25. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
25. júní er 176. dagur ársins (177. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 189 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 253 - Lúsíus varð páfi.
- 1134 - Eiríkur eymuni varð konungur Danmerkur.
- 1243 - Innosentíus 4. (Sinibaldo Fieschi) varð páfi en þá hafði verið páfalaust í hálft annað ár frá því Selestínus 4. dó.
- 1244 - Flóabardagi var háður á Húnaflóa. Þar börðust Þórður kakali og Kolbeinn ungi Arnórsson, aðallega með grjóti.
- 1533 - Karli 5. keisara var afhent Ágsborgarjátningin.
- 1608 - Rúdolf keisari neyddist til að láta Matthíasi bróður sínum eftir Ungverjaland, Austurríki og Moravíu.
- 1630 - Gústaf Adolf 2. steig á land með lið sitt í Rügen til að taka þátt í Þrjátíu ára stríðinu.
- 1632 - Fasilides gerði eþíópísku kirkjuna aftur að þjóðkirkju.
- 1646 - Enska borgarastyrjöldin: New Model Army lagði Oxford undir sig.
- 1667 - Kristján 5. konungur Danmerkur kvæntist Charlotte Amalie af Hessen-Kassel.
- 1809 - Trampe greifi var tekinn höndum í Reykjavík af Samuel Phelps og Jörundi.
- 1876 - Orrustan við Little Bighorn átti sér stað. Custer hershöfðingi féll og 300 manna lið hans var strádrepið í bardaga við 5000 stríðsmenn Indíána undir stjórn Sitting Bull og Crazy Horse.
- 1886 - Stórstúka Íslands var stofnuð.
- 1891 - Sögupersónan Sherlock Holmes kom fram í fyrsta sinn í sögu í The Strand Magazine.
- 1950 - Kóreustríðið braust út.
- 1975 - Mósambík lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.
- 1978 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1978 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978: Argentína varð heimsbikarmeistari eftir 3-1 sigur á Hollendingum.
- 1980 - Múslimska bræðralagið gerði misheppnaða tilraun til að ráða forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, af dögum.
- 1984 - Flokkur mannsins var stofnaður á Íslandi.
- 1988 - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988: Holland sigraði Sovétríkin 2-0 í úrslitaleik.
- 1991 - Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu sem leiddi til Tíu daga stríðsins.
- 1992 - Svartahafsráðið var stofnað.
- 1993 - Kim Campbell varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Kanada.
- 1994 - Aðildarsamningar Austurríkis, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs að Evrópusambandinu voru undirritaðir.
- 1996 - 19 bandarískir hermenn létust í sprengingu í Khobar í Sádí-Arabíu.
- 1997 - Eldfjallið Soufrière Hills gaus á Montserrat.
- 1997 - Ómannað Progressgeimfar rakst á geimstöðina Mír.
- 1998 - Windows 98 kom út.
- 1999 - Domus Aurea, höll Nerós í Róm, var opnuð almenningi eftir langvinnar viðgerðir.
- 2007 - Hitabylgjan í Evrópu 2007: Hitamet var slegið á Ítalíu þegar hiti mældist 47 gráður í Foggia.
- 2009 - Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu.
- 2015 - Blóðbaðið í Kobanî: Yfir 220 manns létust þegar ISIL-liðar sprengdu þrjár bílasprengjur í bænum Kobanî í Sýrlandi.
- 2016 - Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var kjörinn forseti Íslands.
- 2020 – Eldur kviknaði í húsi að Bræðraborgarstíg 1 með þeim afleiðingum að þrír létust og tvær konur slösuðust alvarlega.
Fædd
breyta- 1849 - Gustaf Cederschiöld, sænskur miðaldafræðingur (d. 1928).
- 1852 - Antoni Gaudí, spænskur arkitekt (d. 1926).
- 1864 - Walther Nernst, þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1941).
- 1866 - Arinbjörn Sveinbjarnarson, bókbindari og bæjarfulltrúi (d. 1932).
- 1900 - Louis Mountbatten, jarl og landstjóri Indlands (d. 1979).
- 1903 - George Orwell, enskur rithöfundur (d. 1950).
- 1905 - María Markan, íslensk óperusöngkona (d. 1995).
- 1907 - J. Hans D. Jensen, þýskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1973).
- 1908 - Willard Van Orman Quine, bandarískur heimspekingur (d. 2000).
- 1911 - William Howard Stein, bandarískur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1980).
- 1928 - Alexei Alexeyevich Abrikosov, rússneskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2017).
- 1928 - Peyo, belgískur teiknimyndasöguhöfundur (d. 1992).
- 1928 - Seki Matsunaga, japanskur knattspyrnumaður (d. 2013).
- 1940 - Shozo Tsugitani, japanskur knattspyrnumaður (d. 1978).
- 1945 - Carly Simon, bandarísk söngkona og lagahöfundur.
- 1946 - Roméo Dallaire, kanadískur hershöfðingi.
- 1949 - Brigitte Bierlein, austurrískur dómari og kanslari.
- 1954 - Sonia Sotomayor, bandarískur dómari.
- 1956 - Anthony Bourdain, bandarískur sjónvarpskokkur og rithöfundur (d. 2018).
- 1961 - Ricky Gervais, enskur gamanleikari og rithöfundur.
- 1963 - Yann Martel, kanadískur rithöfundur.
- 1963 - George Michael, breskur söngvari og lagahöfundur (d. 2016).
- 1968 - Sigursteinn Gíslason, íslenskur knattspyrnuþjálfari. (d. 2012).
- 1969 - Yasuto Honda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Guðmundur Ingi Þorvaldsson, íslenskur leikari.
- 1975 - Vladimir Kramnik, rússneskur skákmeistari.
Dáin
breyta- 1134 - Níels Danakonungur (f. um 1064).
- 1533 - María Tudor, Frakklandsdrottning, kona Loðvíks 12. (f. 1496)
- 1634 - John Marston, enskt leikskáld (f. 1576)..
- 1638 - Juan Pérez de Montalbán, spænskur rithöfundur (f. 1602).
- 1822 - E. T. A. Hoffmann, þýskur rithöfundur (f. 1776).
- 1876 - George Armstrong Custer, bandarískur herforingi (f. 1839).
- 1894 - Marie François Sadi Carnot, forseti Frakklands (f. 1837)
- 1898 - Ferdinand Cohn, þýskur örverufræðingur (f. 1828).
- 1979 - Þórarinn Guðmundsson, íslenskt tónskáld (f. 1896).
- 1983 - Oddbjørn Hagen, norskur skíðamaður (f. 1908).
- 1984 - Michel Foucault, franskur heimspekingur (f. 1926).
- 1988 - Svavar Guðnason, íslenskur listmálari (f. 1909).
- 2009 - Michael Jackson, bandarískur tónlistarmaður (f. 1958).
- 2009 - Farrah Fawcett, bandarísk leikkona (f. 1947)