14. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
14. júní er 165. dagur ársins (166. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 200 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1275 - Valdimar Birgisson var settur af sem konungur Svíþjóðar og flúði til Noregs.
- 1337 - Halastjarna sást á Íslandi.
- 1404 - Uppreisnarforinginn Owain Glyndŵr, sem hafði lýst sjálfan sig prins af Wales, gerði bandalag við Frakka gegn Englendingum.
- 1618 - Dagurinn (að talið er) þegar Joris Verseler lét prenta fyrsta hollenska fréttablaðið, Courante uyt Italien, Duytslandt, &c. í Amsterdam.
- 1632 - Fasilídes varð Eþíópíukeisari.
- 1645 - Enska borgarastyrjöldin: Orrustan við Naseby þar sem New Model Army eyddi meginher Karls 1. átti sér stað.
- 1658 - Frakkar unnu sigur á Spánverjum með aðstoð Englendinga í Sandölduorrustunni við Dunkerque.
- 1666 - Hollendingar sigruðu Breta í Fjögurra daga orrustunni.
- 1673 - Önnur orrustan við Schooneveld þar sem hollenski flotinn sigraði sameinaðan flota Englendinga og Frakka í annað skipti átti sér stað.
- 1675 - Styrjöld Filippusar konungs braust út þegar Wampanoag-indíánar réðust á Swansea í Plymouth-nýlendunni.
- 1777 - Bandaríski fáninn (Stars and Stripes) var tekinn upp af Bandaríkjaþingi.
- 1789 - Viskí var í fyrsta sinn bruggað úr maís af séra Elijah Craig. Nafn sitt fær drykkurinn af heimili hans, Bourbon.
- 1800 - Frakkar sigruðu Austurríkismenn í orrustunni við Marengó á Ítalíu.
- 1866 - Stríð Prússlands og Austurríkis braust út.
- 1900 - Hawaii varð hluti af Bandaríkjunum.
- 1940 - 728 pólskir pólitískir fangar frá Tarnów voru fyrstu fangarnir sem fluttir voru i Auschwitz-útrýmingarbúðirnar.
- 1941 - Sovétríkin hófu nauðungarflutninga á Eistum, Litháum og Lettum. [1]
- 1942 - Anna Frank byrjaði að halda dagbók.
- 1949 - Fyrsta þyrluflug fór fram á Íslandi til reynslu. Vélin var tveggja sæta Bell-þyrla.
- 1970 - Bobby Charlton lék sinn 160. og jafnframt síðasta landsleik, gegn Vestur-Þýskalandi.
- 1972 - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1972 hófst.
- 1975 - Ferjan Smyrill hóf siglingar til Seyðisfjarðar og hófust með því ferjusiglingar milli Færeyja og Íslands. Norræna tók við af Smyrli árið 1983.
- 1982 - Falklandseyjastríðinu lauk með uppgjöf Argentínu.
- 1985 - Schengen-sáttmálinn var undirritaður um borð í skipinu Princesse Marie-Astrid á Móselánni við Schengen í Lúxemborg.
- 1985 - TWA flug 847: Hópur úr Hezbollah rændi farþegaflugvél skömmu eftir flugtak frá Aþenu og hélt farþegum í gíslingu í þrjá daga. Einn farþegi var myrtur.
- 1986 - Valgeir G. Vilhjálmsson gekkst undir fyrstu hjartaaðgerð sem framkvæmd var á Landspítalanum í Reykjavík.
- 1987 - Söngvabyltingin hófst í Lettlandi.
- 1988 - Skógareldur braust út rétt norðan við Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. Þegar hann var slökktur í september höfðu 3.000 km² eða 36% af þjóðgarðinum brunnið.
- 1993 - Breyting var gerð á ríkisstjórn Íslands: Jóni Sigurðssyni og Eiði Guðnasyni var veitt lausn frá ráðherraembættum sínum og í stað þeirra tóku við Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson, einnig var Sighvatur Björgvinsson fluttur til í embætti.
- 1994 - Bandaríski hakkarinn Kevin Poulsen var dæmdur fyrir svik, peningaþvætti og að hindra réttvísina.
- 1995 - Gíslatakan í Búdjonnovsk: Téténskir skæruliðar tóku milli 1500 og 1800 gísla á sjúkrahúsi í Búdjonnovsk í Rússlandi.
- 1998 - Austurbrúin í Stórabeltistengingunni var opnuð fyrir umferð.
- 1999 - Thabo Mbeki var kjörinn forseti Suður-Afríku.
