Grímsvötn er virk eldstöð undir Vatnajökli austur af Grímsfjalli. Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins og hefur að öllum líkindum gosið oftar en hundrað sinnum frá landnámi og þar af þrettán sinnum síðan 1902. Eldstöðin er um 100 km löng og 15 km breið. Við gos undir jökli á borð við Grímsvatnagos myndast iðulega móbergsstapar, en dæmi um slíkan er Herðubreið.[1]

Grímsvötn 1972

Nafnið Grímsvötn

breyta

Í handritasafni Árna Magnússonar er saga af útilegumanni, sem Grímur hét og hafðist við hjá vötnum þeim, er síðan eru við hann kennd og kölluð Grímsvötn. Sagan, sem er flokkuð með tröllasögum og nefnist: Sagan af Vestfjarðagrími, er prentuð í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar og mun nú af flestum talin uppspuni einn. Sagan segir að Grímur hafi orðið sekur vegna vígaferla og orðið að fara huldu höfði, en kona nokkur forspá vísaði honum að vötnunum og taldi að hann gæti lifað þar á veiðiskap. „Grímur fór sem honum var ráðlagt til vatnanna og gerði sér þar skála, laufskála úr skógi er þar var nógur, og tók að veiða í vötnunum.“ En risi nokkur bjó ásamt dóttur sinni í helli eigi allskammt þaðan, og stal hann veiði frá Grími. Lauk þessu svo, að Grímur drap risann og tók saman við dóttur hans.

Tímaröð gosa

breyta

Gos á 20. og 21. öld: 1902, 1922, 1933, 1934, 1938, 1945, 1954, 1983, 1996, 1998, 2004 og 2011

Gosið 1998

breyta

Gosið hófst 18. desember 1998 kl. 09:20 UTC+0, Þetta var í fyrsta skipti sem vísindamenn gátu fylgst með eldgosi undir stórum jökli.

Gosið 2004

breyta

Hófst upp úr tíu að kvöldi 1. nóvember, greind voru ummerki eldgoss upp úr klukkan átta.

 
Eldgos í Grímsvötnum 2004

Gosið 2011

breyta
 
Eldgosið 2011 í Grímsvötnum (22. maí)

Eldgos hófst upp úr kl. sjö að kvöldi 21. maí. Fyrstu ummerkja um hugsanlegt eldgos varð vart um hálfsex en þá mældist aukin skjálftavirkni á svæðinu. Strókur steig hátt og hratt í loft upp yfir Grímsvötnum og sást víða að eða allt frá Egilsstöðum til Selfoss. Strókurinn var fljótlega kominn yfir 20 km. Aska og eldingar sáust í mekkinum. Gosið sennilega það stærsta í Grímsvötnum í heila öld.

Tilvísanir

breyta
  1. Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands. Mál og Menning, 1994.

Tenglar

breyta

Jarðfræði

breyta

Fleiri

breyta

Heitið

breyta