Hafez al-Assad
Hafez al-Assad (arabíska: حافظ الأسد Ḥāfiẓ al-ʾAsad; 6. október 1930 – 10. júní 2000) var sýrlenskur stjórnmálamaður, forsætisráðherra Sýrlands frá 1970 til 1971 og forseti Sýrlands frá 1971 til 2000. Hann tók þátt í valdaráninu í Sýrlandi 1963 sem kom Ba'ath-flokknum til valda í landinu og var eftir það gerður að yfirmanni sýrlenska flughersins. Hann tók einnig þátt í valdaráninu 1966 þar sem borgaralegir forystumenn Ba'ath-flokksins voru hraktir frá völdum og herráð flokksins tók yfir undir forystu Salah Jadid. Assad var þá gerður að varnarmálaráðherra. Árið 1970 steypti Assad Jadid af stóli og árið 1971 skipaði hann sjálfan sig óskoraðan leiðtoga Sýrlands.
Assad breytti Sýrlandi úr eins flokks kerfi í einræði þar sem öll völd ríkisins, hersins og Ba'ath-flokksin voru í höndum hans sjálfs. Landið hallaði sér að Sovétríkjunum í Kalda stríðinu í skiptum fyrir stuðning þeirra gegn Ísrael.
Assad hóf Jom kippúr-stríðið með innrás í Ísrael 1973, með stuðningi Egyptalands og sovéskum vopnum. Ísrael sigraði stríðið og Sýrland samdi um vopnahlé sautján dögum síðar. Hann sendi Sýrlandsher inn í Líbanon eftir að borgarastyrjöldin í Líbanon hófst. Hernám Sýrlendinga í Líbanon stóð til 2005.
Assad lýsti son sinn, Bashar al-Assad, eftirmann sinn eftir að elsti sonur hans, Bassel al-Assad, lést í bílslysi 1994.
Fyrirrennari: Ahmad al-Khatib |
|
Eftirmaður: Abdul Halim Khaddam (til bráðabirgða) |