14. júlí
dagsetning
14. júlí er 195. dagur ársins (196. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 170 dagar eru eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1789 - Bastilludagurinn: Franska byltingin hófst þegar Parísarbúar réðust á Bastilluna.
- 1929 - Varðskipið Ægir var keypt fyrir landhelgisgæsluna.
- 1948 - Palmiro Togliatti, leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins, var skotinn rétt fyrir utan þinghúsið.
- 1958 - Þjóðernissinnar steyptu konungi Íraks af stóli í írösku byltingunni.
- 1971 - Viðreisnarstjórnin lét af völdum eftir tólf ára stjórnarsetu eftir kosningaósigur í kosningunum daginn áður.
- 1974 - Hringvegurinn var fullgerður með opnun Skeiðarárbrúar.
- 2006 - Dómur féll í ítalska úrvalsdeildarhneykslinu: Liðin S. S. Lazio, Juventus og Fiorentina voru felld niður um deild. Dómnum var síðar áfrýjað og refsingar mildaðar.
FæddBreyta
- 1602 - Mazarin kardináli (d. 1661).
- 1610 - Ferdinand 2. stórhertogi af Toskana (d. 1670).
- 1868 - Gertrude Bell, enskur fornleifafræðingur (d. 1926).
- 1889 - Ante Pavelić, króatískur einræðisherra (d. 1959).
- 1913 - Gerald Ford, Bandaríkjaforseti (d. 2006).
- 1918 - Ingmar Bergman, sænskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2007).
- 1937 - Teresa Lipowska, pólsk leikkona.
- 1973 - Andri Snær Magnason, rithöfundur.
- 1973 - Kouta Hirano, japanskur myndasöguhöfundur.
- 1977 - Viktoría, krónprinsessa af Svíþjóð.
DáinBreyta
- 1954 - Jacinto Benavente, spænskt leikskáld (f. 1866).
- 2005 - Hlynur Sigtryggsson, veðurfræðingur (f. 1921).
- 2007 - Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður (f. 1942)