1943
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1943 (MCMXLIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi Breyta
- 17. febrúar - Þormóðsslysið, 31 fórst í sjóslysi út af Garðskaga
- Alaskaösp var fengin til Íslands frá Alaska að frumkvæði Hákons Bjarnasonar, skógræktarstjóra
Fædd
- 21. janúar - Arnar Jónsson, leikari.
- 14. maí - Ólafur Ragnar Grímsson, 5. forseti Íslands
- 18. október - Friðrik Sophusson, forstjóri, alþingismaður og ráðherra
- 5. nóvember - Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri.
- 17. mars - Kristján Loftsson, íslenskur athafnamaður og eigandi Hvals hf.
- 19. ágúst - Þór Whitehead, sagnfræðingur
- 25. maí - Markús Örn Antonsson, fréttamaður og stjórnmálamaður
- 26. desember - Jón Bjarnason (þingmaður), þingmaður
Dáin
- 6. maí - Kristín Vídalín Jacobson, myndlistarkona og fyrsti formaður Kvenfélagsins Hringsins.
- 1. nóvember - Tryggvi Magnússon, íþróttamaður.
Erlendis Breyta
- 2. febrúar - Seinni heimsstyrjöldin: Bardaganum um Stalíngrad líkur með tapi nasista.
- 6. nóvember - Í tímaritinu Genetics birtist grein eftir Salvador Luria og Max Delbrück þar sem þeir greina frá tilraun sinni og sýna fram á að stökkbreytingar eru slembiháðar, en koma ekki til vegna aðlögunar.
- Hungursneyðin í Bengal: Þrjár milljónir létust úr hungri í Bangladesh og Vestur-Bengal.
Fædd
- 19. janúar - Janis Joplin, bandarísk söngkona.
- 25. febrúar - George Harrison, meðlimur Bítlanna.
- 21. mars - Jean-Claude Fournier, franskur teiknimyndasagnahöfundur.
- 29. mars - Vangelis, grískt tónskáld.
- 5. maí - Michael Palin, meðlimur Monty Python.
- 22. maí - Betty Williams, norðurírskur friðarsinni.
- 15. júní - Poul Nyrup Rasmussen, danskur stjórnmálamaður
- 26. júlí - Mick Jagger, söngvari.
- 6. september - Roger Waters, enskur tónlistarmaður.
- 29. september - Lech Wałęsa, pólskur stjórnmálaleiðtogi.
- 7. nóvember - Joni Mitchell, kanadísk söngkona.
- 5. desember - Eva Joly, norsk-franskur rannsóknardómari
- 8. desember - Jim Morrison, bandarískur söngvari.
- 24. desember - Tarja Halonen, forseti Finnlands.
Dáin
- 7. janúar - Nikola Tesla, serb-bandarískur uppfinningamaður
- 22. febrúar - Sophie Scholl, þýsk andspyrnukona.
- 12. mars - Gustav Vigeland, norskur myndhöggvari.
- 28. mars - Sergej Rakhmanínov, rússneskt tónskáld og píanóleikari
- 21. ágúst - Henrik Pontoppidan, danskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1857).
- 23. september - Ernst Trygger, forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 9. október - Pieter Zeeman, hollenskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1865).
Nóbelsverðlaunin Breyta
- Eðlisfræði - Otto Stern
- Efnafræði - George de Hevesy
- Læknisfræði - Henrik Carl Peter Dam, Edward Adelbert Doisy
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið