22. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
22. september er 265. dagur ársins (266. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 100 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1206 - Guðmundur Arason biskup bannfærði Kolbein Tumason.
- 1499 - Maximilían 1. keisari hins Heilaga rómverska ríkis, neyddist til að viðurkenna de facto sjálfstæði Svisslendinga.
- 1562 - Maxímilían, sonur Ferdínands 1. keisara, varð konungur Bæheims og var seinna sama ár kjörinn konungur Þýskalands.
- 1565 - Magnús Jónsson prúði gekk að eiga Ragnheiði Eggertsdóttur og flutti að Ögri við Ísafjarðardjúp.
- 1609 - Allir kristnir márar voru reknir frá Spáni til Marokkó. Allt að þriðjungur íbúa suðurhéraða Spánar hvarf á brott.
- 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Svíar lögðu Erfurt undir sig.
- 1704 - Sæmundur Þórarinsson bóndi í Árbæ fannst myrtur í Elliðaám. Eiginkona hans og mótbýlismaður þeirra voru dæmd til lífláts fyrir morðið.
- 1930 - Ferðafélag Íslands tók fyrsta sæluhús sitt í notkun. Húsið er í Hvítárnesi upp undir Langjökli.
- 1957 - Árbæjarsafn var opinberlega opnað almenningi með viðhöfn.
- 1960 - Frakkar viðurkenndu sjálfstæði Malí.
- 1964 - Söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu var frumsýndur á Broadway.
- 1970 - Sýrlandsher hörfaði frá Jórdaníu.
- 1973 - Menntaskólinn í Kópavogi var settur í fyrsta skipti.
- 1975 - Sara Jane Moore reyndi að myrða Bandaríkjaforseta, Gerald Ford, í San Francisco.
- 1980 - Írak réðst á Íran og byrjaði þar með átta ára stríð.
- 1985 - Plaza-samningurinn um lækkun Bandaríkjadals var undirritaður af fulltrúum fimm ríkja.
- 1987 - Bandarísku gamanþættirnir Fullt hús hófu göngu sína á ABC.
- 1992 - Fyrsta Ólympíumóti þroskahamlaðra lauk í Madrid. Íslendingar voru sigursælir í sundi og fékk íslenskt sundfólk alls 21 verðlaun á leikunum, þar af 10 gull. Sigrún Huld Hrafnsdóttir fékk fleiri verðlaun á leikunum en nokkur annar keppandi.
- 1994 - Fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Vinir fór í loftið á NBC í Bandaríkjunum.
- 2000 - Kauphallirnar í Amsterdam, Brussel og París runnu saman í eina og Euronext varð til.
- 2003 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Two and a Half Men hóf göngu sína á CBS.
- 2006 - Fréttastöðin NFS hætti útsendingum.
- 2007 - Hæstiréttur Chile samþykkti framsal Alberto Fujimori til Perú.
- 2008 - Al Thani-málið: Félag í eigu Mohammad Bin Khalifa Al-Thani var sagt hafa keypt 5,01% hlut í Kaupþingi.
- 2013 - Kirkjusprengingin í Peshawar: 127 létust þegar sprengja sprakk við kirkju í Peshawar í Pakistan.
- 2014 - Bandaríkjaher ásamt bandamönnum hóf loftárásir á Íslamska ríkið í Sýrlandi.
- 2018 - 30 létust í árás á hergöngu í Ahvaz í Íran.
- 2021 – Grímseyjarkirkja brann til grunna. Kirkjan var reist árið 1867. Ekkert manntjón varð í eldsvoðanum.
Fædd
breyta- 1515 - Anna af Cleves, fjórða kona Hinriks 8. (d. 1557).
- 1552 - Vasilíj Sjúiskíj, Rússakeisari (d. 1612).
- 1791 - Michael Faraday, enskur efnafræðingur (d. 1867).
- 1867 - Sigurjón Friðjónsson, íslenskur alþingismaður og skáld (d. 1950).
- 1880 - Christabel Pankhurst, ensk súffragetta (d. 1958).
- 1882 - Wilhelm Keitel, þýskur hershöfðingi (d. 1946).
- 1921 - Sidney Morgenbesser, bandarískur heimspekingur (d. 2004).
- 1925 - Jens Tómasson, íslenskur jarðfræðingur (d. 2012).
- 1932 – Ingemar Johansson, sænskur boxari (d. 2009).
- 1934 - Ragnar Bjarnason, íslenskur tónlistarmaður (d. 2020).
- 1943 - Toni Basil, bandarísk söngkona.
- 1947 - Norma Leah McCorvey, bandarísk baráttukona.
- 1955 - Erla Þórarinsdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1957 - Nick Cave, ástralskur tónlistarmaður og rithöfundur.
- 1958 - Andrea Bocelli, ítalskur lýrískur tenór
- 1960 - Isaac Herzog, forseti Ísraels.
- 1969 - Sjöfn Evertsdóttir, íslensk leikkona.
- 1971 - Marta Lovísa, norsk prinsessa.
- 1972 - Franck Cammas, franskur siglingamaður.
- 1976 - Ronaldo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1978 - Harry Kewell, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Billie Piper, bresk söng- og leikkona.
- 1987 - Tom Felton, breskur leikari.
- 1989 - Sabine Lisicki, tennisleikkona.
Dáin
breyta- 530 - Felix 4. páfi.
- 1393 - Einar Hafliðason, íslenskur prestur og rithöfundur (f. 1307).
- 1554 - Francisco Vásquez de Coronado, spænskur landvinningamaður (f. um 1510).
- 1568 - Jöran Persson, sænskur stjórmálamaður, helsti ráðgjafi Eiríks 14., tekinn af lífi (f. um 1530).
- 1607 - Alessandro Allori, ítalskur listamaður (f. 1535).
- 1702 - Magnús Jónsson, skólameistari í Skálholti.
- 1774 - Klemens 14. páfi (f. 1705).
- 1828 - Sjaka, konungur Súlúmanna (f. 1787).
- 1855 - Rósa Guðmundsdóttir (Vatnsenda-Rósa), íslenskt skáld (f. 1795).
- 1931 - Daniel Bruun, danskur fornleifafræðingur (f. 1856).
- 1952 - Ágúst H. Bjarnason, íslenskur sálfræðingur (f. 1875).
- 1981 - Lárus Ingólfsson, íslenskur leikari (f. 1905).
- 1981 - Þórleifur Bjarnason, íslenskur rithöfundur (f. 1908).
- 1985 - Ernest Nagel, bandarískur vísindaheimspekingur (f. 1901).
- 1987 - Hákun Djurhuus, færeyskur stjórnmálamaður (f. 1908).
- 1989 - Irving Berlin, rússneskt-bandarískt tónskáld (f. 1888).