- 2003 - Kjósendur í Tékklandi samþykktu aðild að Evrópusambandinu.
- 2008 - Heimssýningin Expo 2008 var opnuð í Zaragoza á Spáni.
- 2013 - Flóðin í Norður-Indlandi 2013: Óvenjumiklar rigningar sköpuðu flóð og skriður í og við Uttarakhand á Indlandi með þeim afleiðingum að þúsundir fórust.
- 2013 - Hassan Rouhani var kjörinn forseti Íran.
- 2013 - Airbus A350 þreytti jómfrúarflug sitt.
- 2014 - Úkraínukreppan: 49 áhafnarmeðlimir úkraínskrar flutningavélar fórust þegar hún var skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins með flugskeyti.
- 2016 - Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við portúgalska landsliðið í fyrsta leik íslenska landsliðsins á stórmóti, Evrópukeppninni í knattspyrnu 2016.
- 2017 - Bruninn í Grenfell Tower: Eldur kviknaði í klæðningu fjölbýlishúss í London með þeim afleiðingum að 72 létust.
- 2018 - Heimsmeistarakeppni landsliða í knattspyrnu karla 2018 hófst í Rússlandi.
Fædd
breyta- 1529 - Ferdínand 2., erkihertogi af Austurríki (d. 1595).
- 1736 - Charles-Augustin de Coulomb, franskur eðlisfræðingur (d. 1806).
- 1787 - Johan Carl Thuerecht von Castenschiold, stiftamtmaður á Íslandi (d. 1844).
- 1811 - Harriet Beecher Stowe, bandarískur rithöfundur (d. 1896).
- 1864 - Alois Alzheimer, þýskur læknir (d. 1915).
- 1868 - Karl Landsteiner, austurríksur líffræðingur og læknir og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1943).
- 1876 - Garðar Gíslason, íslenskur kaupmaður (d. 1959).
- 1894 - María Aðalheiður af Lúxemborg, stórhertogaynja (d. 1924).
- 1916 - Georg Henrik von Wright, finnskur heimspekingur (d. 2003).
- 1928 - Che Guevara, byltingarmaður og einn af hershöfðingjum Fidel Castro (d. 1967).
- 1946 - Donald Trump, bandarískur viðskiptajöfur og Bandaríkjaforseti.
- 1947 - Barry Melton, bandarískur gítarleikari (Country Joe and the Fish) .
- 1949 - Jimmy Lea, breskur tónlistarmaður (Slade).
- 1958 - Olaf Scholz, þýskur stjórnmálamaður.
- 1961 - Boy George, breskur söngvari (Culture Club).
- 1962 - Ragnar Rögnvaldsson, bakarameistari í Noregi.
- 1966 - Gilberto Carlos Nascimento, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1968 - Ukhnaagiin Khürelsükh, forseti Mongólíu
- 1969 - Steffi Graf, þýsk tennisleikkona.
- 1973 - Steingrímur Jóhannesson, íslenskur knattspyrnumaður (d. 2012).
- 1982 - Kenenisa Bekele, eþíópískur langhlaupari.
- 1992 - Daryl Sabara, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 1594 - Orlande de Lassus, flæmskt tónskáld (f. 1532).
- 1681 - Eggert Björnsson, íslenskur sýslumaður (f. 1612).
- 1746 - Colin Maclaurin, skoskur stærðfræðingur (f. 1698).
- 1805 - Marta María Stephensen, íslenskur matreiðslubókahöfundur (f. 1770).
- 1845 - Steingrímur Jónsson, biskup, 75 ára
- 1920 - Max Weber, þýskur félagsfræðingur (f. 1864).
- 1932 - Peter Adler Alberti, dómsmálaráðherra í Danmörku (f. 1851).
- 1936 - Maxím Gorkíj, rússneskur rithöfundur (f. 1868).
- 1936 - G. K. Chesterton, enskur rithöfundur (f. 1874).
- 1946 - John Logie Baird, skoskur rafmagnsverkfræðingur (f. 1888).
- 1953 - Klement Gottwald, tékkneskur stjórnmálamaður (f. 1896).
- 1976 - Knútur Danaprins (f. 1900).
- 1986 - Jorge Luis Borges, argentínskur rithöfundur (f. 1899).
- 1994 - Henry Mancini, bandarískur tónsmiður (f. 1924).
- 2006 - Jean Roba, belgískur teiknimyndasagnahöfundur (f. 1930).
- 2007 - Kurt Waldheim, austurrískur diplómati (f. 1918).
- 2019 - Atli Magnússon, íslenskur rithöfundur (f. 1944).