Háskólabíó

ráðstefnu- og tónleikahús við Hagatorg í Reykjavík

Háskólabíó er ráðstefnuhús og tónleikahús og fyrrum kvikmyndahús, sem stendur við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur.

Háskólabíó.

Byggingin hefur einkennandi harmonikkulag sem hefur áhrif á hljómburð og með háum suðurhluta sem átti að gera kleift að draga sýningartjöld upp fyrir sviðið. Húsið var hannað af arkitektunum Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni og byggt á árunum 1956-1961. Það var vígt 6. október það ár á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands. Það er í eigu Sáttmálasjóðs en 17. október 1941 var ákveðið að sjóðurinn skyldi eiga og reka kvikmyndahús Háskólans sem upphaflega var opnað í Tjarnarbíói 1942. Salir hússins eru líka notaðir undir kennslustofur. Húsið var aðaltónleikahús Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil eða þar til Tónlistarhúsið Harpa var tekið í notkun árið 2011. Á árunum 1985-1990 var reist viðbygging við húsið sem hýsir skrifstofur og minni sýningarsali. Árið 2002 hætti Háskóli Íslands rekstri á kvikmyndasýningum í Háskólabíói og gerði samning við SAMbíóin um leigu á sýningaraðstöðunni. Frá árinu 2007[1] til 2023 rak Sena kvikmyndasýningar í Háskólabíó. Síðustu sýningar í Háskólabíó voru 30. júní 2023 þegar þeim var hætt.[2]

Í húsinu eru fimm salir; einn stór salur með 970 sætum og fjórir minni salir með samtals 817 sætum.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.