið. 21. júlí 2018. Sótt 21. júlí 2018.
  4. 4,0 4,1 Freyr Rögnvaldsson (21. júlí 2018). „Bragginn sem borgin fær að borga fyrir“. Stundin. Sótt 20. desember 2018.
  5. Kristín Ólafsdóttir (9. október 2018). „„Höfundarréttarvarin" strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur“. Vísir. Sótt 20. desember 2018.
  6. „Nauthólsvegur 100“ (PDF). Reykjavíkurborg, Innri endurskoðun. 20. desember 2018. Sótt 20. desember 2018.
  7. 7,0 7,1 Baldur Guðmundsson (20. desember 2018). „Svört skýrsla: Ekkert eftir­­lit og verk­takar hand­valdir“. Fréttablaðið. Sótt 20. desember 2018.
  8. Daníel Freyr Birkisson (20. desember 2018). „Dagur: Mark­miðið að draga úr líkum á öðru bragga­máli“. Fréttablaðið. Sótt 20. desember 2018.
  9. Borgin ekki að gera sitt besta RÚV, sótt 20/8 2022


Fyrirrennari:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Borgarstjóri Reykjavíkur
(16. október 200724. janúar 2008)
Eftirmaður:
Ólafur F. Magnússon
Fyrirrennari:
Jón Gnarr
Borgarstjóri Reykjavíkur
(16. júní 201416. janúar 2024)
Eftirmaður:
Einar Þorsteinsson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.